Pressan - 12.08.1993, Page 10
FRETTI R
10 PRESSAN
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
Bankasljórinn í Bröttugötu í fjárhagsvandræðum ?
HRIKTIRISTOBUM HERLUFS GUUSEN
Ved og fjárnám hrannast upp á fasteignir hans
Herluf Clausen er umtalaður og jafn-
framt umdeildur. Hann efnaðist vel á
viðskiptum sínum og var eitt árið
krýndur skattakonungur landsins.
Síðustu árin virðist hafa harnað í ári
hjá honum samfara hnignun Lauga-
vegarins og fatamarkaðarins, auk al-
mennrar kreppu í landinu, sem hefur
þýtt mikil afföll meðal viðskiptavina
hans. Hann hefur yfirtekið fasteignir
og verslanir sem hafa gengið illa og
situr uppi með verðlitlar eignir. Veð-
kröfum hefur fjölgað mikið og fjár-
nám verið gert á heimili hans og í
höfuðstöðvunum. Þá virðist staða
hans innan bankakerfisins hafa
versnað talsvert.
Veð og fjárnám hrann-
ast upp
Svo virðist sem ný veð hafi
verið að hrannast á fasteignir
Herlufs Clausens, fasteignir
sem hafa lengst af verið veð-
litlar. Þannig hafa 60 milljónir
króna bæst inn á veðbókar-
vottorð fasteigna hans á síð-
ustu tveimur árum. Hafa
verður í huga að ekki er víst
að þar með séu allar fasteignir
hans upptaldar svo veðin
gætu numið hærri upphæð,
en einnig getur verið um ein-
hverjar tilfærslur að ræða. Sú
fasteign Herlufs sem mestum
veðum hefúr safnað er Lauga-
vegur 95. Á árinu 1992 bætt-
ust fjórir veðhafar á eign sem
fram að því var að heita má
veðlaus. Búnaðarbankinn er
skráður fyrir 5 milljónum
króna, Sparisjóður vélstjóra
fyrir 3 milljónum, Búnaðar-
bankinn síðar á árinu fyrir 9,5
milljónum og SPRON fyrir
13,5 milljónum. Á þessu ári
bættist svo Kristján Knútsson
við með 1,5 milljónir króna,
en hann átti fyrir tvær veð-
kröfúr í Laugaveg 95.
Aðrar fasteignir hafa einnig
bætt á sig veðum og vekur at-
hygli að heildverslunin Hildi-
berg er með tvær veðkröfur á
Herluf, báðar frá þessu ári og
samtals upp á 7 milljónir
króna. Einnig er athyglivert að
tvö fjárnám hafa verið gerð í
eignum Herlufs. Verðbréfa-
markaður Fjárfestingarfélags-
ins gerði fjárnám upp á 1
milljón króna í glæsihýsinu á
Hofsvallagötu 1, þar sem
Herluf Clausen býr, og Gjald-
heimtan í Reykjavík gerði 3
milljóna króna fjárnám í höf-
uðstöðvunum í Bröttugötu
3B. Það er dagsett 16. mars
1993. Þá hefur hluti af fast-
eigninni í Efstasundi 10 verið
seldur Gunnari Emi Gunn-
arssyni.
Mfnnkandi umsvif inn-
an bankanna
Staða Herlufs innan fjár-
málastofnana virðist einnig
hafa versnað í seinni tíð. Áður
skipti hann einkum rið Bún-
aðarbankann og að nokkru
við Sparisjóð Reykjavíkur og
nágrennis en nú hafa viðskipti
hans dreifst víðar. Lengst af
hlaut hann bestu fýrirgreiðslu
innan bankakerfisins, enda
hefur staða hans verið talin
firnasterk. Áður var hann einn
af stærstu sölumönnum víxla
og var umsvifamikill í svoköll-
uðum kvótaviðskiptum á því
sviði. Heimildamenn PRESS-
UNNAR innan bankakerfisins
segja að stórlega hafi dregið úr
þeim viðskiptum og þau séu
nú ekki svipur hjá sjón. Einnig
nefndu nokkrir aðilar stórt
bréf sem gekk á milli banka og
endaði hjá lögffæðingi. Staða
Herlufs innan bankakerfisins
mun einnig hafa versnað til
muna vegna skakkafalla sem
hann varð fýrir. Herluf er vin-
ur vina sinna en þeir hafa
margir hverjir farið flatt á sín-
um viðskiptum og við það
tapar Herluf fjármunum.
