Pressan - 15.04.1993, Blaðsíða 20
20
PR£SSAN
A R FELAGSSKYTSINS
Fimmtudagurinn 15. apríl 1993
Tekst Eric Cantona hið ómögulega að
taka titilinn með sértil Manchester?
Leikmaðurinn
sem þolir ekki
að vera í liði
Menn verða gjarnan skáld-
mæltir þegar Eric Cantona ber
á góma. Svo mjög að þessum 26
ára knattspyrnumanni er oítar
líkt við listamenn og lífskúnstn-
jira en venjulega íþróttamenn.
Eigi að síður er hlutskipti hans
nú að standa undir væntingum
„svekktasta“ aðdáendahóps í
heimi íþróttanna; nefnilega að-
dáenda rauðu djöflanna frá
Manchester. (Það er helst að
finna megi samjöfnuð meðai
KR-inga hér heima á Fróni, en
það er önnur saga.)
Cantona er af mörgum talinn
hafa það sem til þarf að bera til
að landa titlinum hjá United —
að standa hæfilega mikið á
sama. Vandinn er sá að þeir
United-menn fara á taugum
þegar titillinn er í sjónmáli og
Wdptir þá engu þótt forskot
þeirra sé mikið. Á því gæti orðið
breyting nú, þökk sé Cantona
og að sjálfsögðu mjög hæfileika-
rflku liði.
Cantona hrökklaðist yfir til
Englands fyrir rúmu ári eftir að
hafa tilkynnt að hann væri hætt-
ur að leika knattspyrnu. Hann
er þekktur fyrir uppákomur
innan og utan vallar. Árið 1988
var Cantona rekinn úr franska
landsliðinu eftir að hann líkti
landsliðsþjálfaranum Henri
Michels við poka af hrossaskít!
Má vera að honum hafi dottið
þessi samlíking í hug eftir gegn-
ingar, en Cantona á arabískan
gæðing. Hjá Montpellier og
Auxerre stóð hann fyrir slags-
málum í búningsklefunum við
liðsfélaga sína. Hjá Marseille-
liðinu var hann sektaður fyrir
að fara úr treyju sinni í miðjum
leik.
Hjá Nimes sauð að lokum
upp úr þegar hann henti boltan-
um í dómarann. Cantona var
leiddur fyrir aganefnd sem
dæmdi hann í leikbann. Þegar
Cantona gekk í burtu frá dóm-
araborðinu heyrðist hann
tuldra; hálfvitar. Meðlimir aga-
nefndarinnar heyrðu þetta og
kölluðu Cantona aftur að borð-
inu og báðu hann að endurtaka
það sem hann tuldraði. Það
hefðu þeir ekki átt að gera: Can-
tona gekk að hverjum fyrir sig
og sagði hátt og skýrt; hálfviti.
Bannið var tvöfaldað og Can-
tona sagðist vera hættur að leika
knattspyrnu um leið og hann
opinberaði þá skoðun sína að
frönsk knattspyrna væri full af
„lygurum og svindlurum".
Platini telur hann
einn afsex bestu
Cantona er hins vegar talinn
einn af hæfileikaríkustu knatt-
spyrnumönnum heims og
margir urðu til að reyna að fá
hann til sín. Michel Platini
segir hann einn af sex bestu
ieikmönnum Evrópu og Pele og
George Best hafa látið eitthvað
svipað frá sér fara. Trevor
Francis hjá Sheffield Wednes-
day fékk Cantona yfir til Eng-
lands en náði ekki að tjónka við
hann. Howard Wilkinson hjá
Leeds greip hins vegar tækifær-
ið og tókst hið ómögulega; að
laga Cantona að liðinu og jafn-
vel fá hann til að sætta sig við að
vera ekki alltaf í byrjunarliðinu.
Afraksturinn var Englands-
meistaratitillinn og Cantona
varð dýrlingur í Yorkshire. Það
var reyndar skrautlegt sam-
band, því Cantona, sem málar
og yrkir ljóð í frístundum (sic!),
er ekki beinlínis líklegasti sálu-
félagi enskra knattspyrnubulla
sem ávallt hafa staðið föstum
fótum í fátæktinni á Mið-Eng-
landi. Ólík áhugasvið geta
reyndar haft spaugilegar hliðar,
eins og þegar Cantona lét hafa
eftir sér í viðtali í leikskrá Leeds-
liðsins að hann væri aðdáandi
Rimbaud og fékk sendar heim
þúsundir mynda af Rambó frá
auðmjúkum Leeds-aðdáend-
um!
En Wilkinson náði ekki að
halda Cantona og þá kom Alex
Ferguson hjá United til skjal-
anna. Honum hefur tekist að
nýta sér Cantona þrátt fyrir alla
hans galla. Skiptir litlu þó að
Cantona sé að eðlisfari stjórn-
leysingi sem á erfitt með að að-
lagast liði — leikur United-liðs-
ins tekur stakkaskiptum þegar
hann er inná. Má vera að það
dugi til að aflétta álögunum.
fiUÐNI „OKKAR" BERGSSON
MEÐ LÆGSTU EINKUNN...
