Pressan - 24.02.1994, Qupperneq 4
YFIRHEYRSLA
Safna ekki Júróvisjónplötum
Landsbankinn átti mjög háar kröfur í þrotabú Sanitas án þess að fá neitt upp í þær.
Risavaxið eignalaust þrotabú Sanitas hf.
Landsbankinn tapar
háum fjárhæðum
Nýlega lauk skiptum í þrota-
búi Sanitas hf. en samtals
voru lýstar kröfur upp á
463 milljónir króna, þar af for-
gangskröfur 2,3 milljónir króna.
Farið var ffam á gjaldþrotaskipti í
mars 1993. Engar eignir fundust í
búinu þannig að rannsókn á veg-
um skiptastjóra var í lágmarki
enda enginn vilji meðal kröfuhafa
til að kosta slíkt. Eignaleysi bús af
þessari stærðargráðu er óvenjulegt,
en vitað er t.d. að fýrirtækið Viking
Brugg lýsti ekki kröfu upp á 160
milljónir í búið. Þá eru ekki mörg
ár síðan Sanitas var skráð með eig-
ið fé upp á um 200 milljónir. Nú
hefúr fýrirtækið Pólaris, sem
sömuleiðs var í eigu Páls G. Jóns-
sonar, verið lýst gjaldþrota og má
gera ráð fýrir háum kröfúm þar.
Landsbanki íslands er lang-
stærsti einstaki kröfúhafinn í
þrotabú Sanitas, en þeir lýsa 201
milljónar króna kröfu í búið sem
tilgreind var sem víxilskuld ásamt
fleiru. Þessi krafa Landsbankans
hefur vakið athygli, en heimilda-
menn kunnugir rekstrinum telja
að bankinn tapi verulegum fjár-
hæðum á þessu gjaldþroti Sanitas.
Landsbankamenn sjálfir verjast
hins vegar allra ffétta.
Eignaleysi búsins kemur meðal
annars til af því að helsta eign þess,
verksmiðjuhús á Köllunarkletts-
vegi, var seld á nauðungaruppboði
í júní árið 1992. Hæstbjóðandi var
iðnlánasjóður, sem leysti til sin
eignina á 20 milljónir króna. Var
hún síðan seld aftur til Gosan hf.
ásamt öflum tækjum og tólum,
sem sjóðurinn hafði einnig leyst til
sín. Þá átti Iðnþróunarsjóður veru-
legar kröfur. Iðnlánasjóður taldi
sig hafa sloppið bærilega ffá lánum
til Sanitas og lýsti engum kröfúm í
þrotabúið. Sagði lögffæðingur fé-
lagsins að sjóðurinn hefði ekki
þurft að afskrifa neitt út af þeirri
meðferð.
Eins og áður segir eru uppi
miklar vangaveltur um hvaða
tryggingar Landsbankinn hafi haft
fýrir þessum lánum til Sanitas, en
einnig vakti athygli að fýrirtækið
skyldi. komast í viðskipti hjá bank-
anum sem þegar var með hin öl-
gerðarfýrirtækin, Vífilfell ög Egil
Skallagrímsson, í viðskiptum. Var
því haldið ffam að þar hefði Páll
notið persónulegs kunningsskapar
við Steingrím Hermannsson,
bankaráðsmanns Landsbankans,
og Val heitinn Amþórsson banka-
stjóra. Einhverjar eignir átti Sanitas
á Akureyri, en þær eru löngu seld-
ar, auk þess sem öll tæki þar voru á
kaupleigusamningi þannig að
bankinn getur ekki haft miklar
tryggingar þar. Birgðir Sanitas, svo
sem sykur, fóru að mestu aftur til
birgja.
Siguröur Már Jónsson
Sveinbjörn I. Baldvinsson
dagskrárstjóri
Hvað réð því að Gunnar Þórð-
arson, Anna Mjöll Ólafsdóttir og
Friðrik Karlsson voru valin til að
semja Júróvisjónlag fyrir okkar
hönd?
