Pressan - 06.05.1993, Síða 15
L Æ R
LÆRI, TÆKIFÆR
Fimmtudagurinn 6. maí 1993
PRÆSSAN 1 5
Fimm eftirsóttustu
karlfyrirsætur heims
Hafa ekki kálf laun
Þeir eru meðal fallegustu karlmanna heims. Þrátt fyrir
það þekkja fáir nöfn þeirra, andlit og líkama. Þetta eru
karlfyrirsæturnar Cameron, Zane, John Pearson,
Marcus Schenkenberg og Bruce Hulse. Þessir menn
eru allir jafhuppteknir af starfi sínu og eftirsóttustu
kvenfyrirsætur heims. Þeir hafa jafnmikið að gera og
konumar og þurfa að leggja nákvæmlega jafnmikið á sig
ogþær til að viðhalda fögru útliti. En einhverra hluta
vegna hafa þeir aldrei náð svo mikið sem hálfum laun-
um fyrirsæta á borð við Lindu Evangelistu, Christy
Turlington, Naomi Cambpell og Kate Moss. Eftir-
spumin eftir karlkroppnum hefúr aldrei verið meiri, en
peningauppskeran er ekki í takt við það. Margir spá því
hins vegar að laun þeirra hækki verulega á þessu ári. Þá
fellur síðasta vígi kvenfólksins.
CAMERON, 25 ÁRA, BRESKUR
Mjög eftirsóttur og aðalnúmerið
hjá Versace og Levi's. Daglaun
hans eru engan veginn í takt við
það. Hann þénar 3.000 pund á
dag á meðan Linda Evangelista,
sem honum er líkt við í fyrir-
sætubransanum, þénar 10.000
pund á dag.
ZANE, 26 ÁRA, AFRÍSKUR
Hefur unnið mikið fyrir Versace
og Jean Paul Gaultier. Daglaun
á milli 2.000 og 3.000 pund.
Hann er frá Afríku og er þessa
stundina í tygjum við popp-
stjörnuna Stephanie Seymor,
fyrrum kærustu Axl Rose söngv-
ara.
JOHN PEARSON, 26 ÁRA, BRESKUR
Hann er karlútgáfa afHelenu
Christiansen, sem hefurþó
helmingi hærri laun en hann.
MARCUS SCHENKENBERG, 24ÁRA, ÞÝSKUR
Talinn bera kynþokka Christy
Turlington og því ætti að vera
hægt að bera þau saman. Hún
hefur hins vegar helmingi hærra
tímakaup.
BRUCE HULSE, 35 ÁRA, AMERÍSKUR
Var ekki uppgötvaður fyrr en
nálægt þrítugu. Hann geturnáð
allt að 5.000 punda daglaunum
og er einstakur að því leyti að
honum er ekki líkt við neina
kvenfyrirsætu.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í
Fegurðarsamkeppni íslands að valin er
sttilka með fegurstu fótleggina. Fyrst til
að hljóta þennan titil varð Andrea
Róbertsdóttir, 18 ára Garðbæingur.
Andrea er í Fjölbrautaskóla Garða-
bæjar á sálfræðibraut og er á lausu.
„Fegurstu fódeggirnir“ varþó ekki eini
titill Andreu þar sem hún var einnig
kosin vinsælasta stúlka keppninnar.
En hefúr titillinn „fegurstu fótleggir
landsins" eitthvað að segja fyrir hana?
„Ég hefði ffekar viljað fá þennan titil
en að hreppa fjórða eða fimmta sætið í
keppninni, því maður fær að minnsta
kosti einhverja vinnu út á þennan."
Verðurþú þá einhverskonar
fótleggjajyrirsœta?
„Það fylgdi þessum titli auglýsinga-
samningur við fslensk-austurlenska í
sambandi við Oroblu-sokkabuxur
og ég mun sjálfsagt fá eitthvað
greitt fýrir það, en annars ætla
ég að vona að ég fái ekki eintóm-
ar skó- og sokkabuxna-
auglýsingar í ff am-
tíðinni.“
Við
mælum
með
... f rjálslegum fatnaði til
gleði, ánægju og yndisauka fýrir
alla.
... matarboðum því fólk á að
hittast miklu offar, borða meira
saman og drekka. Það er ólíkt
skemmtilegra en að hver sitji í
sínu homi.
... elskulegheitum. Djöfull
getur fólk alltaf misskilið hvert
annað.
... lukkukyntröllum dingl-
andi í bílgluggum.
Körfúbolti. Allt í einu spratt hann
upp þessi körfúbolti. Án þess að
maður fengi rönd við reist. Ég veit
ekki einu smni hvaðan þessi gífurlegi
áhugi á körfúbolta kom svona ófor-
varendis. í öllu falli ekki frá Keflavík,
þótt þeir séu bestir. Sennilega er
þetta allt Stöð 2 að kenna, því þar fær
NBA að vaða uppi í tíma og ótíma.
Og allir virðast alsælir. Sérstaklega
litlu gæjamir sem keppast við að
safna myndum afkörfúboltahetjun-
um sínum; Michael Jordan, Charles
Barkley og hvað þeir nú heita allir.
