Pressan


Pressan - 15.04.1993, Qupperneq 16

Pressan - 15.04.1993, Qupperneq 16
SLUÐUR VERÐUR AÐ PRENTDYRGRIPUM 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 15. apríl 1993 Óbirtar drykkju- og kvennafars- sögur af skáldum Þegar endurminningar Theódórs Friðrikssonar voru íprentun varð uppifótur ogfitþegar uppgötvaðist hvað hann hafði skrifað um fyrrum félaga sína ogvini; skáldin Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson. FIMMTUDAGUR | Klassíkin • Alexander Melnikov heldur píanótónleika á veg- um Tónlistarfélagsins. Is- lenska óperan kl. 20.30. Leikhúsin • Hafið. Átök og húmor. Þjóðleikhúsið kl. 20. 0 Stund gaupunnar. © Ágætir leikhæfileikar Ingvars, Lilju og Guðrúnar fara til spillis í þessu fáránlega leik- riti. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Dauðinn og stúlkan. ★★★★ Tvímælalaust besta sýningin á þessu leikári. Borg- arleikhúsið, litla svið, kl. 20. 0 Tartuffe. ★★★ Hvílíkt de- bút fyrir ÞórTulinius leik- stjóra! Borgarleikhúsið kl. 20. Leikhúsin • My fair lady. Stefán Bald- ursson leikstjóri hefur skilið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Þjóðleik- húsið kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stæði, kl. 20. 0 Blóðbræður. Eins og sýn- ingin sé gerð meira með höfðinu en hjartanu. Borgar- leikhúsið kl. 20. 0 Dauðinn og stúlkan. ★★★★ Borgarleikhúsið, litla svið, kl. 20. 0 Leðurblakan. Óperetta Jo- hanns Strauss sýnd norðan heiða. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. 0 Sardasfurstynjan. ★★★ Góð skemmtun og ágæt til- raun til að skemmta fleirum en þeim sem þegar eru fasta- gestir [slensku óperunnar. ís- lenska óperan kl. 20. 0 Stútungssaga. Stríðsleikur með gamansömu ívafi í flutn- ingi leikfélagsins Hugleiks, fé- lags áhugaleikara í Reykja- vík.Tjarnarbíó kl. 20.30. Klassíkin • Hrafnhildur Guðmunds- dóttir mezzosópran & Guð- ríður St. Sigurðardóttir pí- anóleikari halda tónleika. Flutt verða íslensk og erlend sönglög og aríur. íslenska óperankl. 14.30. 0 Hólmfríður Benedikts- dóttir sópran, Jennifer Spe- ar gítar & Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó halda tónleika á vegum Tónlistarfé- lags Akureyrar. Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju kl. 16. Leikhúsin • Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýn- inguna að svo snjöll leikkona sem Sigrún Edda Björnsdóttir skuli geta leikið hina tólf ára gömlu Ronju. Borgarleikhúsið kl. 14. 0 Tartuffe. ★★★ Borgarleik- húsið kl. 20. 0 Dauðinn og stúlkan. ★★★★ Borgarleikhúsið, litla svið, kl. 20. 0 My fair lady. Þjóðleikhúsið kl. 20. 0 Stund gaupunnar.ðÞyóð- leikhúsið, litla svið, kl. 20. 0 Sardasfurstynjan. ★★★ Islenska óperan kl. 20. 0 Lyckliga Resa. Sænskur leikhópur sýnir leikrit fyrir börn. Norræna húsiðkl. 16. 0 Stútungssaga. Tjarnarbíó kl. 20.30. 0 Leðurblakan. LeikfélagAk- ureyrar kl. 20.30. SUNNUUDAGURÉ 1 8. APRÍL Klassíkin • Voces Thules-söngfokk- urinn flytur madrígala. Sólon íslanduskl. 17. 0 Álafosskórinn syngur við undirleik Hrannar Helgadótt- ur. Bústaðakirkja kl. 17. Leikhúsin • Dýrin í Hálsaskógi. Hlut- verkaskipan erað því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komisttvöfaldurfyrir inni í Lilla klifurmús. Þjóðleik- húsiðkl. 14. 0 Dansað á haustvöku ★ Það er spaugilegt að stórt Marconiútvarpstæki (sem er eitt aðaltákn verksins) skuli vera á miðju sviðinu allan tímann vegna þess að Dans- að á haustvöku gæti verið skemmtilegra sem útvarps- leikrit. Þjóðleikhúsið kl. 20. 0 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði, kl. 20. 0 Ronja ræningjadóttir. Borgarleikhúsiðkl. 