Pressan - 24.02.1994, Qupperneq 8
Páll Einarsson, fyrrverandi flugmaður
Krefur Cargolux um
215 milljónir króna
í skaðabætur
Hæstiréttur í Lúxemborg hefur dæmt Cargolux skaðabóta-
skylt. Leitaði sér aðstoðar vegna fráhvarfseinkenna af notkun
verkjalyfja. Yar úrskurðaður „geðveikur“ af geðlækni, sam-
kvæmt tilvísun Cornerstone-meðferðarstofnunarinnar, sem
er með þjónustusamning við Cargolux. Sú stofnun er rekin af
íslenskum rafvirkja á Flórída. Geðrannsókn á íslandi og í
Lúxemborg úrskurðaði hann síðan heilbrigðan. Missti vinn-
una, konuna og húsið. Rom upp um vopnasmygl Cargolux á
meðan á málaferlum stóð.
PÁLL EINARSSON: Sagan er ótrúleg, en það fá engir peningar bætt skaðann.
Lögfræðingar Páls Einarsson-
ar lögðu þann 13. janúar sl.
skaðabótakröfur að upphæð
215 milljónir króna fyrir hæstarétt
í Lúxemborg, vegna ólögmætrar og
„níðingslegrar“ (abusive) uppsagn-
ar Páls úr starfi flugmanns hjá Car-
golux þann 21. mars 1985. Saga
Páls eins og hann segir hana er um
margt ótrúleg og er saga baráttu
einstaklings við geðlæknabatteríið,
dómstóla og lögfræðinga Cargol-
ux. Hann tapaði vinnunni og segist
hafa tapað konunni og húsinu í
þokkabót. Þrátt fyrir væntanlegar
skaðabætur verði skaðinn aldrei
bættur.
Leitaði aðstoðar vegna frá-
hvarfseinkenna lyfjanotkun-
ar...
Páll segir söguna hafa hafist
1983. Þá hafi hann um nokkurn
tíma þurft að taka verkjatöflur
vegna beinþynningar. Hann hafi
fengið slæm fráhvarfseinkenni þeg-
ar hann hætti á þeim lyfjakúr og
leitað sér aðstoðar hjá fyrirtækinu
Comerstone Institute. Það er
meðferðarfyrirtæki staðsett á Flór-
ída, en með útibú í nokkrum lönd-
um og hefur verið með þjónustu-
samning við Cargolux. Páll segir
Cornerstone Institute rekið af Stef-
áni Jóhannssyni, sem sé rafvirki að
mennt „en haíi farið á níu mánaða
námskeið og líti nú á sig sem sér-
fræðing í meðferðarmálum af
ýmsu tagi“. Stefán hafi ekki viljað
gefa Páli vottorð nema hann talaði
við geðlækni. Páll segist hafa fallist
á það að lokum, en síðan lent í
deilu við geðlækninn sem vildi gefa
honum lyf við fráhvarfseinkenn-
unum. Páll neitaði slíkri lyfjagjöf,
enda hafði honum áður verið ráðið
frá slíku. Hann féllst þó á endanum
á að taka lyfið Lithium, enda vissi
hann að það ylli ekki alvarlegum
fráhvarfseinkennum síðar. Geð-
læknirinn skilaði hins vegar skýrslu
þar sem hann stakk upp á þeirri
sjúkdómsgreiningu að Páll væri
geðveikur og átti sú skýrsla eftir að
verða Páli afdrifarík, þó svo sami
læknir hafi síðar snúið sjúkdóms-
greiningu sinni á hvolf og ekki talið
Á leið í brúðkaupsferð 1970.
neinn grundvöll fyrir greiningu
sinni. Taka lyfsins Lithiums tafði
hins vegar brotthvarf fráhvarfsein-
kennanna, sem lýstu sér m.a. í
magakrampa. Hann fór þvi til Is-
lands og á Vog, þar sem hann losn-
aði við öll fráhvarfseinkenni á
þremur vikum.
