Pressan - 06.05.1993, Síða 18
SKOÐA N 1 R
1 8 PRESSAN
Fimmtudagurinn 6. maí 1993
DAVÍÐFÆR BRÉF...
*Á þriðjudaginn hittu
1 fulltrúar Simon Wie-
senthal-stofhunarinnar
sendifulltrúa íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Kornelíus
Sigmundsson, að máli. Til-
gangurinn var að afhenda hon-
-um rúmlega átta hundruð bréf
til Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra ffá fólki sem fór ffam
á að engin gögn yrðu látin
óhreyfð í rannsókn á máli Eð-
valds Hinrikssonar. Korneh'us
mun hafa lofað að koma bréf-
unum til skila og tilkynnti jafn-
framt að Jónatan Þórmimds-
son hefði verið fenginn sérstak-
lega til að aðstoða við rannsókn
málsins. Við heyrum að mun
umfangsmeiri aðgerðir séu fyrir
dyrum í Bandaríkjunum, Evr-
ópu og Israel til að tryggja að ís-
lensk stjórnvöld láti málið ekki
falla í gleymsku.
HARKA í PRENT-
BRANSANUM...
>Úr prentbransanum
jberast nú fregnir af
ótrúlegri samkeppni
prentsmiðja um jafnvel
minnstu verkefni. Þannig heyr-
um við að nýlega hafi félaga-
samtök leitað tilboða í árs-
skýrslu af tiltölulega einfaldri
gerð, 40 síður í fimm hundruð
eintökum. Tilboð sem bárust
voru allt frá um 120 þúsund
krónum hið lægsta og upp í 270
þúsund það hæsta, fyrir ná-
kvæmlega sama verkið. Það
virðast ffekar vera eldri og um-
fangsmeiri prentsmiðjur sem
slá lítið af verði þrátt fyrir harða
samkeppni; hinar virðast teygja
sig ótrúlega langt til að ná til sín
verkum. Kunnugir segja að það
Jiefði verið óhugsandi fyrir ekki
nema einu ári að fá tilboð í
svona verk upp á lítil 120 þús-
und.
Leiðrétting
I síðustu PRESSU varð sú
misritun að Bergur Haralds-
son, stjórnarformaður í Sam-
einuðum verktökum, var
kenndur við Vatnsvirkjann. Hið
rétta er að Bergur er fram-
kvæmdastjóri Félags vatns-
"rirkja. Einnig misritaðist nafn
Jakobs Bjamasonar, stjórnar-
formanns Hamla hf. Er beðizt
velvirðingar á þessum mistök-
um.
Ritstj.
Opið bréf til blaða-
manns Pressunnar
Bréf til framkvæmda
stjóra Sjónvarpsins
Til Karls Birgissonar
blaðamanns hjá Pressunni
f síðustu viku spjölluðum við
saman í síma vegna greinar sem
ég sendi til þín og hét „Upp-
ljóstrunin mikla“ og var um tel-
ex-ofanflettingu Ólafs Hanni-
balssonar. I þessu samtali benti
ég þér á að oft væri farið ærið
ónákvæmt með tilvitnanir sem
hafðar væru eftir mönnum í
Pressunni. Tilefhið var að í við-
tali sem þú tókst við mig hefði
ég sagt: Skussum stendur stugg-
ur af mér, en hjá þér hefði þessi
setning orðið að fyrirsögn og þá
með ákveðnum greini: Skuss-
unum stendur stuggur af mér,
þannig að vegna samhengisins
hljómaði textinn eins og ég ætti
eingöngu við starfsfólk Ríkisút-
varpsins. Þú baðst velvirðingar
á þessu og kvaðst mundu vanda
vinnubrögðin betur næst, og
þótti mér vænt um að heyra
það.
I framhaldi þessa fórum við
yfir það hvernig stjórnarsetu
væri háttað í fyrirtæki mínu
FILM. Þú hélst að Ingimundur
Sigfússon væri stór aðili í fyrir-
tækinu og sæti þar í stjórn, en
ég benti þér á að Ingimundur
Sigfússon væri í varastjórn fé-
lagsins, og ætti innan við 4% af
hlutafé. Vera hans í félaginu
væri öðru fremur móralskur
stuðningur við kvikmyndagerð
mína.
