Pressan - 15.04.1993, Page 18
18
PRESSAN
G L E Ð
S A L A R
KULUROKK
Fimmtudagurínn 15. apríl 1993
BIOIN
HASKOLABIO
Vinir Péturs Peter's Friends ★
Kenneth Branagh hefur hér
búið til afspyrnuleiðinlega
endurfundamynd (anda Big
Chill. Hann býður upp á allan
matseðilinn; alkóhólisma,
ungbarnadauða, gjálífi,
hjónaerjur, brostna drauma
ásamt óheyrilegu magni af
þeim söknuði eftir æskunni
sem slær fólk fimm árum eftir
að það lýkur námi. Þegar
einn vinurinn upplýsir að
hann sé með HlV-veiruna
hverfur skáldskapurinn end-
anlega úr sögunni og útvatn-
að vandamálakjaftæðið verð-
ur eitt eftir.
Kraftaverkamaðurinn Leap
ofFaith ★★ Steve Martin er
fyndinn. Hann skyggir á alla
aðra leikara og tekst meira að
segja að draga athygli áhorf-
enda frá væminni og frekar
bjánalegri sögu myndarinn-
ar.
Á bannsvæði Trespass ★★
Spenna á litlum gólffleti.
Bóhemalíf ★★★ Hrá mann-
lífslýsing frá Aki Kaurismáki.
Howards End ★★★ Bók-
menntaverk gert að góðri
bíómynd.
Elskhuginn The Lover ★★★
Hugljúf saga um ást og losta.
Karlakórinn Hekla ★ Vond
mynd og metnaðarlítil.
LAUGARASB
Hörkutól Fixing theShadow
★ Laugarásbíó er orðið að
musteri B-myndanna. Það
væri gleðiefni ef B-myndirnar
væru jafngóðar og þær voru
á gullöld Hafnarbíós. En svo
er ekki.
Tvífarinn Doppelganger ©
Vond mynd.
Svala veröld Cool World ★★
Ralph Bakshi (Fritz the Cat)
hefur hér búið til hráa og
sorglega hugmyndalausa út-
gáfu af Who Framed Roger
Rabbit?
Nemo litli ★★★ Falleg
teiknimynd.
REGNBOGI NN
Ferðin til Las Vegas Hon-
eymoon in Vegas ★★ Það má
vel hlæja að þessari mynd;
sérstaklega örvæntingu Nico-
las Cage.
Englasetrið ★★ Þokkaleg
gamanmynd frá frændum
vorum Svíum.
Nótt í New York Night in the
City ★★ Þótt leiðinlegt sé að
segja það þá fellur þessi
mynd á leik sjálfs Roberts De
Niro.
Chaplin ★★ Myndin sem
fékk menn til að spyrja sig
hvort Chaplin hefði í raun
verið nokkuð fyndinn.
Tommi og Jenni ★★★
Krökkunum þykir hún fyndin.
Prinsessan og durtarnir
★★★ Ævintýri.
SAMBÍÓIN
Stuttur frakki ★★★ Lofum
guð fyrir að það er komin ný
kynslóð til að leysa þá frá '68
af hólmi. Stuttur frakki er í
ætt við Sódómu og Veggfóð-
ur. Langt frá þvl fullkomin en
það er eitthvað svo undar-
lega þægilegt að vera laus
við sjálfbirgingsháttinn sem
hefur einkennt íslenskt bíó
hingað til. Maður nær andan-
um í bíó.
Konuilmur Scentofa Woman
★★★ Leikur Als Pacino og
Chris O'Donnel er næg
ástæða til að sjá myndina.
Háttvirtur þingmaður The
Distinguished Gentleman ★
Murphy á ágæta spretti en
alltof fáa til að halda uppi
þessari gleðilausu mynd.
Hinir vægðarlausu Unforgi-
ven ★★★★ Frábær mynd
um áhrif ofbeldis á ofbeldis-
manninn.
★*** IRsffllsÉffi
mnk Lás
★
Ljótur leikur The Crying
Game -k-kirk Kemur jafnvel
útlifuðum bíófríkum á óvart
og fær þau til að gleyma sér.
Elskan, ég stækkaði barnið
Honey, I Blew Up The Kid ★★
Óhæf nema öll fjölskyldan
fari saman í bíó. Gamanmynd
fyrir börnin. Hryllingsmynd
fyrirforeldrana.