Úrskurðaður geðveikur
Laus af Vogi hélt Páll nú utan til
Lúxemborgar og ætlaði að hefja
aftur störf. Cargolux hafði hins
vegar fengið veður af skýrslu geð-
læknisins og vildi færa tryggingar
sínar á Páli sem flugmanni yfir á
breskt tryggingarfélag. Til að það
gæti gengið hefði Páll hins vegar
þurff að þaga yfir skýrslu geðlækn-
insins og hefði þá verið að gefa
rangar upplýsingar og verið rétt-
laus ef upp kæmist. Hann lagði því
skýrslu geðlæknisins á borðið fyrir
Cargolux og spurði þá hvort það
væri rétt að hann væri að fljúga
með vottorð upp á að hann væri
„brjálaður"? Hann vildi fara í geð-
rannsókn, sagði að annað gengi
ekki upp. Cargolux ætlaði þá að
reka hann fýrir að neita að fara í
flug. Flugmannafélagið skakkaði þá
leikinn og benti forráðamönnum
Cargolux á að ef Páll flygi með
„geðveikisvottorð" upp á vasann
væru hann og flugfélagið ótryggð.
Páll væri því að taka ábyrga af-
stöðu. Hann fékk þá þriggja vikna
frí með læknisvottorði og átti að
nota það til að finna út hvort hann
væri heill á geðsmunum eða ekki.
Það gekk frekar illa og á endanum
fór hann heim til íslands og til sál-
fræðings sem var hér á vegum Car-
golux. Sá heitir Jóhann Loftsson,
starfar í Reykjavík og er félagi Stef-
áns Jóhannssonar, þess sem rekur
Cornerstone-stofnunina í Flórída.
Sjúkdómsgreiningin sem Jóhann
gaf síðar er rituð á bréfsefni Corn-
erstone Institute, enda starfar Jó-
hann með Stefáni í fýrirtækinu.
Páll segir Jóhann hafa úrskurðað
sig geðveikan án frekari rannsókna
og viljað að hann færi á lyf og inn á
spítala. Páll sagðist ekki vilja á
neinn lyfjakúr, nema þá að undan-
genginni geðrannsókn sem sýndi
fram á þörf á slíku. Staðhæfir Páll
að á þessum tíma hafi Jóhann haft
undir höndum seinni skýrslu hins
bandaríska geðlæknis, þar sem
hann kemst að þveröfugri niður-
stöðu við fýrstu skýrslu sína. Þar
segir að ástand Páls hafi ráðist af
fráhvarfseinkennum, ekki geðsjúk-
dómi. „Ef Jóhann hefði dregið
þessa skýrslu fram hefði ég getað
framvísað henni til Cargolux og
hafið störf að nýju með það sama,“
segir Páll.
Lék sig geðveikan til að fá
heilbrigðisvottorð
Páll segist síðan hafa beðið Jó-
hann að senda læknisvottorð út til
Cargolux, þar sem hans fýrra vott-
orð væri að renna út. Það vottorð
barst hins vegar of seint og þegar
Páll var svo rekinn 21. mars var
ástæðan sú að hann hefði ekki
mætt til vinnu í þrjá daga — og
ekki framvísað læknisvottorði! Páll
segir að það hafi verið ómögulegt
að koma sálffæðingnum í skilning
um að hann væri að fara fram á
geðrannsókn vegna þess að hann
vildi sýna fram á að hann væri ekki
geðveikur, — sálfræðingurinn virt-
ist álíta að Páll teldi sig geðveikan
og hefði því leitað til sín. — Jóhann
hafði sent skýrslu til Cargolux, dag-
setta 20. mars, sem var samin upp
úr fýrstu skýrslu hins bandaríska
geðlæknis, þar sem stóð að Páll
væri geðsjúkur og færi sjúkdómur
hans hraðversnandi. Páll brá því á
það ráð að láta eins og geðsjukling-
ur sem leiddi til þess að hann var
sviptur sjálfræði og „hent inn á
Klepp“ þann 1. apríl. Þegar þangað
var komið hætti hann hins vegar
að „haga sér eins og fífl“ og fékk þá
geðrannsókn sem hann vildi. Eftir
sextán daga geðrannsókn varð nið-
urstaðan sú að hann væri heill á
geði. I niðurstöðu sálffæðilegrar at-
hugunar á Páli, sem undirrituð er
af Júlíusi K. Bjömssyni sálfræð-
ingi, kemur ffam að „um rnjög vel
greindan einstakling sé að ræða,
með jafna dreifingu hæfileika. Þeg-
ar prófanir eru gerðar virðist hann
í góðum raunveruleikatengslum,
laus við ofvirkni, hamlandi kvíða
og depurð, jafhframt því að hafa
góða stjórn á atferli sínu. Ekki bar á
ranghugmyndum eða öðrum
hugsanatruflunum í próftökunni.