Ég bað þig að virða „fair
play“ í þessu máli og, ef þú
skrifaðir um málefni FILM, að
staðreyndir málsins kæmu
ffam. Þú tjáðir mér að þú hefðir
ekki tekið eftir því í fyrstu að
Ingimundur væri aðeins í vara-
stjórn, þegar þú last yfir upplýs-
ingarnar úr hlutafélagaskránni,
en nú vissirðu hvernig málið
væri í pottinn búið, og þú skyld-
ir virða það sem rétt væri.
ORÐ ERU DÝR
Nú sé ég í Pressunni 29. apríl
klausu sem ber nafnið Athuga-
semd ritstjóra. Textinn er þann-
ig að hann skilst á þá leið að
Ingimundur hafi fulla stjórnar-
setu í FILM. Kíkjum á textann.
„Meginefni fréttar PRESS-
UNNAR var að þeir Hrafn og
Ingimundur sitja báðir í stjórn
FILM hf., samkvæmt upplýs-
ingum hlutafélagaskrár. Þeirri
hugsun var velt upp að annars
staðar yrðu líklega gerðar at-
hugasemdir við að yfirmenn sitt
hvors fyrirtækisins á sjónvarps-
markaði eigi saman umsvifa-
mikið kvikmyndafyrirtæki og
það væntanlega kallaðir óásætt-
anlegir hagsmunaárekstrar.
Ritstj."
Ég bendi þér á það vinsam-
lega, að þarna er gengið á skjön
við það sem ég hélt að við hefð-
um orðið ásáttir um.
Á síðu 17 í sama blaði er sagt
frá því að Jónas Knútsson hafi
fengið 120.000 krónur til undir-
búnings og handritsgerðar
vegna sjónvarpsþátta sem
byggja eiga á bók Ólafs Ásgeirs-
sonar um Iðnbyltingu hugar-
farsins. Og síðan er þessi klausa
orðrétt:
Og eru menn almennt sam-
mála um að sjaldan hafi jafnhátt
ffamlag fengist frá Sjónvarpi til
undirbúningsverks af þessari
stærðargráðu.
Þessi athugasemd er víðs-
fjarri sannleikanum. Sú upp-
hæð sem um getur er í sam-
ræmi við það sem tíðkast hefur í
sambærilegum tilvikum og
„Ég bendi þér á
það vinsamlega, að
þarna ergengið á
skjön viðþað sem
ég hélt að við hefð-
um orðið ásáttir
um.“
jafnvel lægri (miðað við tveggja
mánaða laun) ef tekið er mið af
launum dagskrárgerðarmanns.
Þannig að ég sé ekki betur en
þessi texti sé settur á blað til
þess eins að sverta viðkomandi
aðila.
Jónas Knútsson er einn
þeirra fjölmörgu ungu kvik-
myndagerðarmanna sem lokið
hafa námi erlendis. Hann gekk
á minn fund sem dagskrár-
stjóra, eins og fjöldi annarra að-
ila, til að kynna eigin hugmynd-
ir. Mér þótti hugmynd Jónasar
athyglisverð og bað hann vinna
hana áfram svo hægt væri að
taka afstöðu til þess, hvort
ástæða væri til að fara í upp-
töku.
Jónas vann á sínum tíma sem
dagskrárgerðarmaður á IDD,
áður en hann fór í lokanám í
New York, og jafnframt vann
hann um tíma á Stöð 2. Mér
þykir leitt að nafh hans sé dreg-
ið inn í nornadansinn þegar
keppst er við að gera mig tor-
tryggitegan.
Að lokum þetta. Á stjórnar-
fundi Kvikmyndasjóðs fimmtu-
daginn 29. apríl var fjallað um
mál mitt vegna Hinna helgu véa
og samninga við Sjónvarpið.
Þetta mál hefur off borið á
góma í Pressunni og þykir mér
því ástæða til að skýra málið eft-
ir því sem kostur er.
