Pressan - 12.08.1993, Blaðsíða 27
N Y LO
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
PRESSAN 27
tíðarinnar?
RALF SAMENS
„God looked at the earth and
he saw that it was a ball. And
itwasgood." — Ogguð leit
á jörðina og sá að hún var
bolti. Og það var gott.
Um síðustu helgi var opnuð samsýning tólf
ungra listamanna í Nýiistasafninu að við-
stöddu fjölmenni, en talið er að á fjórða hundr-
að manns hafi komið opnunarkvöldið. PRESS-
UNNI fannst tilvalið að veita lesendum sínum
innsýn í hvað ungir listamenn fást við þessa
dagana. Listamennirnir ákváðu sjálfir hvaða
verk þeirra yrðu fest á filmu, eigin uppstillingu
og hvað þau hefðu að segja um list sína. Eng-
ar hömlur voru settar.
íslensku listamennirnir eiga það sammerkt að
l iafa skóiast í Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og reyndar útskrifuðust þau öll árið
1991, nema Magnús Sigurðarson og Jóhann
Vaidimarsson. Þá eru þau öll úr fjöltæknideild,
nema Jón Garðar Henrýsson, Þórarinn Blöi>
dal og Sigurður Vilhjálmsson, sem koma úr
málaradeild.
Tiiurð þessarar tiiteknu sýningar má rekja til
þess að Jóhann Valdimarsson og Guðmundur
Rúnar Lúðvíksson fengu Nýlistasafnið að láni
til að halda saman sýningu. Þeir ákváðu síðan
að halda samsýningu með fieiri ungum lista-
mönnum og þegar upp var staðið voru þau
orðin eliefu talsins. Að auki er Svisslendingur-
inn Ralf Samens með á sýningunni, en hann
er hér í boði Nýlistasafnsins.
LIND
VÖLUNDARDÓTTIR
vildi að ég væri blóminn í ís-
lensku sumri.“
„Verk: Skötuselur. Réttur:
Afhausið skötuselinn með
beittum hníf, takið í roðið
hausmegin og rtfið af og
skerið við halann, bregðið
beittum hnrf á hrygginn og
flakið, hreinsið skvapið (fit-
una) af holdinu. Bitið holdið
niður og steikið á heitri
pönnu í ekki of langan tíma.
Skemmtun: Takið roðið og
bregðið því á stóran blóm-
kálshaus og þurrkið."
MAGNUS
SIGURÐARSON
271066-8569
r
SIGURDUR
VILHJALMSSON
Hér átti Sigurður að standa og
segja eitthvað gáfulegt..
POPP
SVEITABOLL
FIMMTUDAGURINN
1 2. ÁGÚST
FOSTUDAGURINN
1 3. ÁGÚST
• Hljómsveit Tómasar R.
Einarssonar verður á kaffi-
húsinu Sólon íslandus. Þeir
félagar flytja dagskrá sem
síðar í mánuðinum verður
flutt í Þórshöfn í Færeyjum á
norrænum útvarpsdjassdög-
um. Hljómsveitinni hefur
bæst nýr liðsmaður, hinn
kornungi tenórsaxófónleikari
Óskar Guðjónsson. Hljóm-
leikarnir hefjast kl. 22.
• Loðin rotta leikur fyrir
dansi á Gauknum í sfnu
gamla góða formi. Siggi
Gröndal, táningurinn á fer-
tugsaldri, plokkar gítarinn,
Golli vinur á hljómborð, Jói
„der Dicke" á bassa, Scób-
mundur þenur raddbönd og
Halli Gulli sér um trommur.
FOSTUDAGURINN
t 3. ÁGÚST
• Hljómsveitin Langbrók á
Gauknum. Alli, Halli, Baldur
og Alfreð spila Abba-lög með
tvær söngkonur.holdgervinga
Annifrid og Agnethu, í broddi
fylkingar. Say no more!
• Sniglabandið, hljómsveit-
in sem fékk menningarverð-
launin á Rock-Cup fyrr (
sumar, mun heldur betur láta
að sér kveða á Tveimur vin-
um í kvöld. Þar mun útgáfu-
félagið Slím hf. veita hljóm-
sveitinni bullplötu, sýnt verð-
ur myndbandið við lagið
„Brennivín er bull“, en á því
myndbandi leikur Lögreglu-
kórinn aðalhlutverkið. Ekki
er enn Ijóst hvort þiltarnir
verða íklæddir pungbindum
og gúmmískóm, en það
kemur allt í Ijós.
• Lipstick Lovers, hin ann-
álaða rokk- og ról-sveit,
skemmtir í Tunglinu (já það
er opið aftur) frá miðnætti. •
FH-hátíð verður um helgina
hjá Hafnfirðingunum á Nilla-
bar. Diskótek og allir FH-ing-
ar velkomnir.