Prófin benda til að Páll sé úthverf-
ur, impulsivur og nokkuð laus við
hömlur, jafhffamt því að hafa góða
sjálfsímynd og sjálfstraust“.
Auralaus í málaferii
„Mig vantaði eitthvað til að
stoppa þetta geðveikikjaftæði. En á
meðan ég var í geðrannsókn talaði
Jóhann sálffæðingur við bróður
rninn og sagði honum að ég væri
geðveikur og gæti t.d. ekki farið
með peninga og bróðir minn sagði
konu minni þetta ffá sálffæðingn-
um. Ég komst sjálfur ekki út til
Lúxemburg fýrr en í ágúst, því að
þegar ég kom út af Kleppi var ég
auralaus, það var búið að löka
reikningnum í bankanum og ég gat
ekki borgað reikninga. Það endaði
með því að strákarnir smygluðu
mér út með Flugleiðavél. Ég gekk
síðan í að koma mínum málum af
stað, auralaus. Ég fékk að búa í eitt
og hálft ár hjá Valgeiri Tómasi
Sigurðssyni, veitingamanni á
Cockpit Ínn, og hann hjálpaði mér
í málinu. Ég fékk ekki atvinnuleys-
isbætur, því þeir vísuðu mér til ís-
lands að sækja þær. Þar á ofan
hafði Cargolux skrifað atvinnuleys-
isskrifstofunni bréf þar sem ég var
sagður hafa brotið alvarlega af mér
í starfi. Samkvæmt napóle-
ónskri lagahefð, sem er við-
tekin í Lúxemborg, var það
mitt að sanna að svo væri
ekki. Ég stóð í málaferlum í
þrjú og hálft ár, þar til ég
vann málið og fékk bætur,
og á meðan þurfti ég að vera
staðsettur í Lúxemborg og
skrá mig þar atvinnulausan.
Á meðan á þeim réttarhöld-
um stóð var ég allt í einu í
málflutningi , Cargolux kominn
með þrjá geðsjúkdóma, sem er
sennilega heimsmet ef rétt reynist!
Þessi saga er svo ótrúleg að það
trúir henni enginn.“
Kom upp um vopnasmygl
Cargolux
„Lögffæðingur Cargolux gerði
ekki annað en að rægja mig í
dómsölum og í lok árs 1986 skrif-
aði ég forstjóra félagsins bréf og
sagðist mundu upplýsa um óþægi-
leg mál fýrir félagið ef þessu linnti
ekki. Síðan beið ég í eitt ár og lét þá
Magnús Guðmundsson blaða-
mann, sem þá var á Vikunni, fá
söguna um vopnasmygl Cargolux í
Falklandseyjastríðinu 1982. Þeir
höfðu þá nýverið orðið uppvísir að
slíku smygli og lofað bót og betrun,
en þetta kom í kjölfarið. Það varð
allt vitlaust í Lúxemborg þótt þetta
vekti ekki mikla athygli hér heima.