Eins og þú sérð í þessum
gögnum er Kvikmyndasjóði
frjálst að veita þá undanþágu
sem sjóðnum sýnist samkvæmt
5. grein, þannig að hvort sýning
myndar í sjónvarpi fer ffam eft-
ir eitt ár, hálft ár eða tvö eða
þrjú ár, er ákvörðun sjóðs-
stjórnar á hverjum tíma. Um
þetta atriði segir á skilyrðablaði:
4. Styrkþegi skuldbindur sig
til þess, selji hann myndbanda-
og/eða sjónvarpsrétt að mynd-
inni, að hún verði ekki sýnd í
þessum miðlum hérlendis inn-
an þriggja ára frá ffumsýningu
myndarinnar.
5. Sé um að ræða samvinnu
(co-production) við íslenska
sjónvarpsstöð geta aðilar samið
sérstaklega við Kvikmyndasjóð
um styttingu tímans, sem um
getur í gr. 4.
Vegna þessara ákvæða í skil-
yrðablaði skrifaði lögfræðingur
FILM svohljóðandi bréf:
Til stjórnar Kvikmyndasjóðs
formaður Ragnar Árnalds
c/o Kvikmyndasjóður íslands
Laugavegi 24
Reykjavík
V/HIN HELGU VÉ
Ljóst er að 4. og 5. grein skil-
yrðablaðs Kvikmyndasjóðs eru
þrátt fyrir orðalag gerðar til að
tryggja hagsmuni styrkþega en
ekki Kvikmyndasjóðs. I þessu
tilviki eru það ríkari hagsmunir
fyrir styrkþega að fá þá undan-
þágu, sem heimilt er að veita
samkvæmt 5. grein til sex mán-
aða, en haldið sé fast við ýtrustu
fresti samkvæmt 4. grein. Það
eru hagsmunir FILM að geta
lokið við gerð myndarinnar
„Hin helgu vé“ og er samning-
urinn við Ríkissjónvarpið mik-
ilvægur þátturþess.
Undirritaður óskar eftir fyrir
hönd FILM h/f að veitt verði
undanþága ffá 4. grein skilyrða-
blaðs Sjóðsins, samanber 5.
grein, vegna samnings við Rík-
issjónvarpið. Óskað er effir 6
mánaða ffesti.
Til vara er sótt um sama tíma
og sömu skilmála og Ryði var
veitt á sínum tíma vegna samn-
inga við Stöð 2. Vísað er til 5.
greinar skilyrðablaðsins vegna
þessa erindis.
Leikstjóri myndarinnar hefur
kynnt formanni málavexti um
erfiða fjárhagsstöðu verksins og
hvers vegna samið var við Rík-
issjónvarpið, en FILM hefur
orðið á sú handvömm að senda
ekki inn formlegt erindi fyrr en
nú.
Virðingarfyllst,
f.h. FILM
(sign.)
Dr. juris Gunnlaugur Þórðar-
son
Það er kannski kaldhæðni ör-
laganna að það er fyrrverandi
leikstjóri Bílaverkstæðis Badda,
Lárus Ýmir Óskarsson, sem
mun fjalla um ákvörðun Kvik-
myndasjóðs í þessu máli, en þar
á Lárus stjórnarsæti.
Bið ég þig svo vel að lifa og
vona að þessi litla orðsending
mín valdi ekki misskilningi.
(Sign.)
Hrafn Gunnlaugsson.
Hrafh Gunnlaugsson
ffamkvæmdastjóri Sjónvarps
Síðast þegar við skrifuðumst
á í blöðunum sakaðirðu mig
um „sefasýki“, svo líklega ætti
mér að vera nokkur léttir að í
þetta skipti sé bara látið liggja
að óheiðarleika mínum. Þó
kemst ég ekki hjá því að reyna
að verja það sem eftir er af ær-
unni nokkrum orðum.
Fyrst um þennan ákveðna
greini og skussana. Ég er ekki
vanur að taka upp á segulband
spjall eins og við áttum um dag-
inn (en treysti því að þú hafir
gert það og leiðréttir mig, ef mig
misminnir), en ég er nokkuð
viss um að ég hef ekki „beðizt
velvirðingar“ á þessum greini,
enda engin ástæða til. Þegar þú
nefndir þetta í samtali okkar
hafði ég þegar heyrt svipaða
kenningu ffá vini okkar Hann-
esi Hólmsteini og þótti hún
hvort tveggja, torskilin og ffekar
ómerkileg miðað við annað í
málinu. Ekki síður af því að þið
virðist líta á þennan litla,
ákveðna greini sem einn af bit-
unum í púsluspilinu „herferð
PRESSUNNAR gegn Hrafni
Gunnlaugssyni“. Sú kenning er
fóstur of líflegs ímyndunarafls,
enda er raunveruleikinn bæði
miklu einfaldari og meira
óspennandi.
