Pressan - 15.04.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 15.04.1993, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 15. apríl 1993 ||§||a||gc •-■ ■■ Ag§§g|§§g§i||g§k. AKUREYRINGARVILDU TRYGGINGAR FYRIR ÞJÓÐ- LÍFSKRÖFUNUM... >Sem kunnugt er hafa Jó- I hannes Halldórsson og fé- lagar hjá Innheimtum og ráðgjöf komið Þjóðlífskröfunum aftur á kreik. Hafa þeir sent út gíróseðla með nauðungaruppboðskröfum. Þessar beiðnir þeirra um nauðungar- uppboð hafa þó fengið misjafna með- ferð. Hjá Héraðsdómi Norðurlands á Akureyri var ákveðið að fara ffam á 30.000 króna tryggingu með hverri uppboðsbeiðni og voru þær endursendar með þeim skilaboð- um. Eftir það hefur ekkert heyrst frá Innheimtum og ráðgjöf. JÓHANNFÆR TfUNDADÓMINN... i í gær var kveðinn upp dóm- ( ur yfir Jóhanni Jónasi Ing- ólfssyni vegna aðOdar að innflutningi á hassi í febrúar 1990. Jó- hann fékk sjö mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna í þrjú ár. Hann á að baki níu refsidóma fyrir annars konar brot, þjófhað og „skírlíf- isbrot“, auk dóma fyrir minni háttar brot. GÍSLIÖRN í TRYGGINGAR Á NÝ... , Heldur hefur farið lítið fyrir Gísla Erni Lárussyni eftir að hann hætti í Skandía-fyrir- tækinu í lok síðasta árs. Gísli hefúr síðan unn- ið að ýmsum smáverkefhum en nú hefur heyrst af því að hann eigi hugsanlega innkomu á vátrygginga- sviðið aftur. Eru neíhdir þar til erlendir aðilar og þá sérstaklega ffanskir, sem munu vera að leita fyrir sér hér á landi. JET BLACK J0E Á LEIÐ ÚT í „HEIMSFRÆGÐINA"... , Fyrir skömmu kom hingað til lands maður að nafni Paul Adams frá Polygram-tónlist- arútgáfufyrirtækinu á Englandi. Hing- aðkoma hans byggðist gagngert á því að hlusta á drengina úr Jet Black Joe fremja tónlist sína. Færri vita hins vegar hvar og hvernig sú hlustun fór ffarn; slegið var upp tónleikum í Ing- ólfscafé helgina fyrir páska með það eingöngu fyrir augum að Adams þessi gæti hlýtt á hljómsveitina. Það er skemmst frá því að segja að Jet Black Joe vakti hrifhingu Pauls, sem telur þá mjög góða og „orginaT. Hann vill fá þá innan noldcurra vikna í heimsókn til Bretlands svo að tíu toppar fyrir- tækisins geti einnig hlýtt á þá. Ef allir verða jafhhrifnir og Paul þessi má bú- ast við að næsta skrefið verði samn- ingur. Þess má geta að þetta er sama fyrirtæki og fleytti Sykurmolunum út í heimsffægðina. MÆTTURÍSÍÐKJÓLÁ SLYSADEILDINA... 0Starfsfólki slysadeildar Borgarspítalans brá heldur betur í brún að- faranótt skírdags, þegar ungur karlmaður kom æðandi inn á deildina, klæddur síðum, svört- um kjól með klauf upp á mið læri og í hælaháum skóm. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að maður- inn uppábúni var að koma af veit- ingahúsinu Laugavegi 22, en ekki mun heyra til tíðinda að rekast þar á karlmenn klædda kjólum. Ekkert amaði að manninum, sem reyndist vera í fylgd með Jean- Philippe Labadie, aðalleikara kvikmyndarinnar Stutts frakka, en hann varð fyrir bíl um nóttina, þar sem hann var staddur fyrir utan veitingahúsið 22 ásamt fjölda fólks. Auk kjólmannsins voru tveir aðrir karlmenn í för með Frakkanum, sem reyndist vera illa brotinn á fæti, en þeir voru þó báðir klæddir hefð- bundnum karlmannafötum. Þú pantar eina og 1 færð aðra á hálfvirði St. Pizza Hut kynnir Pizzupar - frábæra nýjung. Þú kaupir eina pizzu, miðstærð, stóra eða júmbó, með því sem þér þykir best. Síðan kaupir þú aðra, annaðhvort með því sama eða velur álegg sem öðrum í fjölskyldunni þykir best og færð 50% afslátt af þeirri pizzu. Með Pizzupari eykur þú fjölbreytnina og allir fá eitthvað við sitt hæfi. Ókeypis heimsendingarþj ónusta. Hótel Esju, sími 680809 Mjódd,sími682208 fe ■ ! ■ ■ -• ■ BYGGÐAVERKI REDDAÐMEÐ 70MILUÓNA ÁBYRGÐ... Það hefur allt gengið afturfótunum í verktakabransanum síðustu misserin og af ein- hverjum ástæðum gengur verst ef fyrirtæki á þessu sviði eiga höfuðstöðvar í Hafnar- firði. Vandræði Hagvirkis og SH-verktaka er óþarfi að rekja og brátt verður gert upp yfir 100 milljóna króna þrotabú Reisis þar í bæ. Eitt af fimm stærstu verktakafyrirtækjum landsins er Byggðaverk og það á heima í Hafnarfirði, að- almaðurinn í því fyrirtæki hefur verið Sigurður E. Sig- urjónsson. Fyrirtækið hefur staðið höllum fæti undanfar- ið, sagt er að skuldir þess séu um 500 milljónir króna. Það á ágæt veð og verkefnastaðan er góð, en er í miklu lausafjár- basli og gengur á dýrum skammtímareddingum. Sig- urður ofangreindur ætlaði að kúpla sig út úr fyrirtækinu fyrir nokkru, enda að byggja upp fyrirtæki í Bandaríkjun- um, en íslandsbanki mun hafa krafist þess að hann sett- ist við stjórnvölinn á ný. í kjölfarið hafa hætt Óskar Bragi Valdimarsson fram- kvæmdastjóri og Karl G. Ragnarsson stjórnarmaður. Nýlega samþykkti síðan bæj- arstjórn Hafnarfjarðar ein- falda bæjarábyrgð fyrir 70 milljónum króna vegna Byggðaverks. Fyrirtækið er jafnan með á bilinu 100 til 200 manns í vinnu og mun skulda lífeyrissjóðum háar upphæðir vegna þeirra. Þá munu undir- verktakar hafa fengið íbúðir sem greiðslu í stað peninga. DVEGISHÚSGÖGN Frá laugard. 10. - 18. apríl Margar tegundir húsgagna seldar á mikið lækkuðu SÍÐUMÚLA 20 • SÍMl 91-688799

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.