14. • Coppelía. Ballettsýning f uppfærslu Evu Evdakomivu. Aðalhlutverkum er skipt á milli Láru Stefánsdóttur og Eldars Valiev, Nicolette Salas og MauroTambone, Liliu Valieva og Hany Hadaya. Borgarleikhúsið kl. 20. Árið 1944 sendi Theódór Friðriksson frá sér þriðja bindi ævisögu sinnar og nefndi það Ofanjarðar og neðan. Þar lýsti Theódór lífinu í Reykjavík og kynnum af samferðamönnum. í einum kafla bókarinnar sagði Theódór frá þremur kunningjum sínum sem fengið höfðu að liggja um nætur á legubekk í hliðarkompu sem var inn af stofu hans í Þing- holtsstræti. Theódór hafði nokkurt dá- læti á þessum bekk, sérstaklega eftir að Halldór Laxness hafði gefið honum ábreiðu til að setja yfir hann: „Ég var ákaflega hreykinn af þessum grip, þykku, köflóttu teppi úr heldri manna húsi — og það sem mest var um vert: vinargjöf frá Halldóri Kiljan Laxness.“ Þeir sem lágu á bekknum með ábreiðu frá Laxness voru Steindór Sigurðsson skáld, Steinn Steinarr og Steinn Dofri. Theódór nefndi þá bekkjarbræður og það sama nafn gaf hann kaflanum sem hann helgaði þeim í ævisögu sinni. Atvik höguðu því þó svo að þættir Steindórs og Steins Steinarr birtust ekki í bókinni og hafa aldrei komið fyrir ai- menningssjónir. Tæp hálf öld er síðan bókin kom á prent og fáir sem kunna söguna, en þó tókst að hafa uppi á mönnum kunnugum at- burðum. Búið var að setja bókina og raða upp á síður og voru próf- arkir afhentar höfundi, útgef- andanum Ragnari í Smára, Sigurði Nordal og Steini Stein- arr. Enginn þeirra gerði athuga- semdir við efni bókarinnar og virtist því ekkert ætla að koma í veg fyrir prentun hennar. En Steinn Steinarr fékk einhverja bakþanka, taldi að vegið væri að mannorði sínu í verkinu og bað Ragnar í Smára að sjá um að þáttur sinn yrði felldur niður. Ragnar neitaði þeirri bón hans. Skáldið sótti nú mál sitt af krafti. Þá var stungið upp á því að Ólöf, kona Sigurðar Nordals, fengi úrskurðarvald um birt- ingu. Hún vildi að þáttur Steins yrði birtur, taldi hann ekki mannskemmandi. Skáldið, sem fallist hafði á að fela henni dómsvaldið, vildi nú ekki una úrskurði hennar. Ragnar í Smára lét loks undan þrábeiðni Steins og sagði prenturum að taka kaflann burt. Um leið lét hann fella niður þátt Steindórs Sigurðssonar. Engin örugg skýring hefúr fengist á því hvers vegna þætti Steindórs var kippt burt, en vera kann að Ragnar hafí álitið að hreinskilnar lýs- ingar á drykkjuskap Steindórs færu fyrir brjóst einhverra. í stað kaflanna sem teknir voru út var þáttur þriðja bekkjar- bróðurins, Steins Doffa, auldnn og endurbættur. Prenturunum þótti allar þessar aðfarir nokkuð sérkenni- legar og vildu ekki láta úthýsta efnið glatast. Þeir handþrykktu því níu eintök af þáttum Stein- dórs og Steins Steinarr. Einn prentarinn tók að sér að búa til forsíðu. Á henni er prentað nafh höfundar og titillinn Bekkjar- bræður og undirskriftin er: Tveir kaflar sem felldir voru úr bókinni Ofanjarðar og neð- an. Prentað sem handrit í níu eintökum. Meginmálið er prentað í Alþýðuprentsmiðj- unni en Víkingsprent gerði káp- una. Prentararnir héldu þessum níu eintökum. Eitt þeirra var boðið til sölu fyrir nokkrum ár- um á þrjátíu þúsund krónur. Það má segja um þætti Stein- dórs og Steins Steinarr að það sé mein að þeir skuli ekki hafa birst opinberlega, jafn skemmti- legir og tilþrifamiklir og þeir eru. Theódór Friðriksson Bæði kaflanum um Stein og Steindór Sigurðsson var kippt út úr endurminning- um hans. MYNDLIST Bútasaumur úr minningum vina og kunningja HREINN FRIÐFINNSSON MÁL&MENNING/ LISTASAFN (SLANDS 1993 •••••••••••••••••••••••••••• Nú er nýlokið sýningu á verkum Hreins Friðfmnssonar á Listasafni íslands, en í tilefni sýningarinnar var gefin út bók um listamanninnn og verk hans, sem er vert að gefa nánari gaum. Bókaforlagið Mál og menning stendur að þessu ágæta framtaki í samvinnu við Listasafn íslands og er þetta fimmta bókin í röðinni þar sem íslenskum listamanni eru gerð skil, hihir eru Sigurður Guð- mundsson, Louisa Matthías- dóttir, Kristján Davíðsson, ásamt ævisögu Errós. Bókinni var ætlað að vera í senn sýningarskrá fyrir