Víkjum þá að stjórnarsetu
Ingimundar Sigfússonar í
FILM. Og nú ætla ég að biðja
þig velvirðingar. Sagan um „at-
hugasemd ritstjóra“ er svona:
Þú sendir mér greinarkornið
á mánudegi og úr því las ég, að
það gæti verið einhver misskiln-
ingur að Ingimundur sæti í
stjórn FILM. Ég reyndi að ná
tali af þér, en tókst ekki. Ég
hafði hins vegar fyrir framan
mig gögn Hlutafélagaskrár, þar
sem nafh Ingimundar er ásamt
þremur öðrum undir fyrirsögn-
inni: „Stjórn félagsins skipa
skv. fundi þann 20/09/91:“,
og þóttist aldeilis geta staðið á
því að hann sæti í stjórninni.
Þess vegna skrifaði ég athuga-
semdina áhyggjulaus (fyrir
hönd ritstjóra, f.h.r. eins og
Knútur forðum) og sneri mér
að næsta verkefni.
Þú svaraðir skilaboðum mín-
um á þriðjudag og bentir mér á
það sem ég hafði misst af: nefni-
lega að einn af fjórmenningun-
um á blaðinu er „til vara“ í
stjórninni og það er Ingimund-
ur. Þetta vildi ég leiðrétta, talaði
við prófarkalesarann okkar og
bað hana láta mig vita þegar
„Illa innréttað fólk
gœti ályktað sem
svo aðþú hafir ver-
ið að blekkja sjóð-
inn. Vonandi var
það bara „hand-
vömm“.“
textinn væri kominn á síðu til
aflestrar, því ég þyrfti að bæta
inn setningu. Þetta gerði hún
samviskusamlega, ég handskrif-
aði inn setningu um varastjórn-
arsetu Ingimundar og sneri mér
aftur að öðru verki. Þetta er hin
venjubundna leið í vinnslu
blaðsins, enda sér umbrotsfólk
um að bæta slíkum leiðrétting-
um inn á lokastigi vinnslu.
Hvað gerðist eftir þetta veit ég
ekki, nema hvað ég bölvaði
hressilega þegar ég sá blaðið á
fimmtudaginn og sá að leiðrétt-
ingin hafði ekki komizt til skila.
Ég hefði kannski átt að fylgjast
með síðunni alveg þangað til
hún var komin til prentsmiðju,
en satt að segja leiddi ég ekki
hugann að því að á örlögum
hennar ylti heiður minn sem
blaðamanns. Og einhvern veg-
inn finnst mér svo ekki vera
enn, þótt kannski séum við
ósammála um það. En „ábyrgð-
in er mín“, eins og Ólafur Garð-
ar sagði, og því bið ég þig vel-
virðingar á þessu.
Hitt er rangt hjá þér, að ég
hafi talið Ingimund vera „stór-
an aðila“ í FILM. Ég hafði ekki
gert mér neinar hugmyndir um
það, enda aukaatriði í því sem
ég skrifaði. Það snerist um þá
hagsmunaárekstra sem felast í
því að ffamkvæmdastjóri Sjón-
varpsins og stjórnarformaður
Stöðvar 2 eigi saman kvik-
myndafyrirtæki. f því meginat-
riði er eignarhlutur hvors um
sig aukaatriði og varla stendur á
hlutabréfum Ingimundar að
þau séu ekki alvöru, heldur
táknræn og „móralskur stuðn-
ingur“ við þig. Enda varstu
sammála mér um það í samtali
okkar, að ástæða væri fyrir ykk-
ur að endurskoða þetta eignar-
fyrirkomulag eitthvað, og það
þótti mér vænt um að heyra.
Um þennan Jónas Knútsson
veit ég ekkert, hef aldrei skrifað
stafkrók um hann og get því
ekkert aðstoðað þig með það
mál.