Olía Lorenzos Lorenzo's Oil
★★★ Vel sögð saga foreldra
sem leita þar til þau finna
lækningu við banvænum
sjúkdómi sonarsíns.
Lífvörðurinn The Bodyguard
★ Mislukkuð mynd með
myndarlegum leikurum.
Aleinn heima 2 - Týndur í
New York HomeAlone2-
Lostin New York ★★★★
Mynd ársins fyrir aðdáendur
dett'-á- rassinn-húmors.
Bambi ★★★★ Þó ekki væri
nema vegna sagnfræðilegra
ástæðna er skylda að sjá
Bamba reglulega.
Fríða og dýrið The Beauty
and the Beast ★★★★ Snilld-
arverk.
3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi
vandræðaunglinga.
STJORNUBIO
Hetja Accidental Hero ★★★
Þrátt fýrir yfirþyrmandi leið-
indi persónunnartekst Dust-
in Hoffman ekki að eyði-
leggja söguna með ofleik
eins og honum hættir til.
Galdur myndarinnar liggur í
handritinu og frásagnargleði
leikstjórans.
Bragðarefir Mo'Money ★
Myndin er hröð og skemmti-
leg þegar við sjáum heiminn
með augum Damons Wayans
en leysist síðan upp.
Drakúla Bram Stoker's Drac-
ula ★ Góð mynd fyrir áhuga-
menn um förðun en sagan
sjálf er nánast óbærilega leið-
inleg.
Heiðursmenn A Few Good
Men ★★★ Gott réttardrama
með stólpagóðum leik.
Sálin
hætt!
Það er sama hvað hver segir;
vinsælasta hljómsveit landsins
til margra ára, Sálin hans Jóns
míns, er hætt. Síðasta ball sveit-
arinnar var á annan í páskum í
Njálsbúð í Vestur-Landeyjum.
Slegið var upp heilmikilli
drykkjuveislu þar sem gamlir
meðlimir sveitarinnar mættu og
tóku í hljóðfæri og aðdáendur
fóru yfir um af gleði og sorg.
Stefán og Friðrik geta nú snú-
ið sér að vinnslu Pláhnetuplöt-
unnar „Speis“, Guðmundur að
Pelican og Birgir að trommu-
störfúm með Silfurtónum.
Stefán tók ekki fyrir að Sálin
kæmi saman aftur — einhvern
tímann og þá ekki endilega í
þessari síðustu mynd. Ástæðan
yrði þó ekki peningaleysi —
Sálin kemur ekki saman aftur
jafnvel þótt öll verkefiii-sumars-
ins floppi algjörlega hjá með-
limum sveitarinnar. „Þetta er
ekkert undirbúið peningaplott,"
fullyrti Stefán, sem hefur mörg
járn í eldinum fyrir utan Plá-
hnetuplötu og sveitaballarúnt í
sumar, þ.á m. sólóplötu sem
hann er byrjaður að hugsa um
og stefnir á að koma út fyrir jól-
in.
Það má því búast við að Stef-
án og Friðrik og Guðmundur
með gömlu mönnunum rekist
nokkuð á í sumar á vegum
landsins og eins gæti Birgir
trommari valdið nokkrum usla
ef honum tekst að markaðs-
setja Silfurtónana almennilega
og bóka þá á böllin. Fyrir utan
fyrrum Sálar-menn verða svo
líkast til allt að tuttugu hljóm-
sveitir vafrandi á rykugum
vegum landsins leitandi að
samkomuhúsum. Það
kemur þvf fljótt í
ljós fyrir Sálar-
menn hvort
gamla máltæk-
ið „Sameinaðir
stöndum við,
sundraðir föll-
um við“ reyn-
ist rétt.
stefán
HlLMARSSON
Síðasta
sveitaballið
búið og Plá-
hnetuplatan
„Speis" fram-
undan.
Ur karaoke
í kúlurokk
Spjallað við Yucatan, sigurvegara Músíktilrauna
Þeir nefna sig eftir skaga í -
Mexíkó og unnu Músíktilraunir
Tónabæjar í ár. Yucatan er ung
hljómsveit úr Breiðholti og Ár-
bæ. Trommarinn Óli Björn,
sem kallar sig Óbó, er fimmtán
ára en tekur flesta trommara
landsins í nefið með frábærri
leikni. Birkir Björnsson er
sautján og spilar á bassa og
Reynir Baldursson er átján og
syngur og spilar á gítar. Sveitin
var bæði áberandi þéttust á Til-
raununum og spilaði einnig
áberandi karaktermestu tónlist-
ina — þungt nýrokk sem þó er
fullt af olnbogarými fyrir skap-
andi tilraunir.
