Pressan - 15.04.1993, Qupperneq 14
SKOÐANIR
1 4 PRESSAN
Fimmtudagurinn 15. apríl 1993
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Cunnar Smári Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80
Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO
en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
Enn einar
aðgerðirnar
Samningaviðræður Alþýðusambands íslands og vinnu-
veitenda eru orðnar að skrípaleik. Þrátt fyrir að um ekkert
sé að semja virðist sem stöðuorkan í samninganefndum
þessara samtaka verði að fá útrás. Sameiginlega hafa þær
gert kröfur á ríkisvaldið um aðgerðir til að draga úr áhrif-
um kreppunnar. Allar beinast þessar kröfur að því að flytja
hluta af kreppunni yfir á framtíðina. Engin þeirra bætir
stöðu okkar svo um munar. Allar búa þær til mikinn vanda
sem erfitt verður að leysa í framtíðinni.
í sjálfu sér er ekkert að því að Alþýðusambandið og
vinnuveitendur geri kröfur á ríkisvaldið. Þær kröfur ættu
hins vegar að snúast um kerfisbreytingar sem hugsanlega
leiddu til bættrar stöðu til einhverrar framtíðar.
Undanfarna áratugi hafa efnahagsgerðir líkar þeim sem
nú eru í undirbúningi dunið yfir þjóðina. Þær hafa aldrei
gagnast almenningi. Þær hafa verið afieiðing valdabaráttu
forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda
annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar. Allir þessir
hafa síðan hag af því að umbjóðendur þeirra haldi að þeir
séu að vinna þeim góðverk.
Ef ekkert er um að semja er best að semja ekki um neitt.
Endilega rann-
sóknarnefnd
Stjórnarandstaðan á þingi hefur krafist þess að viðskipti
Hrafns Gunnlaugssonar við Ríkisútvarpið, menntamála-
ráðuneytið og stofnanir þess verði kannaðar af sérstakri
þingnefiid. Þar sem farsinn í kringum Ríkisútvarpið er fyr-
ir löngu orðinn að flokkspólitísku máli eru engar líkur til
að þessi nefnd verði skipuð. Því miður.
Hrafn Gunnlaugsson er ekki stærsta vandamálið í ís-
lensku þjóðlífi. Hann hefur vissulega fengið mikið af
styrkjum úr opinberum sjóðum og staðið í stórviðskiptum
inni á skrifstofum ráðherra. Þær upplýsingar sem komið
hafa fram á undanförnum dögum benda til að þessi við-
skipti séu sum hver vafasöm. Það er sjálfsagt mál að rann-
saka þau og þingnefhd er án efa rétti vettvangurinn. Eng-
inn heldur því fram að Hrafn eða þeir sem hafa styrkt
hann hafi brotið lög. Þetta er siðferðislegt mál og á því
heimaíþingnefnd.
Áhugi stjórnarandstöðunnar á þingnefnd um Hrafh ætti
að benda til þess að hún gæti fallist á að þingheimur kann-
aði önnur mál með þessum hætti. Ef til vill er til of mikils
mælst að stjórnarandstaðan taki á málum á borð við pen-
ingauppgufunina í Landsbankanum. Hún gæti hins vegar
rannsakað fjármál stjórnmálaflokkanna, útgjöld ráðuneyt-
anna vegna flokkshagsmuna ráðherranna og svo framveg-
is. Jafnvel þótt hún vilji forðast umfangsmikil mál er nóg til
af málum á stærð við mál Hrafns Gunnlaugssonar.
En þótt Hrafn sé ekki stærsta vandamál íslendinga í dag
er alls ekki vitlaust að byija á honum. Það gæti orðið til að
kveikja áhuga þingmanna á meðferð opinbers fjár. Þegar sá
áhugi hefur kviknað er af nógu að taka.
BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson,
Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Flafsteinsson útlitshönnuður,
Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson,
Kristán Þór Árnason myndvinnslumaður, Sigriður H. Gunnarsdóttir
prófarkalesari, Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Flaraldsson,
Guðmundur Einarsson, Flannes Flólmsteinn Gissurarson,
Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson,
Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson.
Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp,
Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason.
Setning og umbrot: PRESSAN
Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
ANDSVAR
Fallin spýtan
Þórarinn Eldjárn skrifarí tilefniafgrein
Marðar Árnasonar í síðustu PRE55U
Við sem settum nöfn okkar
undir mótmæli gegn brottvikn-
ingu Hrafns Gunnlaugssonar úr
starfi dagskrárstjóra sjónvarps
vorum vissulega að mótmæla
aðför að skoðanafrelsi, aðför
sem okkur þótti ekki hæfa yfir-
manni Ríkisútvarpsins, þeirrar
stofnunar sem á að vera brjóst-
vörn málfrelsis í landinu. Séra
Heimir Steinsson gaf að vísu
ekki upp neina ástæðu fyrir
brottrekstri Hrafns, en skýrt
kom ffam að ráðherra sínum og
velgjörðamanni hafði þessi
genetíski embættismaður ekki
tjáð annað en að orð Hrafns
felld í sjónvarpsþætti lægju
þarna til grundvallar. Það var
þetta sem okkur þótti alvarlegt
mál, tjáningarfrelsismál, og haf-
ið yfir allar vangaveltur um per-
sónu Hrafns Gunnlaugssonar.
