Pressan - 06.05.1993, Qupperneq 17
SKILABOÐ
Fimmtudagurinn 6. maí 1993
PRESSAN
EKKISAMA HELGIOG
SÉRAARNGRÍM-
UR...
• Sem kunnugt er hefur
, y Helgi Jónsson átt í
mikilli glímu við
Flugráð og Loftferðaeftirlitið
með að fá flugrekstrarleyfi fyr-
ir flugfélagið Óðin. Síðan í
janúar hefur Helgi barist fyrir
því að fá leyfið og reynt að
uppfylla kröfur um eiginfé.
Kunnugir menn í flugbransan-
um segja að þarna sé bara ver-
ið að þreyta Helga og benda á
afgreiðsluna sem Arngrímur
Jónsson fékk með Atlantsflug,
en hann fékk flugrekstrarleyfi
eftir einn fund á sínum tíma.
Það er reyndar athyglisvert að
það leyfi miðaðist við rekstur
einnar flugvélar en Arngrímur
hefur svo sannarlega vaxið
ffam úr eigin flugrekstrarleyfi,
því nú er hann með átta flug-
vélar í rekstri.
SLASAÐISTVIÐ
RÖNTGENMYNDA-
TÖKU OG STEFNDI
SPÍTALANUM...
Fyrir skömmu var
flutt fyrir Hæstarétti
mál 68 ára gamallar
konu sem slasaðist við röntg-
enmyndatöku á Landspítalan-
um árið 1986. Svo virðist sem
liðið hafi yfir konuna við
myndatöku, hún datt á gólfið
og slasaðist töluvert. Upp-
handleggur hennar brotnaði
við axlarlið auk þess sem hún
skarst á höfði. Út úr þessu
kom 12 prósent varanleg ör-
orka og fór konan fram á ríf-
lega milljón króna í skaðabæt-
ur með dráttarvöxtum frá því
atburðurinn átti sér stað. Spít-
alinn hafnaði öllum kröfum og
bar því við að konan hefði
fengið „drop attack“ sem mun
vera algengt yfirliðseinkenni
hjá konum á hennar aldri.
Konan tapaði málinu fyrir
undirrétti en er nú komin með
það upp í Hæstarétt — sjö ár-
um efiir að atburðurinn varð.
ÁKÆRTVEGNANÝT-
INGARÁ12MILU-
ÓNA KRÓNA BLANKÓ
VÍXLI_
Ákæruvaldið hefur
gefið út ákæru á
hendur hjónum hér í
Reykjavík. Eru þeim gefin að
sök umboðssvik, þar sem þau
fénýttu 12 milljóna króna
blankó víxil sem þau höfðu
undir höndum. Hjónin munu
hafa talið sig í fullum rétti til að
nýta víxilinn enda hafi þau haft
hann undir höndum sem
tryggingavíxil fyrir ákveðnum
viðskiptum, en þau stunda
verslunarrekstur. Það sem
vekur athygli við þetta mál er
upphæð víxilsins, en óvenju-
legt er að svo háir blankó-víxl-
ar séu settir í umferð.
VERD AÐ FÁ ÞAÐ
BÍLALEIGUBÍLL í EINN SÓLARHRING
INNIFALDIR 100 KM OG VSK
HLAÐBREKKU 2, SÍMI: 91-43300, FAX: 91-42837, V/BSÍ, SÍMI: 91-17570
Stjörnu snakK
- fyrir íslenskan saltfisk!
Reykjavík
Immingham
Barcelona
Bilbao
SanSebastian
Flutn.tími: 6 dagar
Afh.dagur: Þriðjud.
Hamborg
Barcelona
Bilbao
SanSebastian
8 dagar
Fimmtud.
Antwerpen
!
Barcelona
Bilbao
SanSebastian
9 dagar
Föstud.
Rotterdam
I
Barcelona
Bilbao
SanSebastian
10 dagar
Laugard.
* Miðað er við 6 - 10 daga ferðir með gámi aðra leiðina. Brottför alla miðvikudaga.
Flutningur EIMSKIPS á saltfiski til Spánar er eitt dæmið um sveigjanlega, hag-
kvæma og örugga þjónustu við saltfisksútflytjendur til Miðjarðarhafslanda. Val á
milli nokkurra leiða til áfangastaðar gefur kost á mismunandi verði og afhend-
ingartími er sveigjanlegur. Öflugur bílafloti erlendis og sérhæft starfsfólk EIMSKIPS
hér heima og á skrifstofum okkar í Evrópu annast öruggan flutning alla leið.
Fyrsta flokks kæligámar tryggja kjörhitastig á flutn-
ingstíma (1 - 4 °C) og í Sundahöfn eru kæligeymsl-
ur sérútbúnar með geymslu á saltfiski í huga.
VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ
EIMSKIP
Vlvi Uno, barnahjól meö hjálpardekkjum.
Frá 3 ára, 12 1/2", verö kr. 8.800, stgr. 8.360.
Frá 4 ára, 14", verö kr. 9.500, stgr. 9.025.
Frá 5 ára 16" kr. 10.500, stgr. 9.975.
Kreditkort og greiðslusamningar, sendum i póstkröfu.
Vandið valið og verslið i Markinu -
þar sem þjónustan er i varahlutum og viðgerðum.