LAUGARDAGU RIN N |
1 4. ÁGÚST
• Langbrókin enn í stuði á
Gauknum. Hjónin á Hlíðar-
enda eru fjarri góöu gamni,
enda þekktu þau ekki
sænsku gæðaafurðina Abba.
• Leiksvið fáránleikans
stendur fyrir mfní-rokkfesti-
vali (Tunglinu við Lækjar-
götu. Á þessari rokkhátfð
munu einnig koma fram
hljómsveitirnar INRI, Yucat-
an, Púff og Curver.
• Cuba libra verður ásamt
Þórönnu á Nillabar í Hafnar-
firði. FH-ingar ætla að halda
upþ á góðan árangur í deild-
inni og lyfta bæði leikmönn-
um og stuðningsmönnum
upp.
SUNNUDAGURINN
15.ÁGÚST
• Stjórnin á Gauknum, ný-
komin norðan úr landi.
Næstu helgi mun sveitin
virða fyrir sér Holmenkollen
því þá veröur höfuðborg Nor-
egs, Ósló, heimsótt og leikið
fyrir frændur vora. Á efnis-
skránni verða væntanlega
nokkur lög með hinni norsku
Syssel Kirkjebo.
• Festí Gríndavík SSSól
hyggst einbeita sér að suö-
vesturhorni landsins um
þessa helgi og því hefur hinn
fornfrægi dans- og skemmti-
staður orðið fyrir valinu. Ald-
urstakmark er 18 ár. Ætli
Eyjólfur sé fundinn?
• Félagsheimili Dalvíkur
Hljómsveitin Stjórnin lýkur
sumarferð sinni um landið
þessa helgi, en sumarið hef-
ur farið í að fylgja eftir geisla-
þlötunni „Rigg“ sem kom út í
júní.
• Sjallinn ísafirði Nýdönsk,
með nýkvænta bassaleikar-
ann Ðjörn í broddi fylkingar,
lufsast vestur á ísafjörð. Þeir
hafa verið latir piltarnir í sum-
ar, legið í sólbaði og hugað
að búi og börnum, en nú skal
bætt úr því og sþilað fyrir
landsbyggðina.
• Sjallinn Akureyri Plá-
hnetan lætur sig ekki vanta
og syngur um gervitungl og
önnurtungl.
•Þotan Kefiavík GCD með
Bubba og Rúnar í
fararbroddi sjá til þess að
Keflvíkingar gleðjist.
LAUGAR DAGU R I N N
1 4. ÁGÚST
• Ýdalir i Aðaldal Það er
alltaf ægilega gaman f Aðal-
dalnum og nú er Stjórnin
mætt til leiks í síðasta sinn.
Sveitin hyggur sumsé á frí
þar til í októþer, svo nú fer
hver að verða síðastur að sjá
þau Siggu og Grella þregða
á leik. Lipstick Lovers sjá um
upphitun fyrir Stjórnina í
þetta skiptið.
• Njálsbúð V-Landeyjum.
Nú setur Njáll á Bergþórs-
hvoli í sig eyrnatappana, því
í kveld leikur SSSól fyrir
sveitunga hins fallna ættar-
höfðingja. Hólmararnir úr
sveitinni Vinir vors og blóma
hita upp fyrir þá sólarmenn,
en þeir eiga lagið Gott f
kroppinn á íslenska listanum
um þessar mundir.
• Sjallinn ísafirði Yfirreið
Nýdanskrar er óstöðvandi.
Þeir eru reyndar enn staddir
í mynni Skutulsfjarðar dreng-
irnir. Annars er í burðarliðn-
um ný hljómplata sem kemur
út f haust og er þessa stund-
ina í hljóðblöndun í Lundúna-
borg. Kannski spila þeir eitt-
hvað af nýju plötunni piltarn-
ir?
• Sæluhúsið Dalvfk Hið
eina sanna Rokkabillýband
leikur fyrir Dalvíkinga og
sveitunga þeirra.
• Miðgarður Skagafirði
Pláhnetan er mætt á slóðir
hestamanna og Geirmundar.
Miðgarður hefur löngum
trekkt að norðanmenn og
konur og nú fer að verða síð-
asti séns að sleppa sér laus-
um fyrir haustannir.
•Lýsuhóll Snæfellsnesi
Það hefur verið heldur dauft
yfir Snæfellsnesinu og
aðeins haidið eitt ball í
sumar á Lýsuhóli. Nú hyggj-
ast félagarnir í Sniglaband-
inu bæta úr því svo um mun-
ar. Skúli og strákarnir eru rétt
að þyrja, enda fyrst að ná
sér á strik þegar kemur að
sláturtíð.
•Þotan Keflavík Nú á
útvarpsstöin Bros afmæli og
af þvi tilefni verður mikið
skrall. Suðumesjamenn eru
hvattir til að mæta.