Ýmsir sem leitað var til um
undirskrift kváðust okkur fúll-
komlega sammála (og reyndar
öllu sem Hrafn sagði í þættin-
um), en treystu sér þó ekkftil að
vera með vegna spýtu nokkurr-
ar sem pískrað væri um að væri
í raun burðarásinn í gemingi sr.
Heimis og ótalmargt héngi á. Af
óþekktum ástæðum hefði út-
varpsstjóri kosið að sýna
menntamálaráðherra ekki spýt-
una áður en hann lét til skarar
skríða gegn Hrafni, en samt
væri búist við að hún yrði mjög
fljótlega höfð almenningi til
sýnis. Skemmst er þó ffá því að
segja að engin slík sýning hefúr
enn farið ffam.
Hékk ekkert á spýtunni eða
var hún kannski aldrei til?
Greinilega ekki ef trúa má orð-
um Marðar Ámasonar í síðasta
tbl. PRESSUNNAR. Fyrir hon-
um er málið einfalt: Hrafn hafði
verið með „kjafthátt“ og fyrir
slíkt eru menn að sjálfsögðu
„settir af‘. í því felst engin mál-
frelsisskerðing og valdsmenn
sem fyrir slíku standa eru ekki
valdníðingar heldur bara „geð-
ríkir“ og „hugmiklir“. Að
minnsta kosti þegar einn af
„okkur“ er að reka einn af „hin-
um“.
Þetta var fyrsta vers. Setning
Hrafns í stöðu framkvæmda-
stjóra til eins árs er síðan annað
vers og undirskriftirnar tengjast
henni að sjálfsögðu ekki. Vegna
aðdraganda og aðstæðna er
eðlilegt að deilt sé um hvort
þessi ráðstöfun menntamála-
í ‘f t
„Eða hvar voru sömu hetjurþegar
tilkynnt var um þcer stöðuveitingar
Ólafs G. Einarssonar sem svo sann-
arlega eru fordœmanlegar? Enginn
spangólaði einu sinniþegar hann
gerði sr. Heimi Steinsson að út-
varpsstjóra, þvert á móti hefur sr.
Heimir verið tekinn í dýrlingatölu
fyrir „geð“ og„hug“ nú þegar hann
hefur skapað allan þennan ófrið
um Ríkisútvarpið. “
ráðherra hafi verið fordæman-
leg eða ekki, en augljóst ætti þó
að vera öllum sem ekki eru
blindaðir af pólitískri eða per-
sónulegri heift að menntun og
reynsla gera Hrafn út af fyrir sig
fullkomlega hæfan til að gegna
þessu starfi.
Auk þess var
staðan veitt í
fullri sátt við
þann sem leyst-
ur er af, Pétur
Guðfinnsson.
Dæmalausar
persónuofsókn-
ir stjórnarand-
stöðunnar á
þingi á hendur
Hrafni eiga sér
því pólitískar
orsakir fyrst og
fremst, þær
stafa af því að
mönnum er
kunnugt um
vináttu þeirra
Davíðs Odds-
sonar.
Eða hvar
voru sömu hetj-
ur þegar til-
kynnt var um
þær stöðuveit-
ingar Ólafs G.
Einarssonar
sem svo sann-
arlega eru for-
dæmanlegar?
Enginn span-
gólaði einu
sinni þegar
. > hann gerði sr.
Heimi Steinsson að útvarps-
stjóra, þvert á móti hefur sr.
Heimir verið tekinn í dýrlinga-
tölu fyrir „geð“ og „hug“ nú
þegar hann hefur skapað allan
þennan ófrið um Ríkisútvarpið.
Ekki man ég heldur eftir
nema einstaka bofsi út af því
þegar ráðherrann setti Guð-
mund Magnússon blaðamann í
embætti þjóðminjavarðar án
samráðs við skipaðan þjóð-
minjavörð, Þór Magnússon. En
auðvitað er á það að líta að
Þjóðminjasafnið hefur ekki
sömu pólitísku þýðingu og Rík-
isútvarpið og því ekki miðsviðs
á áhugasviði stjórnmálamanna
eins og Páls Péturssonar og
Marðar Árnasonar.
