Pressan - 12.08.1993, Blaðsíða 3
SKI l A BOÐ
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
PRESSAN 3
B,
'rúðkaup þeirra Kol-
finnu Baldvinsdóttur
nema og Björns Fr. Jör-
undssonar poppara er á
allra vörum, en það fór
fram á Búðum á Snæfells-
nesi um síðustu helgi. Að
athöfn lokinni var slegið
upp veislu góðri til heiðurs
hinum nýgiftu hjónum og
var gleðin víst mikil og
skemmtun hin besta. Þegar
leið á kvöldið sáu ýmsir
ástæðu til að
hylla brúð-
hjónin með
ræðuhöldum
og skemmtiat-
riðum. Þeirra á
meðal var enginn annar en
faðir brúðarinnar, Jón
Baldvin Hannibalsson,
sem kom nokkuð á óvart
með vasklegri framgöngu
sinni. Ekki flutti hann ræðu
um EES, eins og ef til vill
var við að búast, heldur
gerði hann sér lítið fyrir og
tók að rappa af miklum
móð. Þetta mun ekki vera í
fyrsta sinn sem utanríkis-
ráðherra er liðtækur í
söngnum og segja kunnug-
ir að hann eigi það til að
hefja hressilega upp raust
sína ef þannig liggur á hon
um...
F
/ftir að Morgunblað-
ið flutti í nýja húsið í
Kringlunni stendur starfs-
mönnum í fyrsta skipti til
boða að snæða í mötuneyti
á öllum matmálstímum.
Starfsmennirnir eru nokk-
uð ánægðir með þá tilhög-
un en ekki eins kátir með
verðlagið. Mogginn var
nefnilega ekkert að hafa fyr-
ir því að bjóða umsjá
mötuneytisins út, heldur
lagði það í hendur hinna
þrautreyndu kokka í Múla-
kaffi, sem blaðið hefur
reyndar haft regluleg við-
skipti við í mörg ár...413-
3.slu
M
J-TAagnús „ríki“
Magnússon er lesendum
PRESSUNNAR áreiðanlega
kunnur, en blaðið hefúr áð-
ur greint frá ýmsum við-
skiptum hans og fyrirtækis
hans, Geymsluþjónustunn-
ar hf. Nú hefur Jöfur hf.
stefnt Magnúsi sem og Páli
Þórðarsyni fyrir hönd sam-
eignarfélags þeirra, Gisti-
heimils Reykjavíkur/Skaga-
strandar, og vill Jöfur fá
tæplega 700 þúsund króna
skuld greidda ásamt drátt-
arvöxtum upp á rúmt ár.
Um víxla er að ræða sem
stofnuðust með maka-
skiptasamningi aðilanna á
milli, en skipt var á fast-
eignum í Kópavogi og á Ár-
túnshöfða. Það er annars
um Magnús að segja að
samkvæmt skattskrá var
hann í fýrra með að meðal-
tali 67 þúsund krónur á
mánuði í tekjur og skuldin
við Jöfur þvi tíföld sú upp-
hæð...
Það eru margir sem bjóða
en það er aðeins ein pizza
upp a pizzur,
sem hittir í mark
Pizza-heimsendingar:
Kópavogur - Reykjavík - 44444
Hafnarfjörður - Garðabær -
Reykjavík - Seltjarnarnes - 629292
Að sjálfsögðu fylgir
hvítlauksolía með
öllum pizzum fyrir
þá sem vilja
SENDUM FRITT HEIM,
OG EKKI BARA PIZZUR