Pressan - 06.05.1993, Side 6
PRESSAN
F R ETT I R
Fimmtudagurinn 6. maí 7 993
MENN
. zTYtoa /fr
'WWveíTV,
físT&rfzi-fc Xj'tSÍHDH'ZTfy, j
•^Si, V'rQlrYsjnpfaX
AritWvyiSAnii/wtiTí, '
Hannes Hólmsteinn Gissurarson ríkisstarfsmaður
Orðintt að manni
Þessu hef ég beðið eftir lengi.
Hann Hannes Hólmsteinn er
orðinn að manni. Jú, jú, ég veit
að hann er löngu kominn af
unglingsárunum og ríflega það,
enda ekki það sem ég meina.
Hann er orðinn að manni í allt
öðrum skilningi.
Ég er nefnilega búinn að upp-
götva að Hannes hefur mann-
legar taugar eins og við hin. Ég
hef efast um þetta alveg frá því
ég man fyrst eftir frjálshyggj-
unni sem hann boðaði einu
sinni. Þá var hann á því að við
ættum eiginlega ekkert að vera
að borga meðulin fyrir gamlar
konur sem veiktust og höfðu
ekki haff fyrirhyggju til að leggja
fyrir á yngri árum. Nema
kannski svona prívat, ef við
værum þannig innréttuð. Sem
ég var aldrei viss um að Hannes
væri.
Ég er reyndar enn ekki viss
um að þetta hafi breytzt. Að
minnsta kosti hef ég aldrei séð
Hannes skrifa neitt í þá áttina
og hef þó varla undan að lesa
það sem hann sendir frá sér.
Þetta með mannlegu taug-
arnar kemur úr allt annarri átt.
Það rann upp fyrir mér þegar ég
frétti að Hannes leitaði nú í öll-
um afkimum skipurits Háskól-
ans í leit að sjóðum sem gætu
borgað honum fyrir að hafa
skrifað ævisögu Jóns Þorláks-
sonar. Þá skildi ég. Hannes er
eins og við hin.
Auðvitað læddist efinn að
þegar Hannes gerðist láglauna-
maður sem lektor á vegum rík-
isins. Mér fannst það stílbrjótur
gagnvart frjálshyggjunni, en
hugsaði svo með mér að líklega
mætti skýra þetta eins og ríkis-
afskiptin í Kreppunni: það sem
markaðurinn getur ekki leyst,
það tekur ríkið að sér. Ekki gekk
að maðurinn væri atvinnulaus.
Auðvitað jókst efinn enn þeg-
ar hann gerðist svo formaður
Þýðingasjóðs í ofanálag. Þýð-
ingasjóður borgar fólki fyrir að
þýða bækur sem útgefendur
vilja ekki borga því fyrir að
þýða. Ástæðan fyrir að útgef-
„En svofór hann að leita að sjóðum í Há-
skólanum ogþá skildi ég. Hannes stenst
ekki mátið þegar hann hefur tcekifœri til
að mjólka ríkiskúna aðeins. “
endur vilja ekki borga er að það
er ekki nógu margt fólk sem vill
kaupa bækurnar. Með öðrum
orðum: þær eru ekki nógu góð
markaðsvara.
Þessi formennska í Þýðinga-
sjóði var náttúrlega annar stíl-
brjótur gagnvart frjálshyggj-
unni. Auðvitað vissi Hannes
betur en allir aðrir að hann átti
ekkert að vera að spreða pen-
ingunum mínum í bækur sem
enginn vill kaupa. En ég var þó
til í að gefa Hannesi annan séns.
Þetta var jú menningin, eitt-
hvert hobbí varð maðurinn að
hafa og svo veitti honum
ábyggilega ekki af því að drýgja
tekjurnar.
En svo fór hann að leita að
sjóðum í Háskólanum og þá
skildi ég. Hannes stenst ekki
mátið þegar hann hefur tæki-
færi til að mjólka ríkiskúna að-
eins. Ég stæðist það ekki heldur
og ég veit að það væri eins með
ykkur. Það er bara mannlegt.
Peningarnir eru þarna, það er
fullkomlega löglegt að taka við
þeim og það saknar þeirra
áreiðanlega enginn.
Hannes er búinn að sanna
kenningu Jónasar Kristjánsson-
ar um að við séum öll jafnspillt;
spillingin kemur úr grasrótinni.
Þar er Hannes engin undan-
tekning. Velkominn í klúbbinn.
ÁS
Styrkveitingar úr Menningarsjóði útvarpsstöðva
EKKEKT FYLGZT MEB
HVERNIG FÉNII
ERUARW
BaldurHermannsson
Sjónvarpsþættir hans vekja athygli
fyrir fleira en efnistökin.