yfirlits- sýningu á verkum Hreins í Amsterdam og hér heima og sjálfstæð bók um listamanninn. Bókin skiptist í þrennt. Fyrst eru fjórir textar ásamt enskum þýðingum, s.s. aðfararorð Beru Nordal, textar eftir Halldór Björn Runólfsson og Kees van Gelder og viðtal við Hrein. Síð- an kemur kafli með myndum og að lokum ýmsar upplýsingar um æviferil, sýningar o.s.ffv. Það má eiginlega tala um ís- lenska hefð í þessari bók- menntagrein, þar sem ævi lista- mannsins, persónu og hugar- heimi er fléttað saman við ffá- sagnir af samskiptum hans við aðra listamenn og tíunduð ým- is „áhrif' sem hann hefúr orðið fyrir. Þannig er þessi bók- menntagrem einhvers konar af- brigði af ævisöguritun, sem í knöppu formi líkist vinar- kveðju og stúndum loffæðu. Hvemig á að fjalla um slíkar bækur? Á að taka þá afstöðu að í þeim sé að finna skilning og þekkingu á íslenskri listasögu, eða á að líta á þær sem sjálfstæð prósaverk og fjaUa um ritleikni og andagift höfúndar? Svarið er að í hinni íslensku hefð hefúr þetta tvennt runnið saman í eitt. íslensk myndlist- arsaga er bútasaumur úr ævi- minningum um einstaka lista- menn séð ffá sjónarhóli vina og kunningja. Ég hef ekkert á móti bókum af þessu tagi sem slík- um, þær em alls staðar til. Það sem mér leiðist er að við höfum ekkert annað. Myndlistin er aldrei skoðuð sem sjálfstætt fyrirbæri. Það er aldrei gerð til- raun til að lýsa listamönnum sem þátttakendum í lífi listar- innar. Allur skilningur okkar á myndlist verður samhengislaus og handahófskenndur, því hverjum og einum listamanni er lýst sem óviðjafnanlegu og óútskýranlegu náttúrufyrir- brigði. Og þar sem engin til- raun er gerð til að bera lista- menn saman og reyna að vega og meta hvar mestu afrekin hafa verið framin, ekki einu sinni innan ferils hvers og eins, þá snýst gildismat upp í að halda með þessum eða hinum og trúa gagnrýnislaust á allt sem hann hefúr gert. Halldóri til hróss þá heldur hann sig fyrst og fremst við myndlist Hreins í ritgerð sinni „Um list Hreins Friðfinnsson- ar“. Enda er af nógu að taka, því þótt verkin séu mörg hver töff andi við fyrstu kynni — tær sem bergvatnslind (Halldór) eða lágvær og blíð sem tónverk (Bera) — þá eru þau marg- slungin að gerð og ferill hans breytingum háður. Halldór seg- ir um myndlist Hreins: „Aðal þeirra er hárnákvæmur og kaldhamraður léttleiki byggður á fínstillingu efnis og forms í fullkomnu tímaleysi.“ Það sást vel á sýningunni hversu vel Hreini tekst að nýta sér nánast hvað sem er í verk sín, þó þannig að hinir ólíkustu hlutir falla saman eins og ekkert sé eðlilegra. En skömmu síðar bætir Halldór við að handverk- inu sé skipað skör lægra en hugmyndinni og útfærslan háð gefnum forsendum. Sem virðist gefa í skyn að hugmyndin, inn- takið, sé aðal verkanna, en ekki fínstilling efnis og forms. Hér held ég að Halldór hafi óafvit- andi ratað á vissa tvíræðni í verkum Hreins. Þau virðast búa yfir einhverju leyndarmáli, sem bíður eftir að vera afhjúpað, en á næsta augnabliki leysist það upp í hillingu. Kees van Gelder orðar svipaðar hugsanir á skemmtilegan hátt þegar hann segir að í verkum Hreins „flettir gyðja Sannleikans frá sér káp- unni eitt augnablik og lætur skína í nakta öxl. Ég get ekki gert upp við mig hvort henni er ætlað að leika tálkvendi eða hvort hún gerir þetta í óafvit- andi sakleysi, sem kemur af stað skammhlaupi. Alltént þyk- ir mér hún heillandi." M.