Safúa og safha án þess að hafa nokk-
urn tíma á körfúboltaleik komið. Það
er meira að segja hjólað bæjarhlut-
anna á milli til að fara í réttu sjopp-
una —sem örugglega á rétta körfú-
boltakallinn. Það er ekki flóafriður
fyrir þessu og nú orðið kveikir mað-
ur ekki á sjónvarpinu öðruvísi en að
þar valsi um himinháir slánar í bolta-
leik. Með sumrinu á svo að hleypa
þessu út erns og beljunum og manni
skilst að það dugi ekkert minna en
keppni á götum úti. Það verður að
segjast ems og er; þetta kemur alger-
lega affan að manni allt saman.
Öíí
Fegurðarsamkeppni. Kroppaskoð-
un. Dúkkulísustxllinn. Til marks um
dvínandi vinsældir fyrirbærisúis er
dræm aðsókn að Fegurðarsam-
keppni fslands, sem haldin var fýrir
skömmu. Það vantaði ekki að mikið
var með hana látið, en á Hótel fslandi
hefur oft verið h'flegra en þetta
ákveðna föstudagskvöld. Bjarni Dag-
ur reyndi hvað hann gat að halda
uppi stemmningu í beinni útsend-
úigu á Bylgjunni; lýsti fjörinu fjálg-
lega svo og geysúnikilh aðsókn.
Raunin var húis vegar sú að salurinn
var ekki einu sinni fullur að hálfú!
Nei, dúkkulísurnar trekkja ekki leng-
ur. Nú er það karakter sem skiptir
máli. Temmilega
Fjölmargir eyða peningum sín-
um í gleðistundir meðan krepp-
an varir; á veitingastöðum, bör-
um og öðrum sódómískum
búllum. Því var Sólon ísland-
us að venju með helling af
mannabeinum í maganum. Þar
sást til að mynda glitta í Andra
Má Ingólfsson, sem
er væntanlega
milli heúnsferða,
ogvin hans, Ólaf
Gunnarsson,
tölvuffæðing hjá
SKÝRR. íþrótta-
hetjumar Leifur
Dagfinnsson og
Willum Þór Þórsson vom
þarna líka með her af stelpum í
kringum sig eins og venjulega.
Ingvar Már Ormarsson var
heldur ekki langt undan, enda
off stutt á milli hans og Leifs.
Inn á Sólon datt líka hin ljós-
hærða Vala ásamt mystíska
manninum sínum.
Síldarkvöld vora á Bíóbamum
alla helgina. Þó þröngt væri á
köflum í tunnunni fór reglulega
vel á bæði með stórum og litl-
um fiskum en áhöld voru þó
um hvort staðurinn væri nógu
stór fýrir háskólapólitísku and-
stæðingana tvo, þá Amar Þór-
isson, viðskiptafræðing og fr á-
farandi ffamkvæmdastjóra FS,
og Helga Bjöm Kristinsson,
stjórnmálalegan ráðgjafa
Röskvu. Til allrar hamingju
kom ekki til átaka. Heldur frið-
samlegri voru fjölmiðlamenn-
imir Þór Jónsson, ^
fréttaritari í Sví-
þjóð, Ámi
Þórarinsson,
ritstjóri Mann-
lífs, Skúli Tíð-1
arandi Helga-
son, Ásgeir
Friðjónsson, rit-
stjóri Iceland Review, og Páll
Stefánsson ljósmyndari. Forn-
Ieifaffæðingurinn Adolf var
líka stilltur og ekki vom síður til
fýrirmyndar þeir Baltasar, Sæ-
mundur Wasp Norðfjörð og
Ari Matthíasson.
Ekki má gleyma
því að „don“
StefánHrafin
Stefánsson, lög-
maðurogfast-
eignasali með
meim, var á Bíó-
bamum sem oggöslarinn hún
Sigga Vala.
Á 22 vom meðal annarra á far-
__ aldsdrykkjufæti Pétur
Ormslev fót-
boltahetja, Jón
Óskar, Hulda
Hákon, og
Grímur Sæ-
mundsen, læknir
og fýrmm knatt-
spyrnumaður,
ásamt Björgu
konu sinni.
Kristinn
Bjömsson,
þjálfari Vals, rak
líka inn nefið ásamt konu sinni
sem og Hákon Leifsson, tón-
skáld og stjómandi.
Á veitingastaðn-
um Síam
snæddu í róleg-
heitum Edda
Heiðrún Back-
man leikkona, Gíó
leikstjóri og Snorri Sigfus
Birgisson tónskáld.
•
Ekki œtla ég að fara ai
drekka ígarðinum á Hressó
þótt Þorsteinn sé búinn að
leyfa það. íþessari tíð þýðh
það bara að rigningarsuddinn
þynnir útþennan litla sopa
sem maður hefur efni á að
kaupa sér og ermaður þó
ekki ofhaldinn afhon-
um. Þeirsem vilja drekka
undir berum himnier bara
liðið sem drekkur svo dýrt að
það hefur ekki efni á að fara til út-
landa og drekka sigfullt þar. Þá vil ég
frekar myrkrið á bamum,
skakkt nef. Allt
ofþykkarvar-
ir. Skásett
augu. Skringi-
leghlutföll.
Alltannað
en h'til krútt-
leg sætabrauð
með áhuga á
hestamennsku,
ferðalögumoglík-
amsrækt.