Þeir kærðu mig fýrir sakadómi, en
ég safhaði gögnum sem sýndu
ffam á þetta, kærunni var vísað frá
og ég sýknaður,“ segir Páll. Síðan
gerðist það í ágúst 1989 að at-
vinnudómstóll dæmdi uppsögn
Páls Einarssonar ólöglega en ekki
„níðingslega“ (abusive). Þá fékk
Páll greitt „skilnaðarkaup“ eða
bætur upp á um fjórar milljónir
króna og flutti til íslands. „Þá var
ég búinn að fara í aðra geðrann-
sókn í Lúxemborg sem sagði að
það væri ekkert að mér. Það var
nauðsynlegt, því geðrannsókn ffá
íslandi var ekki tekin gild fyrir
dómi úti. Cargolux sneri þá blað-
inu við og sagði að fýrst það væri
ekkert að mér, og hefði aldrei ver-
ið, hefði ég bara verið að útvega
mér þessa skýrslu frá geðlækninum
til að krækja mér í ólöglegt ffí! Sem
þýðir raunverulega það, að ég hefði
átt að halda áffam að fljúga þrátt
fýrir fyrstu skýrslu geðlæknisins,
eða m.ö.o. að það sé í lagi að geð-
veikir menn fljúgi flugvélum í Lúx-
emborg. Með þetta fórum við inn í
Hæstarétt og þar gufaði þessi fá-
ránlegi málflutningur Cargolux
upp. Málflutningur hefur staðið
fyrir Hæstarétti síðan dómur at-
vinnudómstólsins var kveðinn
upp, óslitið í á fjórða ár.“
Krafist 215 milljóna króna og
frekari kröfur hugsanlegar
Þann 30. september kvað Hæsti-
réttur upp þann úrskurð að upp-
sögnin væri óréttmæt eða „níð-
ingsleg“ eins og Páll vill þýða hug-
takið abusive. „Það þýðir að Car-
golux er skaðabótaskylt fýrir öllum
þeim skaða sem hef orðið fýrir síð-
an uppsögnin átti sér stað. Skaðinn
núna er orðinn 215 milljónir
króna, samkvæmt mati lögmanna
minna. Síðan eiga sérffæðingar
réttarins eftir að fara yfir þetta og
leggja sitt mat á réttmætar bætur.
Lögmaður rninn telur það hins
vegar algjört kjaffshögg ef ég fengi
ekki meira en 40 milljónir króna.
Hann á von á meiru. En ég missti
líka atvinnuna, fjölskylduna, konan
leitaði sér huggunar hjá öðrum
manni, við töpuðum hús-
inu og starfsferiUinn er á
enda. Fyrir utan þá þol-
raun að þurfa að standa í
þessu öllu — afgreiddur
geðveikur af mörgum, því
slíkur stimpill þvæst seint
af — og að vita aldrei
hver endanleg niðurstaða
yrði. Maður fær því skað-
ann aldrei bættan með
einhverjum peningum.
Ég hef líka íhugað málsókn á hend-
ur Stefáni Jóhannssyni hjá Comer-
stone Institute, þar sem geðrann-
sókn þeirra kom þessu af stað. En
Cargolux hefur hingað til neitað
því að ég hafi verið rekinn á grunni
þeirrar rannsóknar, heldur sagt að
ég hafi verið íjar\'erandi í þrjá daga
án læknisvottorðs. Á meðan á mál-
sókn minni á þá stóð gat Cargolux
illa viðurkennt að það hefði verið
ástæðan því þá hefðu þeir tapað
málinu umsvifalaust. Nú þegar
niðurstaða er fengin gæti það
breyst. Lögmaður minn í Orlando
segir að viðurkenni Cargolux þessi
tengsl, þá sé þetta borðleggjandi
krafa á tryggingarfýrirtæki Stefáns
upp á nokkrar milljónir banda-
ríkjadollara," sagði Páll Einarsson
að lokum.
Páll H. Hannesson
„EfJóhann hefði dregið þessa
skýrslu fram hefði ég getað fram-
vísað henni til Cargolux og hafið
störfað nýju með það sama. “
8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994