„Sigurinn verður vonandi til
þess að við komum sterkir inn í
bransann," segja strákarnir.
Þeir ætla að reyna að spila mik-
ið í sumar.
Segið mérsögu Yucatan.
„Við hétum upphaflega Ví-
dalíns-postular og vorum eins
konar lifandi karaoke-box.
Þetta var fyrir svona tveimur ár-
um. Við spiluðum Clapton-lög
og fengum að spila á balli í
FellaheUi en öryggið var tekið af
eftir tíu mínútur. Svo fengum
við vitrun; Reynir fór að syngja
og við þróuðumst í „bubble"-
rokksveit. Við erum stoltir af að
vera eina starfandi „bubble“-
rokksveitin á landinu í dag.“
„Bubble“-hvað? „Bubble“
eins og í tyggjókúlurokki?
„Nei, „Bubble“ eins og í
„kúlu“ — „kúlurokk“.“
Jœja, allt í lagi. Segið mér,
POPP
Merkikerti oggleðirokk
DEPECHE MODE
SONGS OF FAITH AND DEVOTION
★★
SPIN DOCTORS
POCKET FULL OF KRYPTONITE
★★★
GUNNAR
HJÁLMARSSON
Depeche Mode eru með
elstu og stærstu hljómsveitun-
um í dag. Þeir hafa farið í gegn-
um ýmis skeið og þá oftast elt
tíðarandann, ekki skapað hann
nema að hluta til í byrjun þegar
hljómsveitin var brautryðjandi
í enska smápíutölvupoppinu
sem leiddi af sér nýrómantík-
ina. Fyrri afurðir hafa elst illa.
Og þótt nýja platan, sú tíunda,
sé á yfirborðinu nýtískuleg og
sýnist vitræn og „þung“ eru
lögin þó flest gerð úr utanað-
komandi frauðplasti.
Það vantar ekki að íburður-
inn er gríðarlegur, platan tekin
upp í helstu stórborgum Evr-
ópu, unnin á tæplega ári og ég
veit ekki hvað og hvað. Það
sem stendur þó eftir er að lögin
kikna oftast undan hleðslunni.
Inn við beinið eru þau í besta
falli ágæt dægurlög en er ætlað
að vera eitthvað allt annað og
merkilegra. Svona gömul og
stór bönd viðurkenna nefnilega
aldrei að þau séu „bara“ dæg-
urlagahljómsveitir. Líkt og U2
rembist Depeche Mode við að
halda gáfumannastimplinum á
lofti og hamra honum á allt
sem hún gerir.
Depeche Mode heldur sínu
striki hér, enda þótt strikið sé
að megninu til stolið. Aðeins
útlit söngvarans og smáskífu-
lagið „I feel you“ koma upp um
drengina; þeir hafa hnuplað
smávegis frá Seattle-rokkinu. í
laginu „I feel you“ eru hráir gít-
arar notaðir til að dulbúa frekar
þunna lagasmíð. Lagið stingur í
stúf við annað efni plötunnar
— hin lögin eru öll hæg, hátíð-
leg og í mikilfenglegum bún-
ingi; merkikertarokk í topp-
klassa.
Því verður ekki neitað að
vinnslan nálgast tæknilega full-
komnun og mörg lög luma á
góðum melódíum, ef maður
nennir að grafa sig í gegnum
hástemmdan hjúpinn. „One
Caress" og „Condemnation“
eru t.d. snotrar ballöður og í
„Rush“ eru drengimir á heima-
slóðum rafeindapoppsins.
Depeche Mode ætti með þess-
ari plötu að tryggja enn stöðu
sína í efstu þrepum poppgogg-
unarraðarinnar, því platan er
nógu yfirborðskennd til að
áhangendurnir fyllist gleði og
telji hér enn eitt meistaraverkið
komið.
Leiðin á popptoppinn hefur
verið hlykkjótt hjá New York-
sveitinni Spin Doctors. Fyrsta
breiðskífa sveitarinnar, sú sem
hér er til umfjöllunar, kom út
1991 og seldist í 60.000 eintök-
um, aðallega til harðra aðdá-
enda sem sveitin hafði aflað sér
með endalausum tónleika-
ferðalögum. Það leit út fýrir að
ekkert meira yrði úr sveitinni
en þá fór lagið „Little miss can’t
be wrong“ að heyrast æ offar á
útvarpsstöðvum og varð síðan
eitt vinsælasta lagið á MTV.
