Pressan - 15.04.1993, Page 23
Fimmtudagurinn 15. apríl 1993 15. tbl. 4. árg.
HAFA SKAL
PRESSANi
SEM BETUR HLJOMAR
230 krónur
í lausasölu
(Wikuritið
PRESSAIV fylgir
án endurgjaldsJ
Kjötkaupmaður á Akureyri
LÍFGAÐIVID KINDA-
SKROKK SEM HAFÐI
LEGIÐ í FRYSTI í 3 ÁR
„Ég hefverið að dunda mér við tilraunir í nokkur ár og virðist
hafa dottið niður á réttu lausnina," segir Ingvar Friðriksson
kjötkaupmaður.
Akureyri, 15. apríl.___________
Kjötkaupmanninum Ingvarí
Friðrikssyni tókst í fyrri viku að
lífga við kindaskrokk sem legið
hafði í frysti í þrjú ár.
„Þetta byrjaði sem fikt hjá mér,“
segir Ingvar. „Ég hef haft áhyggjur af
því hvað iambakjötið tapar miklum
bragðgæðum við geymslu í frosti og
ákvað að reyna að gera eitthvað í því.
Þegar skrokkurinn jarmaði hélt ég að
ég hefði gengið of langt. Kjötið var
orðið ferskara en ég ætlaðist til. En
svo sá ég að með þessu móti má
geyma kjötið ótrúlega lengi í frysti;
vekja það síðan upp, slátra því að nýju
og borða það eins og það væri af ný-
slátruðu.“
„Stefna okkar hefur alltaf verið sú
að fara varlega í allar nýjungar," segir
Haukur Halldórsson, formaður Stétt-
arsambands bænda, aðspurður um
hvort samtökin hygðust nýta sér
þessa uppgötvun Ingvars. „Mér dettur
til dæmis í hug að það sé alls ekki gott
ef allt það kindakjöt sem við eigum í
geymslum færi aftur á stjá. Ég held
það mundi heyrast hljóð úr horni
landverndarmanna ef það færi aftur
að bíta gras.“
ingvar segist vonast til að uppgötvun
sín leiði til aukinnar sölu á lamba-
kjöti. „Með þessu má halda vörunni
ótrúlega ferskri," segir Ingvar.
Starfsmenn útvarpsins hafa áttað sig á að eina leiðin til að halda fólinu
í útvarpsstjóranum niðri er að draga íslenska fánann að húni.
Neyðarástand á Ríkisútvarpinu
„ÞETTA VAR FÓLIÐ,
ÞETTA VAR FÓLIГ
- segir Una Friðriksen starfsstúlka, sem varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu að mæta Heimi Steinssyni á göngum út-
varpsins þegar fólið íhonum braust fram. „Ég sá hvernig guð-
leg ásjóna hans breyttist í dímon," segir Una.
Kraftaverk
ÚTIDYRNAR
HJA SAM-
ÚTGAFUNNI
OPNUÐUST
Þrátt fyrír að Snorrí
Óskarsson, forstöðu-
maður Betel- safnað-
arins, hefði lokað fyr-
irtækinu í Jesú-nafni.
Revkiavík. 15. april,
„Ég get ekki skýrt þetta með
mannlegum rökum. Hér er eitt-
hvað yfirnáttúrulegt á seyði,“
segir Þórarinn Jón Magnússon,
ritstjóri Samúels, en hann gekk
beint inn á kontór sinn í morg-
un þrátt fyrir að Snorri Óskars-
son, forstöðumaður Betel-safn-
aðarins, hefði lokað fyrirtækinu
í Jesú-nafni í útvarpinu á skír-
dag.
Þórarinn segist aldrei hefði tní-
að því að sér tækist að opna fyrir-
tækið eftir að Snorri lokaði því —
að minnsta kosti ekki án erfiðis-
muna.
„Ég heflent í því að skattstjórinn
hefur lokað hjá mér og þá hef ég
ekki komist inn fyrr en efiir dúk og
disk og allskyns vesen. Nú stakk ég
lyklinum bara í skrána og gekk inn.
Eg get ekki kallað þetta annað en
kraftaverk,“ segir Þórarinn Jón.
Snorri Óskarsson vildi ekki tjá
sig um málið í samtali við GULU
PRESSUNA, en benti þó á að ekki
mætti rekja öll tákn til himna.
Umræðuþættir Ríkissjónvarpsins
um Ríkissjónvarpið vekja athygli
GULA PRESSAN OPNAR
STARFSMANNAFUNDINA
Reykjavík, 15. apríl.