Þá er það samningur þinn við
Sjónvarpið, sem PRESSAN hef-
ur einu sinni sagt frá. Það er
ánægjulegt að FILM er loks bú-
ið að sækja um undanþáguna
sem hefði átt að sækja um áður
en samningurinn var gerður. Ég
tek eftir að bréf FILM er ekki
dagsett, en geri ráð fyrir það
hafi verið skrifað eftir umfjöllun
fjölmiðla um málið. Sem er það
sem veldur nokkrum áhyggj-
um.
Þú hafðir ekki einasta sam-
þykkt skilyrði Kvikmyndasjóðs
heldur hefðir átt að þekkja þau
öðrum betur eftir langvarandi
stjórnarsetu í sjóðnum. Það er
enn óútskýrt af hverju þú gerðir
samninginn við Sjónvarpið án
þess að sækja um undanþágu
og braust þannig reglur sjóðs-
ins. Það kom í ljós að stjórnar-
formaður, Ragnar Arnalds, vissi
ekki af þessum samningi fyrr en
fjölmiðlar skýrðu frá honum
nýlega.
í síðustu umsókn þinni um
styrk úr sjóðnum vegna Hinna
helgu véa er hvergi minnzt á að
Sjónvarpið ætlaði að styrkja
gerð myndarinnar. Samkvæmt
mínum upplýsingum fór út-
hlutunarnefnd fram á frekari
gögn með umsókninni seint í
haust. Þar var heldur ekki
minnzt á þennan samning. Illa
innréttað fólk gæti ályktað sem
svo að þú hafir verið að blekkja
sjóðinn. Vonandi var það bara
„handvömm".
Að lokum aðeins um „fair
play“. Ég er löngu hættur að
kippa mér upp við tal um
óáreiðanlega blaðamennsku
PRESSUNNAR. Það eru orða-
leppar sem fólk grípur til og
frekar ódýrir sem slíkir. Það eru
ekki fleiri missagnir í PRESS-
UNNI en til dæmis í Moggan-
um, svo ekki sé minnzt á DV.
Við leiðréttum þær þegar vakin
er athygli á þeim og er það bæði
ljúft og skylt.
Okkar hlaðamennska er hins
vegar þannig að við birtum
upplýsingar sem oft eiga ekki að
vera opinberar og getur stund-
um þurft nokkra útsjónarsemi
blaðamanna til að nálgast. Þær
eru oft einhverjum óþægilegar
(sem er ein ástæðan fyrir því að
þær eru ekki opinberar), en les-
endur okkar ætlast til að við
leitum þeirra.
í frétt verður aldrei sögð öll
sagan — hún er alltaf „bezta fá-
anlega útgáfa af raunveruleik-
anum á hverjum tíma“. Það
sem á okkur hvílir er að bera
fram upplýsingar þannig að
verði lesendum okkar til skiln-
ingsauka í hverju máli.
Þannig var það líka í
Hrafhs/HeimismáHnu. Af stutt-
um fréttatilkynningum var ekki
nokkur leið að skilja um hvað
málið snerist, en við reyndum
að segja söguna eins og hún var.
Ef fréttaflutningur PRESS-
UNNAR varð til þess að skýra
málið, þá erum við bara stolt af
því. Það var engin „herferð gegn
Hrafni Gunnlaugssyni“, eins og
Hannes Hólmsteinn hefur orð-
að það. Ég nenni ekki að standa
í slíku — mér er einfaldlega
ekki nógu illa við fólk til þess.
Auðvitað viljum við „fair
play“, en það má ekki breytast í
„skandinavískt hommahlut-
leysi“, eins og vinur okkar Vil-
mundur orðaði það frekar
ósmekklega. Það felst í því að
segja fféttir af svo miklu ímynd-
uðu „hlutleysi11 að lesandinn er
engu nær um málið. Á endan-
um er það ekki þjónusta við les-
andann heldur þjónkun við
stofnanir samfélagsins sem
óska sér einskis fremur en að
þagað sé um annað en þær vilja
láta fréttast.
Beztu kveðjur,
Karl Th. Birgisson
IkrittléhsmlMtNtwlMfkmw*
m tfrbvatahtfa fn,
kfáfaHroím
Uppljóstrntu.
mikla
{tilefni teiex-ofanfletí-
íngdr Ólafe Hannibitlf
sonttr
tao þ.i» »• »FVVSLí.