[Eins og flestum knattspyrnu-
' mönnum er kunnugt lék Guðni
Bergsson síðustu tíu mínúturnar
gegn Arsenal á Wembley-leikvanginum
þarsíðasta laugardag. Bresku blöðin
r^'lgdust vel með leiknum og í Daily Star
var öllum leikmönnum gefin einkunn
fyrir hann. Einkunnaskalinn var frá 5
upp í 10 og fékk Ian Wright, leikmaður quðn| Bergsson
Arsenal, 9, en lægstu e.nkunnina hlaut Fékk, tu einkunn hjá
Carter, sem einmg leikur með ArsenaL b!aða Jnni Dai|y Star.J
Guðm var lægstur í liði Tottenham með ’
6, og um hann sagði blaðamaðurinn: „Islendingurinn er vanur því
vera hafður úti í kuldanum og hann er næstum því alltaf á vara-
mannabekknum.“ Þess má til gamans geta að samkvæmt heimild-
um PRESSUNNAR eru laun fyrstudeildarleikmanna á Englandi
sjaldan undir 600 þúsund krónum á mánuði, þannig að þrátt fyrir
að Guðni fái lítið að leika hefur hann það ekki svo slæmt strákurinn!
MIKAEL TONAR Á LEIÐ í STJÖRNUNA?
• Eins og flestum er kunnugt féll lið HK í Kópavogi í aðra
i deild nú á dögunum. Meðal leikmanna þess er Tékkinn
Mikael Tonar en hann er á förum frá félaginu. Nokkur lið
hafa falast eftir honum, þar á meðal þýsk og svissnesk úrvalsdeild-
arfélög. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum PRESSUNNAR hefur
Stjarnan í Garðabæ einnig sýnt Tonar, sem er aðeins 23 ára, mikinn
áhuga, en hann mundi tvímælalaust styrkja liðið verulega. Tonar,
sem var í hópi markahæstu manna fyrstu deildar, er tékkneskur
landsliðsmaður. I landsliðinu leikur hann sem hægri hornamaður
en með HK hefur hann leikið fyrir utan. Ekki er gott að sjá hvern
honum er ætlað að leysa af hólmi hjá Stjörnunni„en hægri horna-
*Tnaður liðsins er Haf-
steinn Bragason og fyrir
utan hægra megin leikur
Magnús Sigurðsson. Báð-
ir þykja þeir færir leik-
menn. Þá er ljóst að HK
mun ekki láta Tonar frá
sér fyrir minna en tvær
*fnilljónir króna, sem er
svipað verð og það
greiddi fyrir hann á sín-
um tíma. Samkvæmt
heimildum blaðsins mun
bæjarstjórn Garðabæjar
hafa boðist til að greiða
upp samninginn við HK,
en það yrði þá Stjörnunn-
ar að halda kappanum
uppl' MikaelTonar
f leik með tékkneska landsliðinu.
Úrslitakeppnin íhandknattleik
VALSMENN SIGURSTRANGLEGASTIR
SELFYSSINGAR AD MISSA DAMPINN
Framundan erhá-
punktur handknatt-
leikstímabilsins, sjálf
úrslitakeppnin. Erfitt
er að gera upp á milli
liðanna og því fékk
PRESSAN nokkra sér-
fræðinga til að spá í
leiki átta liða árslit-
anna.
Atli Hilmarsson
Valur - ÍBV „Valur er með
sterkasta liðið í dag og ég held
að þeir taki Vestmanneyingana
í tveimur leikjum. Þeir búa yfir
mikilli breidd; valinn maður í
hverri stöðu og menn á bekkn-
um til að taka við af þeim.“
FH - Víkingur „FH-liðið er
sterkara á flestum sviðum og
Víkingsliðið hefur ekki leikið
vel að undanförnu. Það hefur
örugglega sitt að segja að þjálf-
ari Víkings var lengi í burtu frá
liðinu á heimsmeistaramótinu.
FH sigrar Víkingana í tveimur
leikjum."
Stjaman - ÍR „Ég held að liðin
þurfi að leika þrjá leiki og ég er
ekki frá því að IR-ingar sigri í
þessari viðureign. Mér frnnst
muna miklu að Patrekur leikur
ekki með í fyrsta leiknum fyrir
Stjörnuna og næsti leikur er í
Seljaskóla og þar hafa öll lið lent
í vandræðum.“
Haukar - Selfoss „Þarna verða
Atli Hilmarsson
ótrúlegir leikir. Ég held að liðin
leiki þrjá leiki og það verður
heimavöllurinn sem gerir gæfu-
muninn. Selfossliðið er ekki
eins gott og það var í fyrra, þó
svo að þar séu sömu menn á
ferð. Haukar eru hins vegar
mun sterkari nú en í fyrra og
þeir munu komast áfram.“
Björgvin Björgvinss.