Mörður Árnason er nefhilega
stjórnmálamaður, meðal ann-
ars fyrrum talsmaður Ólafs
Ragnars Grímssonar í bóka-
skattsmálum, þó úrslit síðustu
alþingiskosninga hafi nú hrint
honum í lágan sess íslensku-
fræðings um sinn. Hann er pól-
itískur varðhundur í fríi. Við
verðum þess vegna að hafa
skilning á því að stöku sinnum
þarf hann að sýna húsbóndan-
um að enn sé hann klár á sínum
pósti, alltaf tilbúúin í slaginn að
glefsa og hælbíta ef lyklavöld
skyldu breytast.
Meðan friið varir þurfum við
þó ekkert að óttast hljóðin sem
heyrast nú frá honum: „Grrrrr,
Grrrrr, Gjamm! Grrrrr, Grrrrr,
Gjamm!“
Þórarinn Eldjárn
FJ0LMIÐLAR
LekurMogginn ÍPRESSUNA?
Ekki skil ég hvers vegna
stórkanóna eins og Hrafn
Gunnlaugsson er svona við-
kvæmur þegar rétt aðeins gust-
ar um hann. Hann er að þessu
leitinu eins og Sverrir Her-
mannsson, sem eina stundina
bölvar öllu lóðrétta leið til and-
skotans en grætur þá næstu
vegna þess að Jónas Kristjáns-
son sagði að hann gæti ekki
skúrað Landsbankann. Hrafn
afhausaði svo gott sem alla
starfsmenn Ríkissjónvarpsins
einn daginn en vældi síðan um
aftökur og mannorðsmorð á
sjálfum sér þann næsta. Þessir
tveir hafa sannað að það á jafrit
við um þá dómhörðu eins og
þá sem eru fyndnir á kostnað
annarra að þeir þola það illa
þegar þeirra meðulum er beint
gegn þeim sjálfúm. Á sama hátt
og þeir lauslyndustu eru alltaf
afbrýðisamastir. Og Úlfar Þor-
móðsson stefridi PRESSUNNI
til að fá dómsúrskurð um æru
sína.
Annars ætlaði ég að skrifa
um Hrafns/Heimis-málið. Það
mál hefur endalaust margar
hliðar. Ein sú skemmtilegasta
var afsökunarbeiðni Heimis
Steinssonar til Sveins Einars-
sonar í Mogganum fýrir páska.
Tilefnið voru tilvitnanir sem
PRESSAN birú úr bréfi Heimis
til Hrafris og fjölluðu um Svein.
Þessar tilvitnanir og aðrar
bentu til að útvarpsstjóri væri
ekki fyllilega í jafnvægi og af-
sökunarbeiðni hans sannaði
það síðan endanlega. Um leið
og Heimir viðurkenndi með
sínum hefðbundnu krúsídúll-
um upp á sig ummælin reyndi
hann að gera Hrafn ábyrgan
fýrir þeim þar sem hann hlyti
að hafa lekið þeim í PRESS-
UNA. Hrafn svaraði fýrir sig
með að segja að hann hefði lát-
ið bréfið fýlgja með öðrum
gögnum sem hann afhenti
menntamálaráðherra eftir að
Heimir rak hann. Hrafn bætti
því síðan við að hann hefði lát-
ið ritstjóra Morgunblaðsins fá
affit af bréfinu.
Þetta síðasta sannar að
Heimis/Hrafris-málið er óend-
anlega fýndið. Um leið og mað-
ur hefur uppgötvað eina hlið á
því birtast fleiri enn skemmti-
legri.
Hver lak tilvitnunum úr
bréfinu í PRESSUNA? Ekki var
það Hrafn og ekki heldur
Heimir. Báðir hafa svarið fýrir
það. Þá eru eftir, samkvæmt
upplýsingum Hrafris, mennta-
málaráðherrann Ólafúr G. Ein-
arsson eða Morgunblaðsrit-
stjórarnir Styrmir og Matthías.
Ég ætla ekki að upplýsa það
hér. Ég ætla ekki einu srnni að
segja neitt til um hvort það
voru einhverjir þessara eða ein-
hverjir allt aðrir.
Mér er reyndar sama hver
lak bréfinu. Ég vil hins vegar
vita hvers vegna bréfið sem
Morgunblaðsritstjórarnir sátu
á birtist í PRESSUNNI en ekki
Mogganum? Og hvort þeir fé-
lagar liggja á fleiri svona bréf-
um sem lesendur Moggans
vildu hugsanlega fá að heyra af?
Og hvers vegna Hrafn sýndi
Moggaritstjórunum bréfið af
öllum mönnum?
Cunnar Smári Egilsson
„Hver lak tilvitnunum úr bréfinu í
PRESSUNA? Ekki varþað Hrafn og ekki
heldur Heimir. Báðir hafa svariðfyrir
það. Þá eru eftir, samkvœmt upplýsing-
um Hrafns, menntamálaráðherrann Ól-
afur G. Einarsson eða Morgunblaðsrit-
stjórarnir Styrmir ogMatthías. “