Þáttaröð Baldurs Her-
mannssonar hefur
orðið tilþess að beina
sjónum að styrkveit-
ingum Menningar-
sjóðs útvarpsstöðva.
Sjónvarpsþáttaröð Baldurs
Hermannssonar um Þjóð í
.hlekkjum hugarfarsins hefur
vakið athygli fyrir fleira en
óvenjuleg efnistök. Meðal þess
eru styrkir að fjárhæð 8,9 millj-
ónir laóna sem Baldur fékk frá
Menningarsjóði útvarpsstöðva,
en mörgum sem þekkja til sjón-
varps- og kvikmyndagerðar
þykir með ólíkindum að vinnsla
myndarinnar hafi kostað neitt
nálægt því sem nemur þeim
styrkjum.
Rétt er að hafa í huga að ein-
ungis hefur verið sýndur einn
þáttur af fjórum, en af honum
að dæma fullyrða kvikmynda-
og þáttagerðarmenn að vafa-
samt sé að þáttagerðin hafi
kostað neitt nálægt 8,9 milljón-
um. Bent er á að myndvinnsla
hafi verið með allra einfaldasta
móti, mikið hafi verið notað af
gömlu myndefni, Ijósmyndum
og einföldum yfirlitsmyndum af
Iandslagi, sveitabæjum og
kaupstöðum.
Þegar PRESSAN hafði sam-
band við Baldur vildi hann ekki
annað segja í stuttu samtali en
að hann hefði það fyrir reglu að
tala ekki við blaðamenn
PRESSUNNAR fremur en
blaðamenn Helgarpóstsins áður
fyrr.
Ekkert eftirlit með
notkun styrkja
Hjá Kvikmyndasjóði tíðkast
að fylgjast náið með því hvernig
styrkjafé er varið. Styrkþegar
skuldbinda sig til að skila inn
ársreikningum og dæmi eru
þess að beðið hafi verið um
bókhald vegna gerðar einstakra
mynda og handrita. Það hefur
einnig gerzt að styrkþegar hafa
skilað styrkjum sem ekki voru
nýttir í verk sem úthlutað var til.
Hjá Menningarsjóði útvarps-
stöðva virðist hins vegar ekkert
slíkt eftirlit. Sjóðstjórn fær
skýrslur frá styrkþegum um
framgang verka, en þeir eru
ekki skyldaðir til að skila
reikningum. Þess eru ekki
dæmi að krafizt hafi verið end-
anlegu uppgjöri að verki loknu,
þar sem sæist til hverra hluta
féð var notað, að sögn Davíðs
Þór Björgvinssonar, ritara
stjórnar.
Ekki náðist í Hrafn Gunn-
laugsson, sem nýhættur er
störfum sem stjórnarformaður
Menningarsjóðs, en hann er er-
lendis.
12.500 krónur á
mínútu
Auk styrkjanna frá Menning-
arsjóði útvarpsstöðva keypti
Sjónvarpið sýningarrétt að þátt-
unum fyrir fjórar milljónir
króna. Það eru 750 þúsund
krónur fyrir hvern þátt, en til
samanburðar má geta að fyrir
sýningarrétt að nýjustu mynd
Magnúsar Guðmundssonar,
I leit að Paradís, var greidd ein
milljón króna. Sú mynd er af
svipaðri lengd og hver þáttur
Baldurs. Verðið sem Sjónvarpið
greiddi samsvarar um 12.500
krónum á útsenda mínútu. Til
samanburðar kostar hver mín-
úta í fr éttatíma um það bil fimm
þúsund krónur.
Þótt 750 þúsund krónur séu
ekki óvenjuleg upphæð fyrir
klukkustundarlangan sjón-
varpsþátt er sett spurningar-
merki við hversú mikil vinna lá
í raun að baki gerð þátta Bald-
urs. Hann vildi ekki tjá sig, eins
og áður sagði, en svo aftur sé
vísað til myndar Magnúsar
Guðmundssonar, þá lágu að
baki henni ferðalög um nokkrar
heimsálfur.
Samkvæmt upplýsingum
PRESSUNNAR var gengið frá
samkomulagi við Baldur í tíð
Péturs Guðfinnssonar sem
framkvæmdastjóra Sjónvarps.