Hljómsveitin fór að spila fyrir
stærri og stærri áhorfendaskara
og þegar peningaveskin hjá Ep-
ic-samsteypunni áttuðu sig á
vinsældunum og settu fúlgur í
auglýsingar komust Spin Doc-
tors ffarnan á Rolling Stone og í
dag hefur platan náð tveggja
milljóna eintaka sölu og rýkur
enn út.
Það heyrist á plötunni að
meðlimirnir hafa lifað í rútu
síðustu árin og spilað uppá
næstum hvert einasta kvöld.
Lögin eru mjög þétt og djamm-
fílingur í þeim. Tónlistin er
„Það heyrist á
meðlimum Spin Doctors aðþeir hafa lif-
að í rútu síðustu árin ogspilað upp á
nœstum því hvert einasta kvöld. “
pöbbakennt gleðirokk sem
sækir jafnt í nýmóðins pönk-
fönk, riþmablús og hipparokk
— fi'nasta gleði- og partípopp.
Þegar hafa „Little miss can’t be
wrong“ og „Two Princes“ gert
það gott, en fleiri lög hafa alla
burði til að síast inn í útvarps-
hlustendur. Þótt auðveldlega
megi hafa gaman af sveitinni
eru hér engir poppsnillingar á
ferð, engin ffumlegheit né sér-
staklega ferski^ straumar. Þeir
spila tónlist sem í fáu er frá-
brugðin ríkjandi úrvali, en létt-
leikinn og fundvísi á grípandi
melódíur hafa helst komið
þeim á kortið hjá fjöldanum.
hverju má búast við afykkur og
afhverju fóruð þið að spila?
„Við vorum aldrei neitt góðir
í fótbolta, — aldrei valdir í lið
og svona. Við rottuðum okkur
eiginlega saman út af því. Fram-
tíðin? Ja, við stefhum auðvitað á
spjöld sögunnar — deyjum
annaðhvort úr ofneyslu eitur-
lyfja 27 ára eða verðum gamlir
og gefum út styrktarplötu fyrir
eitthvert gott málefni."
Kom ykkur á óvart að þið
skylduð vinna Músíktilraunir?
„Já, það kom nú frekar á
óvart. Við áttum von á að kom-
ast í úrslit en ekki vinna. Ætli
þolið og snerpan hafi ekki verið
það sem þurfti á lokasprettin-
um, — við notuðum ekki
stera.“
Hvernig leist ykkur á hin
böndin?
„Við heyrðum í þeim velflest-
um og þau voru bara nokkuð
fi'n. Annars hefur maður minni
yfirsýn yfir þetta þegar maður
er sjálfur í eldlínunni og verður
heldur aldrei alveg hlutlaus.“
Af hverju eru svona fáar
stelpur í rokkhljómsveitum?
„Stelpur eru alltaf að gera
eitthvað annað; eru í ballett,
fimleikum eða í fyrirsætubrans-
anum eða eitthvað. Þær hafa
heldur ekki þann styrk sem þarf
til að standast þrýstinginn í
bransanum.“
Er íslenski markaðurinn
nógu stórjyrirykkur?
„Nei, metnaður okkar er
meiri. Við stefnum t.d. að því
núna að ná yfirráðum á norska
markaðinum. Stefnum á Hol-
menkollenrokk í sumar, en það
er vissara að tala sem minnst
um það.“
Einmitt það. Þá er bara að
vona að Yucatan geri eitthvað
sniðugt við hljóðverstímana
sem þeir unnu með sigrinum.
Það er stutt í að sveitin eigi efni
á heila plötu, en þangað til verð-
ur lagið um fjöldamorðingja-
hippann Manson á „Núll“-disk-
unum svokölluðu, sem koma út
í sumar, að duga.
Yucatan-drengir eru ágætt
dæmi um nýja kynslóð nýrokk-
ara. Þeir hafa alla burði til að
láta að sér kveða — ef þeim
endist ákefðin og tilbreytingar-
leysi hins smáa rokkmarkaðar
hér dregur ekki úr þeim allan
kjark.
Gunnar Hjálmarsson