Pressan


Pressan - 09.06.1994, Qupperneq 15

Pressan - 09.06.1994, Qupperneq 15
Bandaríkjamaðurinn James Schamus, sem meðal annars framleiddi The Wedding Banquet, er á leið til landsins að hitta íslenska kvikmyndaáhugamenn. spurði hann hver Hallur Helgason væri galdurinn við að búa til góð- ar myndir fyrir lítinn pening. Ætla ekld að segja Islendingum að þeir eigi að gerast kapítalistar Á síðasta ári gerðist sá einstaki viðburður að tævansk/bandaríska bíómyndin The Wedding Banquet í leikstjórn Ang Lee sló í gegn í Bandaríkjunum. Það er ekki aðeins í hæsta máta óvanalegt að mynd sem ekki er framleidd af Holly- wood-risunum taki inn fúlgur heldur líka hitt að meira en 70 pró- sent myndarinnar voru textuð, en Kanar eru frægir fyrir að leggja það alls ekki á sig að lesa texta. Enn- fremur fjallar myndin um menn af asískum uppruna sem þar að auki eru hommar; hljómar eins og upp- skriftin að „Hvernig komast rná hjá að myndin þín verði metsölumynd í Ameríku“. En viti menn, myndin, sem kostaði u.þ.b. 750.000 dollara í framleiðslu, hefur til dagsins í dag tekið inn 28 milljónir dollara og er enn að. Það gerir hana að þeirri rnynd sem skilaði mestum tekjum fyrir hvern framleiðsludollara í Bandaríkjunum í fyrra. Mynd númer tvö á þeim lista heitir ]u- rassic Park og er eftir Steven Spiel- berg. Hún náði hinsvegar þeim ár- angri að skila meiri heildartekjum en nokkur önnur mynd hefur gert í gjörvallri kvikmyndasögunni. The Wedding Banquet var frá upphafi vel tekið af gagnrýnendum sem sjálfsagt óraði ekki fyrir vel- gengninni. Hún hlaut þar að auki Gullbjörninn á kvikmyndahátíð- inni í Berlín 1993 og var útnefnd til Óskarsverðlauna í flokki mynda á erlendu tungumáli. Eins og að líkum lætur vakti þessi árangur mikla athygli á að- standendum myndarinnar í Bandaríkjunum. Einn af þeirn er framleiðandinn James Schamus sem jafnframt tók þátt í að skrifa handritið. Hann er væntanlegur til íslands eftir helgi til að standa fyrir tveggja daga námskeiði, eða mál- stofú, um framleiðslu ódýrra kvik- mynda fyrir alþjóðlegan markað. Háskólabíó mun taka The Wedd- ing Banquet til sýninga á sama tíma. James stofhaði árið 1991 fram- leiðslufyrirtækið Good Machine (Góða vélin) ásamt félaga sírium Ted Hope. Árlega hafa þeir tekið þátt í framleiðslu fjölda mynda sem allar hafa átt það sameiginlegt að vera framleiddar fyrir svipaðar (eða lægri) fjárhæðir og meðal- mynd á íslandi. Að auki gegnir James prófessorsstöðu í kvik- myndafræði (film theory) og sögu við Columbia-háskólann. Kottt það á óvart að The Wedd- ing Banquet skyldi slá svona í gegn og hefur velgengnin hreytt stöðu þinni meðal bandarískra kvik- myndagerðarmanna? — Já, þetta kom á óvart. Ég held að þessi árangur ásamt þeirri breiðu lfnu sem við hjá Good mac- hine stöndum fyrir hafi breytt stöðunni. En þetta var ein mynd af tíu, fimmtán, tuttugu, það skiptir mestu máli að við höldum áfram í stað þess að láta eitt „hitf ‘ duga. Ég las í viðtali við félaga þinn að þetta hafi í grundvallaratriðum ver- ið Hollywood-mynd í dulargervi. — Mér finnst við hafa verið að endurskrifa ákveðna tegund af Hollywood-myndum, þ.e. furðu- fuglagamanmyndirnar frá fjórða og fimmta áratugnum, hluti eins og „The Philadelphia Story“, nema hvað núna var þetta á kínversku og um homma. Á einhvern undarleg- an hátt gerðum við sennilega meiri Hollywood-mynd en Hollywood gerir sjálf nú til dags. Þar verður að sprengja allt í loft upp, láta fólk vera í mögnuðu kynlífi og skjót- andi hvert annað til að búa til af- „ Við erum ekki að tala um pylsur og öskubakka ogþess háttar verslunar- varning, heldur tjáningu menning- arsamfélags. “ þreyingu. En þar sem við erum sjálfstæðir ffamleiðendur getum við leyff okkur að leggja aðaláhersl- una á söguna, persónurnar