Það var þó ekki hann, heldur
Rúnar Gunnarsson aðstoðar-
framkvæmdastjóri sem skrifaði
undir samninginn. Rúnar var
hins vegar kvikmyndatöku-
maður í þáttunum og átti því
nokkurra hagsmuna að gæta,
svo hann leitaði eftir staðfest-
ingu Heimis Steinssonar áður
en samningurinn tæki gildi. Út-
varpsstjóri staðfesti samninginn
með undirskrift sinni.
Ekki hefur farið hjá því í um-
raéðu um þetta mál að velt sé
upp tengslum Baldurs við
Hrafn Gunnlaugsson, en þeir
hafa verið nánir samstarfsmenn
til margra ára. Baldur hefur
fylgt Hrafni úr og í störf hjá
Sjónvarpi (meðal annars þá fáu
daga í apríl þegar Hrafn var at-
vinnulaus). Baldur starfar nú
hjá Sjónvarpinu og gegnir með-
al annars hlutverki ritara á
reglubundnum þriðjudags-
fundum sem framkvæmda-
stjórinn stýrir. í tíð Péturs Guð-
finnssonar var það verk jafnan í
höndum aðstoðarfram-
kvæmdastjóra, Rúnars Gunn-
arssonar.___________________
Karl Th. Birgisson
ERU LAXVEIÐIBOÐ YFIRMANNA EKKIILLVERJANLEGUR LÚXUS, STEINGRÍMUR?
„Hvað með forstjórabílana og milljón króna launin?“
NAFN STEINGRÍMUR HER-
MANNSSON ALDUR64
ÁRASTARF
ÞINGMAÐUR/BANKA-
RÁÐSMAÐUR/LAXVEIÐI-
ÁHUGAMAÐUR
Starfsmenn Landsbankans og
Kristín Sigurðardóttir banka-
ráðsmaður leggja tilað dregið
verði úr eða hætt við árleg lax-
veiðiboð yfirmanna bankans.
„Ég hef vísað í menn sem
hafa þekkingu á þessu, t.d. Jón-
as Haralz, fyrrum bankastjóra
Landsbankans, sem skrifaði eitt
sinn grein þar sem hann fullyrti
að í slíkum boðum væri fólgin
mjög góð fjárfesting fýrir
Landsbankann með því að þar
skapast tengsl við ýmsa mikil-
væga viðskiptamenn erlendis.
Það er betra að sýna þeim feg-
urð Islands og bjóða upp á lax-
veiði en að bjóða þeim á ein-
hvern kvöldstað. Annars er
miklu nær að bankastjórarnir
svari til um laxveiðiboðin.“
- Telur þú ekki nokkuð erfitt
að réttlæta slíka fjárfestingu
á þessum samdráttartímum,
er ekki tortryggni um gildi
UNDIR
ÖXINNI
STEINGRÍMUR
SVARAR FYRIR
LAXVEIÐINA
siíkra ferða skiljanleg?
„Það má vel vera, en ég held
að það þyrfti þá að skoða málin
á heildarvísu. Það má draga úr
ýmsu hjá þessum stofnunum og
út af fyrir sig hef ég ekkert á
móti því að draga úr laxveiði-
boðunum. En hvað með for-
stjórabílana og milljón króna
launin á mánuði? Ætti ekki al-
veg eins að líta á slíkt? Það ætti
fremur að líta á heildarrisnu op-
inberra stofnana og reyndar
margra fyrirtækja en að einblína
á þetta tiltekna atriði.“
- Það mátti skilja á blaðafrétt
nýverið að þú litir á þetta
sem nokkurs konar launa-
uppbót. Þetta eru þá væntan-
lega hlunnindi sem gefin eru
upp til skatts?
„Ég leiðrétti þetta í útvarpi
eftir að það birtist. Þetta var að
vísu ekki innan gæsalappa og
því ekki haft eftir mér beint, en
það mátti skilja fféttina þannig
að þetta væri mitt viðhorf. En
þetta er ekki frá mér komið. Ég
ítreka að nær væri fyrir ykkur
að tala við bankastjórana, ég hef
sjálfur aðeins farið í eina slíka
ferð á vegum bankans, ég kemst
í lax við .önnur tækifæri. En í
þeirri ferð sem ég fór sannfærð-
ist ég um að hinir erlendu gestir
höfðu af henni mikla ánægju."
- Stjórnarmaður í íslands-
banka hefur lýst því yfir í
okkar blaði að svona lax-
veiðiboð tíðkist ekki í þeim
banka. Ertu trúaður á slíka
fullyrðingu?
„Ig hef ekki hugmynd um
þetta og ætla ekki að vefengja
þennan mann. Islandsbanki
tapar enn meiru en Landsbank-
inn, kannski þyrftu þeir að bæta
viðskiptasambönd sín erlend-