„Mér hefur fundist þessir fundir
starfsmanna Ríkissjónvarpsins í
beinni útsendingu afskaplega hlý-
legt dagskrárefni og sé ekkert að
því þótt við á GP tökum þetta upp
eftir sjónvarpinu,“ segir Hlín
Kjartansdóttir, formaður starfs-
mannafélags GULU PRESSUNN-
AR. Hún verður aðalgesturinn á
fyrsta opna starfsmannafúndi GP,
en nákvæm skáning hans mun
birtast í næsta blaði.
„Það má búast við fjörugum
fundi,“ segir Hlín. „Við ætlum að
ræða um mötuneytið, en það málefhi
hleypir alltaf fjöri í umræðurnar. Síð-
an verður rætt um árshátíðina og
matseðilinn á henni. Auk þess verður
imprað á ýmsum umgengnismálum,
svo sem reykingum á vinnustað, um-
gengni um kaffistofu og fleiru
skemmtilegu. Til að fá meiri vídd í
umræðuna munum við bjóða utanað-
komandi gestum að sitja með okkur.“
Eins og áður sagði verður skýrsla af
þessum fyrsta opna starfsmananfúndi
GULU PRESSUNNAR birt í næsta
blaði.
Reykjavík, 15. apríl.________
Mikill ótti greip um sig meðal
starfsfólks í útvarpshúsinu við
Efstaleiti í gær, þegar fólið í út-
varpsstjóranum braust fram enn á
ný. Ung starfsstúlka, Una Friðrik-
sen, átti leið um einn ganga húss-
ins þegar hún mætti útvarpsstjór-
anum um leið og fólið braust
fram. Unu tókst að bjarga sér á
hlaupum og fólið varð ekki hamið
fýrr en Brodda Broddasyni frétta-
manrn tókst að draga íslenska fán-
annaðhúnL
„Það mátti ekki tæpara standa,“
segir Broddi. „Fólið var að því komið
Herbert Daníelsson skipstjóri er
óánægður með þjónustufulltrúann
TEK í HNAKKA-
DRAMBIÐ Á
HONUM ÞEGAR
EG KEM í LAND
- segir Herbert, sem segist hafa treyst þjón-
ustufulltrúanum sínum ííslandsbanka og
meira að segja auglýst hann í sjónvarpinu.
að hreppa Unu en lyppaðist niður
þegar fáninn var kominn upp. Þá birt-
ist aftur hin rétta ásjóna Heimis.“
Starfsmenn Ríkisútvarpsins urðu
varir við þetta fól nokkru áður en
Heimir varaði Hrafn Gunnlaugsson
við því í bréfi. Því hefur brugðið fyrir
annað slagið á göngum útvarpsins. f
fyrstu forðaðist það starfsfólkið en
undanfarið hefur það gerst árásar-
gjarnara.
„Mér finnst eins og fólið hafi tvíeflst
eftir að Hrafti var ráðinn aftur,“ segir
Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri
Rásar 2. „Áður átti það til að hnupla
sandköku úr mötuneytinu en gerði
engum mein. Nú veður það um gang-
anaívígahug.“
Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefúr átt-
að sig á að eina leiðin til að hemja fól-
ið er að flagga íslenska fánanum á
flaggstönginni fyrir utan útvarpshús-
ið.
„Við tókum eftir því að fólið birtist
aldrei á föstudögum þegar útvarpsráð
fúndar og flaggað er,“ segir Kári Jón-
asson fréttastjóri.
Herbert segist ekki geta beðið þess að koma í land og taka í lurginn á andskot-
ans þjónustufulltrúanum.
Hlín Kjartansdóttir segir eðlilegt að
fleiri fjölmiðlar fylgi í kjölfar Ríkis-
sjónvarpsins og GULUPRESSUNNAR
og opni starfsmannafundi sína.
Vestfjarðamiðum, 15. apríl.____________
„Ég hefði átt að sætta mig við
vextina eina,“ segir Herbert Daní-
elsson skipstjóri, en hann er einn
þeirra sem urðu illa úti vegna
gripdeildar þjónustufulltrúans í
Islandsbanka. Tilfelli Herberts er
einkar bagalegt þar sem hann
hafði tekið þátt í auglýsingum um
ágæti fulltrúans.
„Auðvitað er ég reiður,“ segir Her-
bert. „Ég er svo reiður áð ég lamdi til
eins hásetans áðan. Ég verð því í góðri
æfingu þegar ég hef uppi á fúlltrúan-
((