ö.o.; er verið að gefa eitthvað í skyn án þess að nokkuð búi að baki? Halldór bendir á, sem kemur einnig fram í viðtalinu við Hrein, að það hafi alltaf togast á tveir ólfkir straumar í verkum hans, annars vegar ný-dada og fluxus með áherslu á hug- myndina að baki, hins vegar geómetrísk abstraktlist með formrænum áherslum. Þessi togstreita verður sérstaklega áberandi á fyrrihluta níunda áratugarins þegar Hreinn leið- ist æ meir út í að kompónera beint á vegginn. Þetta skýrir kannski af hverju verkin virðast Steinn Steinarr „Ekki var hann heldur nema í meðallagi góðgjarn í umtali um aðra menn," skrifaði Theódór um stórskáldið Stein. Þáttur Steindórs Sigurðssonar Steindór Sigurðsson skáld varð fyrstur til að gista á bekkn- um góða. Steindór var ævin- týra- og drykkjumaður og milli brennivínsafreka lét hann sig dreyma háleita drauma um frægð á bókmenntasviðinu: „Off var Steindór blautgeðja og sóttu þá að honum sár iðr- unarköst. En ef hann gat varizt því nokkra daga að drekka, gat hann stundum orðið hress í bragði, skáldlegur í skrafi og sá þá alls konar hillingar, einkum um ffamtíð sína á bókmennta- sviðinu...11 En yfirleitt var Steindór drukkinn eða timbraður: „Oft bar við að Steindór kæmi heim mjög fulluy. Einu sinni, er hann svaf eins og rot- aður ffarn yfir miðjan dag, leizt Steini Dofra, er þá bjó í hliðar- kompunni, ekki á blikuna, og kallaði hann Steindór sáluga alltaf upp ffá því.“ Stór hluti af þætti Steindórs í ævisögu Theódórs segir ffá því þegar Steindór kom heim eftir kráarferð og var þá mjög af honum dregið: „Mér sýndist hann mundi vera talsvert lasinn og hafði ég orð á því, að hann mundi hafa drukkið einhvern óþverrann. Hann kvað sér ekki koma það að sök, þó að hann drykki lampaspritt eða hristing, en ffá því sagði hann að hann hefði borðað sviðakjamma á einni veitingakránni og mundi hafa verið farið að slá í kjammann. Ég las þá yfir honum pistil um það að hann mundi hafa gleypt einn þessara svarbláu kjamma því að ekki mundi vera skeytt um það á þessum stöðum sem hann vendi komur sínar á, þótt þau væru ofurlítið forsoðin sviðin sem hampað væri fram- an í drykkjurúta sem orðnir væru blindaðir af lampaspritti og hristingi og væri rétt af hon- um að spara sér þvílfkar kræs- ingar.“ Læknir var sóttur skáldinu til bjargar og meðul gefin: „Þegar hann hafði náð sér, áminnti ég hann um að drekka ekki eins og vitlaus maður og forðast að gleypa úldin svið. Ekki bar sú áminning langstæð- an árangur.“ Theódór segir síðan frá því að Steindór hafi gert tilraunir til að breyta um líferni og orðar „Halldóri tekst ágæt- lega að draga saman feril Hreins og kemst oft hugvitssamlega að orði um uppbyggingu verkanna. “ tvístíga milli formræns sjónar- spils og táknrænnar dulúðar. Halldóri tekst ágætlega að draga saman feril Hreins og kemst oft hugvitssamlega að orði um uppbyggingu verk- anna. En þegar kemur að hug- myndunum sem liggja að baki þá er erfiðara að fýlgja honum eftir og hann á það til að skjóta yfir markið og vera fúllákafrir í að sannfæra okkur um snilld Hreins. f viðtalinu við Hrein, sem Megan Ferill tekur, er aðal- lega talað um þroskasögu Hreins og sköpunarferlið, en lítið kafað í hugmyndirnar að baki einstökum verkum. Eftir fimmtíu og finim blað- síður er komið að myndum, en samt hafa aðeins tuttugu þeirra farið undir íslenskan texta, sem segir sína sögu um að umgjörð- in er ansi íburðarmikil miðað við innihaldið. Það er ekki öf- undsvert að gera sómasamlegar eftirmyndir af verkum Hreins, vegna þess hvað þær eru sam- settar úr mörgum einingum. Nokkrar eftirprentanirnar eru gjörsamlega misheppnaðar, sérstaklega af elstu verkunum. Ljósmyndaverkin eru ýmist með eða án ramma og bak- grunns. Auk þess er á mörgum þeirra texti, sem er yfirleitt al- gjörlega ólæsilegur. Það hefði gjarnan mátt prenta hann með upplýsingunum um myndirn- ar. Það var þó vel til fúndið að vera með nokkrar myndir af yfirlitssýningunni í Amsterdam til að gefa hugmynd um hvern- ig verkin taka sig út í sal. Bókin er að sjálfsögðu ekki síðasta orðið um Hrein, enda getur vel verið að hann eigi enn eftir að skapa sín bestu verk. En fyrir áhugasama er hún kær- komin samantekt um einn at- hyglisverðasta töffamann Súm- kynslóðarinnar.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.