„Það var ákveðið að leita til
þriggja aðila. Við fengum ábend-
ingar ffá sjö aðilum sem hafa
tengst íslenskri dægurtónlist á síð-
ustu tuttugu árum og báðum þá
að setja tíu nöfn á blað. Við höfð-
um það til hliðsjónar við valið.“
Spamaðurinn sem næst með
einungis þremur höfundum, er
hann ekki of dým verði keyptur
með tilliti til hversu einlit tónlist-
in verður?
„Hugsunin á bak við það er að
ffía fjármagn til þess að gera tón-
listarprógrömm almennt. Ég er
búinn að heyra þessi lög og finnst
þau alveg hliðstæð því sem út hef-
ur komið síðustu árin. Mér finnst
útkoman reyndar betri núna, en
það er smekksatriði."
Nú er almennt talið að þessir
þrír aðUar falli í hóp með alhörð-
ustu skallapoppumm landsins.
Er með þessu verið að gefa
ákveðna línu?
„Nei, þegar ákveðið var að leita
til höfúnda var ekki verið að spá í
hvers kyns viðkomandi væri eða
hvort viðkomandi hefði starfað
lengur eða skemur í þessari tónlist.
Við reyndum auðvitað að hafa
ekki alla höfundana jafngamla eða
svoleiðis. Hins vegar hafa höfúnd-
amir algjört sjálffæði um hvemig
lagið er sem þeir skila inn.“
Er ekki verið að viðurkenna að
söngvakeppnin sé skaUapopp og
þvt verði ekki breytt?
„Það var ekkert ffekar hugsað
þannig af okkar hálfu. Þetta er
bara einhver eilífðarpæling hvort
eigi að stíla inn á hreina popptón-
list eða ltvort Júróvisjón sé vett-
vangur fyrir einhverja ffamúr-
stefnu í lagasmíðum. Ég held að
þetta sé ekki kjörinn vettvangur
fýrir framúrstefnu.“
Hefði eldd verið nær að leita
þjóðlegri einkenna en greina má í
fjölþjóðlegri dægurtónlist (les:
froðu) ofantalinna?
„Mér finnst Júróvisjón ekki
vettvangur fýrir Islendinga að
sanna okkur í einhverri etnískri
tónlist og veit ekki til hverra við
ættum að leita, hvort við ættum
að stifla upp með einhvern lang-
spilsleikara eða hvað.“
Nú ert þú gamaU tónlistarmað-
ur sjálfúr. Er þetta í samræmi við
þinn eigin tónlistarsmekk?
„Augljóslega stóð ég í að velja
þessa höfúnda þannig að þú getur
rétt ímyndað þér hvort það sé mér
á móti skapi. Þetta er í samræmi
við það sem við vildum gera í
þessari keppni. Ég hef ekki safnað
Júróvisjónplötum í gegnum árin,
ef það er það sem þú ert að pæla.
Við megum ekki gleyma því að
þetta er dægurlagakeppni og hefur
afltaf verið og hvort sem okkur
finnst það smart eða ekki er það
það sem þetta gengur út á. Mér
finnst ekkert dónalegt eða slæmt
við það að lög séu popplög og séu
einfaldar og snotrar melódíur."
Hvers vegna var þátturinn Á
tali með Hemma Gunn lagður
undir söngvakeppnina? Hefði
ekki verið nær, auglýsingaiega
séð, að hafa sérstakan dagskrárlið
sem gæfi auluiar auglýsingatekj-
ur?
„Það er spurning um það hvort
menn miða dagskrárgerð sína við
auglýsingar eða við dagskrá sem
slílta. Við fýlgjum ekld þeirri
stefnu að búa til dagskrá sem mið-
ast við að hala inn sem mestar
auglýsingatekjur. Við lítum á út-
sendingar okkar sem þjónustu en
ekki viðskipti."
Sjónvarpið ákvað í sparnaðarskyni að velja einungis þrjá höfunda til að semja framlag okkar í Júróvisjón. Það var gert til að reyna að hafa forkeppnina ódýrari en þær
tólf milljónir sem hún kostaði í fyrra. Mörgum þótti höfundahópurinn einlitur og í ætt við skallapopp eins og sjá mátti í Hemma Gunn í gærkvöldi.