Einnig er rétt að nefna að
lánastofnanir eru nú farnar að
krefjast sterkari trygginga,
ekki síst í kjölfar svokallaðra
BlS-reglna. Með þeim skiptir
miklu fyrir eiginfjárhlutfall
bankanna að veð standi á bak
við lánveitingar. Jafnvel þótt
Herluf sé eignasterkur er
óhagstætt fýrir banka að lána
út á sjálfskuldarábyrgð og
Herluf fær væntanlega betri
vaxtakjör ef hann leggur ffarn
veð.
Hnignun Laugavegar
og tuskubúða
Hugsanleg hnignun Herlufs
Clausen er að margra mati tal-
in tengjast hnignun á Lauga-
veginum og í tískuvöruversl-
un, erfiðleikum í rekstri veit-
ingahúsa og kreppu almennt,
þar sem Herluf mun hafa tap-
að miklum fjármunum við
gjaldþrot annarra einstak-
linga. Meðal þeirra sem heim-
ildamenn PRESSUNNAR
nefndu í því sambandi eru
Pálmi Lorensson í Gestgjaf-
anum, Sævar Baldursson í
Plaza, Ólafur Laufdal og
verslanirnar P&Ó og Skó-
verslun Þórðar Péturssonar,
svo eitthvað sé nefht.
Nánasti samstarfsaðili Her-
lufs frá upphafi var Brynjólf-
ur Bjarkan, en hann lést svip-
lega í umferðarslysi á Reykja-
nesbraut í vetur. Nú er Magn-
ús Ketilsson helsti samstarfs-
aðili Herlufs en hann hefur
starfað með honum síðan á
áttunda áratugnum. Einnig
vinnur Birgir Hralnsson náið
með honum og sér meðal
annars um heildverslun Kon-
ráðs Axelssonar og BH fram-
tak hf. Annar maður sem
starfar mikið fyrir Herluf er
fornvinur hans, Valur Magn-
ússon. Hann hlaut á sínum
tíma þungan dóm fýrir fjár-
málamisferli en sér nú meðal
annars um rekstur Café
Óperu. Hann á skrautlegan
feril að baki í veitingarekstri
og má þar nefna Eldvagninn,
Ítalíu og Café Óperu.
„Lúffi var sterkefnaður í lok
áttunda áratugarins, það veit
ég fýrir víst. Þá átti hann nær
eingöngu lausafé. Frá þeim
tíma hefur hann staðið í lána-
starfsemi til illa rekinna fýrir-
tækja og hélt áfram að lána
þeim í von um góða vexti. Á
endanum hafa þessi fýrirtæki
komist í hans eigu og Herluf
situr uppi með verðlitlar fast-
eignir og verðlítil fyrirtæki
sem hann losnar ekki við. Oft
á tíðum eru það sömu aðil-
arnir sem sjá áffam um rekst-
urinn og því ekki mikið sem
hefur breyst,“ segir einn þeirra
sem hafa starfað með Herluf.
Fleiri töluðu um að þar sem
fjármagn Herlufs hefði verið
bundið í illseljanlegum fast-
eignum sem skiluðu litlum
sem engum arði hlyti að
ganga á lausafé hans. Þá séu
þeir aðilar, sem hafa fengið
lánafyrirgreiðslu hjá Herluf,
oft aðilar sem bankarnir hafi
hafúað. Afföllin geta því verið
mikil, einkum á krepputím-
um. Þá var einnig nefnt að
Herluf hefði átt að halda sig
við heildsöluna eingöngu,
hann hafi haft of mörg járn í
eldinum. Það að vera góður
heildsali þýddi ekki endilega
að hann yrði góður í fyrir-
tækjarekstri.
