Pressan - 06.05.1993, Side 19
SKILABOÐ
Fimmtudagurinn 6. maí 1993
PRESSAN
FRIÐRIK ÞORIKLEMMU...
Það hefur vart farið framhjá
sjónvarpsáhugamönnum að út-
varpsráð bannaði að sýndur yrði
sjónvarpsþáttur um áhuga íslenskra kvik-
myndagerðarmanna á að kaupa Háskóla-
bíó. Það mun vera draumur margra kvik-
myndagerðarmanna að eignast bíóið til að
geta sýnt myndir sínar þar allt árið, auk
þess sem bíóið yrði gert að musteri list-
rænna erlendra kvikmynda. Meðal þeirra
sem talað var við í þessum landskunna en
ósýnda sjón-
varpsþætti var
Friðrik Þór
Friðriksson,
kvikmynda-
gerðarmaður
og höfundur
hinna marg-
rómuðu Barna
náttúrunnar. f
þættinum, þar
sem ekki mátti
nefna Há-
skólabíó á nafri
samkvæmt til-
mælum út-
varpsráðs, mun Friðrik hafa lýst einlæg-
um áhuga kvikmyndagerðarmanna á bíó-
inu, en einmitt það fer mjög í skap for-
svarsmanna bíósins, sem telja umræðu
sem þessa geta skaðað stórlega viðskipta-
vild sína á erlendri grundu. Það er hins
vegar skondið að þessi sami Friðrik situr í
stjórn kvikmyndaklúbbsins Hreyfi-
myndafélagsins, sem Háskólabíó stofhaði
ásamt Stúdentaráði háskólans fyrir um
ári, en þar situr einnig Friðbert Pálsson,
framkvæmdastjóri Háskólabíós. Fróðlegt
verður að vita hvert verður umræðuefni
þeirra á næsta fundi klúbbsins.
ÁTÖKÁ AÐALFUNDI
SAMSKIPA...
^Aðalfundur Samskipa var hald-
f inn síðastliðinn föstudag og voru
þá lagðar fram hinar hrikalega
taptölur íyrirtækisins, en tapið nam nærri
hálfum milljarði króna. Þau tíðindi urðu á
fundinum að fulltrúar tveggja hluthafa,
Draupnissjóðsins og Lífeyrissjóðs verslun-
armanna, lögðu fram þá tillögu að árs-
reikningunum yrði vísað aftur til stjómar.
Var það gert á þeim forsendum að í reikn-
ingunum væru ónógar upplýsingar um
lífeyrisskuldbindingar félagsins auk þess
sem skip þess væru ofmetin um tæpar 70
milljónir króna, samkvæmt mati erlends
skipmatsmanns. Af þessu að dæma er
staða fyrirtækisins því enn verri en fram
kemur í reikningum félagsins. Svo fór þó
að tiilaga hluthafanna var ekki samþykkt
af stærsta eiganda Samskipa, Hömlum,
eignarhaldsfélagi Landsbankans, og
mnnu ársreikningarnir því í gegn.
TVEIR FÁ STYRK ÚR NOR-
RÆNA KVIKMYNDASJÓÐN-
UM...
Tvær íslenskar kvikmyndir fengu
í gær úthlutun úr Norræna kvik-
fft J myndasjóðnum. Er annars vegar
um að ræða mynd Þorsteins
Jónssonar, Skýjahöllina, og hins vegar
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíó-
daga. Hljóðar styrkur Þorsteins upp á 2,4
milljónir sænskra króna, sem samsvarar
20 milljónum íslenskra króna. Áður hafði
hann hlotið sömu upphæð úr Kvik-
myndasjóði Islands og að auki hafði hann
fengið 1 milljón danskra króna frá
Dönsku kvikmyndastofnuninni, sem jafh-
gildir 10 milljónum íslenskra króna. Þor-
steinn hefur einnig fengið til liðs við sig er-
lenda samstarfsaðila frá Þýskalandi og
Noregi sem Ieggja munu fram eitthvert
fjármagn. Tökur á Skýjahöllinni hefjast
væntanlega í byrjun ágúst og lýkur í byrj-
un vetrar. Ekki er endanlega búið að
ganga frá ráðningu starfsfólks en líklegt
þykir að Sigurður Sverrir Pálsson verði
kvikmyndatökumaður og Iögð verður
áhersla á að fá íslendinga í verkefnið.
emur engum^á óvart að fj ölmiðlakannanir ÍM Gallup hafa leitt
rgunblaðið er útbreiddasta blað á íslandi og að Pressan selst
>kum en DV. Aftur ámóti hefur hvað eftir annað komið í ljós
Pressunnar lesa blaðið sitt mun betur en lesendur annarra
lesa blaðið upp til agna, en mestur hlúti hinna blaðanna
í tunnuna ólesinn.
J7 rá því að Pressan hóf göngu sína hefu
hún markað ser sérstöðu. PRESSAN þorir
að taka fyrir mál, sem aðrir Qölmiðlar
veigra sér við að snerta á. Hún fjallarj£|&
um málefni og persónur án tepru?
skapar og annarlegra hagsmuna/
tengsla. Og Pressan gerir það *
með þeim hætti að lesendur {
taka eftir umíjöllun blaðsins ****$&
en fletta ekki framhjá henniy.
Blað fyrir fólky sem vill lesa blöðin um leið ogþað flettirþeim.