Það er ótrúlegt hvernig þeir
leyfa sér að fara með reyk-
ingamenn á spítulum lands-
ins. Það er farið verr með þá en
skepnur, þeir eru nánast eins og
fjórða og fimmta flokks borgarar,“
sagði Óskar Engilbertsson öryrki,
sem nýlega hefur lokið tveggja
vikna sjúkrahúsvist á Landspítal-
anum. Áður hafði hann verið á
Borgarspítalanum og segist hafa
kynnst sama aðbúnaði þar.
„Ég segi það enn og aftur; það er
ekki einu sinni farið svona með
dýr! Þó að aflir geti tekið undir
fullyrðingar um skaðsemi reykinga
þá blasir við að það er ekki rétti
tíminn til að hætta að reykja þegar
þú átt í veikindum eða ert að jafna
þig effir uppskurð.“ Óskar segir
slæmar sögur af aðbúnaði reyk-
ingafólks á Landspítalanum, fólk
verði að fara alla leið niður í kjall-
ara þar sem megi reykja í litlu her-
bergi sem manna á meðal er kallað
Syndin. Þeir sem séu rúmliggjandi
fari þangað með aðstoð ættingja í
heimsóknartímum og rúmin kom-
ist ekki einu sinni inn í reykinga-
herbergið. Oftar en ekki verði þeir
ÓSKAR ENGILBERTSSON: Fólk verður að fara alla leið niður í kjall-
ara til að reykja á Landspítalanum.
því að vera frammi á gangi í kjall-
aranum, þar sem sé bæði dragsúg-
ur og kuldi. Svipaður aðbúnaður
segir hann að sé á Borgarspítalan-
um. Á geðdeild Landspítalans
þurfi sjúklingar einfaldlega að fara
út til að reykja og skipti þá engu
máli hvernig veður sé. Aðstæður
starfsfólks eru engu betri segir
Óskar, — það verður einfaldlega
að reykja úti.
„Reykingar eru einhver versta
ávanabinding sem yfir menn getur
dunið og mér finnst grimmúðlegt
að ætla að láta menn hætta því
þegar svona stendur á. Ég veit urn
fólk sem hefur liðið miklar þján-
ingar aukalega vegna þess. Þegar ég
fór niður að reykja þurfti ég að
dröslast með tvær stangir með
slöngum fyrir fæði og blóð og
klæða mig í öfl tiltæk föt til að lifa
kuldann af,“ sagði Óskar, en þess
má geta að þegar hann lá á Borgar-
spítalanum fýrir tveimur árum var
komið með mann þangað sem
hafði stokkið út um glugga á þriðju
hæð geðdeildar Landspítalns til að
komast í reykingaffelsi. PKESSAN
talaði einmitt við þennan mann á
sínum tíma. Óskar sagðist ekki
vera ffá því að margir sjúklingar
væru sama sinnis.
„Þá vil ég geta þess að bæði
læknar og hjúkrunarkonur sögðu
mér að reykingamenn væru yfir-
leitt fýrr útskrifaðir vegna þess að
þeir færu fýrr á stjá til að komast í
reykherbergin og væru fýrr ferða-
færir fýrir vikið.“
Um atvinnuleysi?
„Ef Pálmi Jónsson eða Matthí-
as Bjarnason hefðu verið for-
sætisráðherrar í núverandi
stjórn — réttir menn á réttum
stað — væri ekki eins mikið
atvinnuleysi og hörmungar og
þjóðin þarf að glíma við í dag.
Við mundum ekki vita af at-
vinnuleysinu. Þeir hefðu getað
skipt þjóðarkökunni réttlát-
lega. Annars hefur þjóðin gott
af því að lifa svolítið atvinnu-
leysi. Mér finnst alveg voða-
legt hvað börnin eru orðin mat-
vönd. Af núverandi ráðherrum
eru í mesta lagi fjórir sem
mættu sitja í næstu stjórn, Jó-
hanna og Sighvatur og svo eru
Össur og Halldór minn Blöndal
efnilegir."
Reykingamenn kvarta yfir aðbúnaði á spítulum
landsins
I reykingalausu víti
í veikindum
— segir Óskar
Engilbertsson,
reykingamaður
og sjúklingur
4 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994