Hagnaðist vel á heild-
sölu og innflutningi
Herluf Clausen er af dönsk-
um ættum og er fimmti ætt-
liður Clausena sem stundar
viðskipti hér á landi. Faðir
hans varð gjaldþrota og flutt-
ist til Danmerkur en Herluf
ólst upp hjá móðurforeldrum
sínum í Grindavík. Hann út-
skrifaðist frá MR 1964 og
tæpu ári síðar hafði hann
stofnað heildverslun sína.
Hún fór vel af stað og hagnað-
ist Herluf vel á innflutningi á
steiktum lauk, frönskum kart-
öflum og tertubotnum. Síðan
flutti hann mikið af fatnaði
inn í heildsölu og má þar
nefna gallabuxnamerkið
UFO. Hann þykir góður sölu-
maður og heildsalan gekk
mjög vel. Einnig leysti hann út
vörur fýrir aðra verslunareig-
endur og hagnaðist mjög vel á
því. Hann fjármagnaði inn-
flutninginn og fékk síðan
greitt til baka eftir 1-2 mán-
uði. Fullyrt hefúr verið að slík
viðskipti hafi getað skilað allt
að 200 prósenta ársávöxtun.
Fyrir íjórum árum var tolla-
löggjöfinni breytt og fjárþörf
Herluf Clausen:
Veðtilfærslur og óbreytt
„Ég á nú ekki von á þvi að
þessi veð hjá mér hafi aukist
neitt á undanförnum árum.
Skýringin sem ég hef á þessu
er að eignir hafa væntanlega
verið seldar. Þetta er tilfærsla
á veðsetningum og megnið af
þessum veðsetningum er
tryggingar fyrir einhverjum
öðrum viðskiptum. Ég á ekki
von á að það hafi aukist á
einn eða annan hátt.“
Eru viðskiptin ekki þyngri
utn þessar mundir með hnign-
un Laugavegarins, erfiðleikum
{fataviðskiptum og aukinni
kreppu almennt?
„Öll viðskipti eru þyngri í
augnablikinu og hafa verið
það undanfarið eitt ár eða
svo. En þau eru ekkert þyngri
hjá mér en gengur og gerist
og sjálfúr er ég tiltölulega lítið
í þessum fatabransa.“
Hvað með tengsl þín við
Laugaveginn?
„Þetta er náttúrulega ein-
hver gömul tugga sern er ekki
svaraverð. Þau eru ekkert
öðruvísi en þau hafa verið. Ég
veit ekki hvað menn eru að
fílósófera, en í sambandi við
þessi veð, þá hafa þau ekkert
aukist, þetta eru tilfærslur út
af eignasölum og slíku.“
Hvað tneð nýleg veð á
Laugavegi 95?
„Það eru einhverjar til-
færslur. Það er ekkert óeðli-
legt við það á einn eða annan
hátt.“
Veðin tengjast ekki versn-
andi afkomu hjá þér eða á
Laugaveginum?
„Nei, það er bara þessi
sami gangur hjá mér og öðr-
um. Það er ekkert öðruvísi.“
Nú hefitr þú verið talsvert í
afkoma
lánaviðskiptum og ert sagður
hafa tapað fé á gjaldþroturn
ákveðinna einstaklinga.
„Það er ekki rétt að ég hafi
tengst einhverjum lánavið-
skiptum til einstaklinga. Ég er
bara heildsali sem selur vör-
ur. Ég hef leyst út vörur og
selt mönnum vörur og greiði
mína skatta og skyldur af því
eins og ég hef alltaf gert Ég er
ekkert öðruvísi en aðrir
heildsalar hérna á Islandi og
hef raunar aldrei verið.“