Valur - ÍBV „Mér virðist Vals-
menn vera með langsterkasta
liðið í dag. Vestmanneyingar
geta væntanlega staðið í þeim
úti í Eyjum, en það yrði þá að-
eins aukaleikur. Valsmenn, sem
búa yfir mikilli breidd, munu
komast áfram.
FH - Víkingur „Ég heid að
þetta verði tiltölulega létt fyrir
FH-liðið. Munurinn á þessum
liðum er fyrst og fremst sá að
Víkingarnir hafa of fáa sterka
’leikmenn og FH-ingarnir hafa
titil að verja. Því verður þetta
erfitt fyrir Víkinga.“
Stjarnan - ÍR „Undir eðlileg-
um kringumstæðum ætti
Stjarnan að taka ÍR-inga, en nú
er þetta mjög tvísýnt. Stjörnu-
menn hafa verið mjög daprir að
Björgvin Björgvinsson
unanförnu en ÍR-ingar vaxið
geysilega. Markvörður ÍR,
Brynjar Kvaran, er gamalreynd-
ur Stjörnumaður og gjörþekkir
innviði Stjörnunnar. Þá má ekki
gleyma því að IR er mikið bar-
áttulið. Þrátt fyrir það held ég að
Stjörnumenn komist áfram, í
þriðja leik.“
Haukar - Selfoss „Haukarnir
hafa verið mjög góðir síðustu
leiki, en Selfyssingar daprir
lengst af. Þeir hafa þó verið að
lifna við í síðustu leikjum og ég
held því að Selfyssingar nái að
sigra þá tvö-eitt og komast þar
með í undanúrslit.“
Hans Guðmundsson
Valur - ÍBV „Ég held að það sé
öruggt að Valsmenn komist
áfram og að þeir sigri 2-0.
Styrkur Valsaranna er mark-
varslan og hraðaupphlaupin.
Síðan er spurningin með ungu
strákana hvernig þeir standa
sig. Valsmenn hafa sýnt í vetur
að þeir eru grimmir og þá þyrst-
ir í titia.“
FH - Víkingur „Víkingsliðið
er að skríða saman aftur en
samt held ég að FH sigri þá í
HansGuðmundsson
tveimur leikjum. Munurinn á
liðunum er fyrst og fremst fal-
inn í markvörslu og varnarleik,
sem er betri hjá FH, en bæði lið
eru áþekk sóknarlega."
Stjarnan - ÍR „Stjarnan mun
sigra ÍR í þremur leikjum. Það
kærni mér ekki á óvart þótt ÍR-
ingar sigruðu í fyrsta leiknum,
en Stjarnan sigrar svo næstu
tvo. Stjörnumenn eru svolítið
sleipir í að sigra leiki þar sem
mikið liggur við, þrátt fyrir að
þeir hafi steinlegið á móti Val
um daginn.“
Haukar - Selfoss „Haukarnir
komast áfram, þeir hafa leikið
geysivel í vetur og að mínu viti
eru þeir spútnikkliðið í vetur.
Ég held að liðin sigri heimaleiki
sína og því fari þetta tvö eitt fyr-
ir Hauka. Styrkur Hauka er liðs-
heildin og mikil barátta. Það er
hvergi veikur hlekkur hjá þeim
og þeir hafa sýnt virkilega góð-
an bolta í vetur.“
Alfreð Gíslason
Valur - ÍBV „Valur er án efa
með sterkasta liðið í dag, en
Eyjamenn hafa Sigmar Þröst
Óskarsson markvörð og ef hann
Alfreð Gíslason
kemst í stuð gætu Valsmenn
lent í vandræðum."
FH - Víkingur „FH-ingar hafa
verið í vandræðum vegna
meiðsla leikmanna og því ekki
náð að sýna sitt rétta andlit. Þeir
eru með mun sterkara lið en
Víkingur og ég hef þvf meiri trú
á að FH fari áfram en Víkingar.“
Stjarnan - ÍR„Nú kemur það
sér mjög illa fyrir Stjörnuna að
hafa Patrek í banni og það er
gífurleg pressa á Stjörnunni að
sigra heimaleikinn. Ef ÍR-ingar
ná að sigra fyrsta leikinn þá
klára þeir heimaleikinn sinn. Ég
held að Stjarnan verði slegin út
á móti ÍR.“
Haukar - Selfoss „Selfyssingar
hafa ekki sýnt það sem þeir
gerðu í fyrra. Mér sýnist að þar
séu einhver vandræði í gangi.
Haukarnir eru með jafnan og
góðan mannskap og hafa sýnt
jafna og góða leiki, sérstaklega
síðari hluta mótsins. Ég held að
Haukarnir klári þetta nokkuð
örugglega og ég held reyndar að
Haukarnir séu það lið sem getur
komið mest á óvart í úrslita-
keppninni.“