Pressan - 06.05.1993, Qupperneq 8
F R E TT I R
8 PRJESSAN
Fimmtudagurinn 6. maí 7 993
Dómurinn í máli Maríu og Gullveigar er sannkallaður Salómonsdómur
María átti sjálf að
ráða hvernig um líf
hennar væri skrifað
Gullveig Sæmundsdóttir
Situr uppi tómhent eftir nokkurra mánaða vinnu að ævisögu Maríu.
María segir frá hryllingnum
Aðalágreiningsmál Maríu Guðmundsdóttur og Gullveigar
Sæmundsdóttur snerist um hvernig fjalla ætti um óhugn-
anlega lífsreynslu Maríu er henni var nauðgað í New York
árið 7 976. María vildi hafa frásögnina eins og hún birtist í
Heimsmynd áratug síðar. Frásögn Gullveigar hafi hins
vegar verið allt annars eðlis og ekki fallið Maríu í geð.
Nauðgunina, sem María varð fyrirí New York, fram-
kvæmdi þrekvaxinn svertingi á efstu hæð í 27 hæða skrif-
stofubyggingu á Manhattan — hæð sem stóð ónotuð.
Nokkrum dögum síðar var líklega sami maður á ferð þeg-
ar ófrískri konu var nauðgað í annarri skrifstofubyggingu
á hæð sem stóð auð. Konan var komin sjö og hálfan mán-
uð á leið og missti barnið. íkjölfar þessarar vitneskju
ákvað María að fara í mál við eigendur byggingarinnar
þarsem henni var nauðgað. María vann málið og varþað
fyrsta málið afþessu tagi sem unnist hefur. íkjölfarið var
eigendum bygginga afþessu tagi meinað að láta auðar
skrifstofuhæðir standa opnar.
Niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli Gullveigar
Sæmundsdóttur og Maríu
Guðmundsdóttur og gagnsök
má með sanni kalla Salómons-
dóm. Dómarinn Jón Arnalds
héraðsdómari kemst að {5ví að
báðir aðilar eigi sök á hvernig
mál hafi þróast. Hann hafnar
því kröfum beggja og lætur
konurnar tvær borga eigin
málskostnað.
En dómurinn er einnig for-
vitnilegur fyrir þær sakir að
hann tekur fyrir ágreining um
það hver eigi rétt á ævisögu til-
tekins einstaklings, í þessu til-
felli Maríu Guðmundsdóttur,
fyrrverandi fegurðardrottningar
og tískuljósmyndara.
Það kemur berlega í ljós að
samningurinn, sem gerður var í
upphafi um gerð ævisögunnar,
bauð upp á mistúlkun. Fyrir
dómnum bar málsaðilum ekki
einu sinni saman um hvernig
samningurinn varð yfir höfuð
til eða á milli hvaða aðila hann
var gerður!
Átti að vera óhefð-
bundin ævisaga
í frásögn Gullveigar kom
fram að hún hefði hitt Maríu í
París á vormánuðum 1990 og
þá hafi komið til tals að rétt væri
að skrá ævisögu Maríu. Síðan
hafi María dvalist á heimili Gull-
veigar og Steinars J. Lúðvíks-
sonar, eiginmanns hennar og
aðalritstjóra og útgáfustjóra
Fróða hf., í júní sama ár og þá
hafi María fallist á að Gullveig
skrifaði bókina.
María lýsti þessu hins vegar á
þá leið að Steinar hefði farið
ffam á að hún skrifaði ævisögu
sína í samvinnu við Gullveigu.
María segist hafa tekið þessu fá-
lega í fyrstu en síðan fallist á
þetta til að gera skil því „.. .við-
burðaríka starfi sem hún hafi
Gullveig
Sæmundsdóttir
ritstjóri Nýs lifs
Ætlarþúað halda áfram með
bókina eftirsem áður?
„Ég held að það sé heppilegast
fyrir mig að segja ekki nokkurn
skapaðan hlut. Ég hlíti þessum
dómi og læt þar við sitja. Fólk
getur túlkað málið eins og það
vill en ég hlíti þessum dómi.“
Hvað ætlarðu aðgera ífram-
haldi afdóminum?
„Ég vil ekki gefa það upp.“
stundað erlendis um langt ára-
bil“. María segist hafa gert þeim
Gullveigu og Steinari ljóst frá
upphafi að um yrði að ræða
óhefðbundna ævisögu, þar sem
hún mundi sjálf velja og hafna
því sem þar birtist. Byggt yrði á
dagbókum sem hún hefði skrif-
að og myndskreytt á undan-
förnum áratugum og þannig
yrði um að ræða ffásögn hennar
sjálfrar af lífi sínu eins og það
kæmi henni fyrir sjónir. Með
öðrum orðum: María átti að
segja söguna og vera yfirútlits-
hönnuður bókarinnar og leggja
til allt myndefni. Hlutverk Gull-
veigar átti að vera að „edítera“
bókina.
Útgáfusamningur um ritun
ævisögu Maríu var undirritaður
30. ágúst 1990. Hinn skriflegi
útgáfusamningur tók ekki efnis-
lega til réttarsambands höfund-
anna innbyrðis eða hvernig þeir
skyldu skipta með sér verkum. í
viðaukasamningi við útgáfu-
samninginn (sem gerður var
sama dag) kom hins vegar skýrt
fram að María skyldi vera yfir-
útlitshönnuður bókarinnar og
sömuleiðis leggja til allt mynd-
efni.
Kom fram hjá útgefandan-
um, Fróða hf., að samþykkt
hefði verið að greiða mun hærra
hlutfall í höfundarlaun en tíðk-
aðist í sambærilegum samning-
um. Einnig átti að greiða Marfu
sérstaklega fyrir hverja mynd.
Dómarinn taldi að
María ætti að hafa
síðasta orðið um
ævisögu sína
Það kemur ffam í niðurstöðu
dómarans að hann fellst á þá
fullyrðingu Maríu að hún hefði
samkvæmt samningnum átt að
hafa síðasta orðið um það hvað
yrði birt í ævisögu hennar sjálff-
ar. í niðurstöðu dómsins kemur
fram að ekki hafi í sjálfu sér
strandað á ágreiningi um efni
bókarinnar. Nær sé að segja að
deilan snúist um frásagnar-
máta, þ.e. ffásagnarhátt og stíl.
Segir dómarinn um það: „Þegar
litið er til áðurgreinds og þar