og að- stæðurnar. Hafið þið einhverjar áœtlanir uppi um að fylgja hinum þunga straumi Hollywood-framleiðenda? — Ja, samkvæmt skilgreining- unni á „main stream“ þá tilheyrir Wedding Banquet því. Þessvegna var hún á efst á listanum yfir þær myndir sem gáfu mest fyrir hvern fjárfestan dollar árið 1993 og birtur var í Variety. Við hugsum mest um það fyrir hverja við erum að gera myndir. Ef ég geri myndband með tveggja ára dóttur minni þá eyði ég sennilega ekki nema fimm dollurum enda eru áhorfendurnir ekki aðrir en afi og amma. Mér finnst það viðeig- andi kostnaður fyrir þá áhorfendur sem ég er að framleiða fyrir, sem eru foreldrar mínir. Við hugsum á sama hátt þegar við erum að framleiða mynd fyrir 100 þúsund dollara eða 200 þús- und eða milljón eða meira. Þetta þýðir einfaldlega að jafnvel þær mynda okkar sem eru mesta list- ræna flippið eru myndir sem eru ffamleiddar til að skila hagnaði. Velgengnin þýðir ekld endilega að við skiptum yfir í að framleiða eingöngu dýrari myndir en hins- vegar munum við leyfa okkur það þegar við höfum tilefni til og við teljum að við höfúm áhorfendahóp sem réttlætir fjárfestinguna. Þannig að það eiga eftir að sjást dýrari myndir ffá okkur. Ekki vegna þess að okkur langi endilega til að búa til dýrar myndir, heldur vegna þess að okkur langar til að búa til góðar kvikmyndir sem eru jafnffamt arð- vænlegar. Ég segi að fagurfræðin eigi að samsvara fjárhagsáætluninni. Mað- ur á ekki að reyna að gera mynd með útlitskröfum Spielberg- myndar fyrir lítinn pening. Maður á heldur að gera mynd sem hefur sínar eigin fagurffæðilegu forsend- ur og eigið útlit, þannig að áhorf- andinn sjái það sem þú vilt sýna honum í stað þess að leita að ein- hverju sem ekki er til staðar. Þess- vegna er það oft svo, að þeim mun ffjálslegri sem menn eru í fram- setningu, þeim mun arðvænlegri verður myndin vegna þess að á sinn sérstaka hátt talar myndin beint til áhorfenda í stað þess að reyna að stæla eitthvað sem hún hefúr ekki efni á að stæla. / sambandi við komu þína til ís- lands, veistu eitthvað um íslenska kvikmyndagerð? — Já, ég er mikill aðdáandi Frið- rilcs Þórs Friðrilcssonar, Jim Stark sem er að ffamleiða Cold Fever með honum er góður vinur minn. Svo er ég noklcuð vel að mér um menningu Norðurlanda án þess að vera sérffæðingur. Á kvikmynd með íslensku tali eins og t.d. Börn náttúrunnar einhvern séns í Bandaríkjunum? — Þú ert í raun að spyrja sömu spurningar og allir í Evrópu. Eig- um við ekld að ffamleiða myndir á ensku? Eina svarið sem ég get gefið er þetta: Ef þú vilt virkilega ffam- leiða eins arðvænlega mynd og mögulegt er, fýlgdu fordæmi mínu oggerðu hana á kínversku. Eg held að góð mynd sem er ffamleidd með það fyrir augum að sýna öllum heiminum hana eigi möguleika, kannski ekki mjög mikla, þar sem það er mjög erfitt að brjótast inn á bandaríska mark- aðinn. En myndir á ffönsku ganga sennilega betur í Bandaríkjunum en bandarískar myndir ffá sjálf- stæðum ffamleiðendum. Það má segja að möguleikarnir fýrir mynd á erlendu tungumáli séu litlir en að sama skapi á banda- rísk mynd sem ekki er ffá risunum í Hollywood ekki mjög mikla möguleika heldur. Hvernig líst þér sem Bandaríkja- matmi á kvótastefnuna á bandarísk- ar kvikmyndir og sjónvarpsefni sem rekinn er áróður fyrir í Evrópu, sér- staklega Frakklandi? — Vandinn við þetta er að þarna ruglast saman ríkisvald og mark- aðsöfl. Þetta þýðir að þegar frönsk sjónvarpsstöð fer að kaupa banda- rískt efni þá kaupir hún Termina- tor eitt, tvö og þrjú og ef þeir mega kaupa eina mynd í viðbót ffá Am- eríku þá kaupa þeir t.d. ekki Hal Hartley-mynd... — þeir kaupa Terminator fjögur. Þetta þýðir að á öfugsnúinn hátt myndi frönsk kvikmyndamenning stöðugt verða heimskulegri. Allt f nafni þess að verið sé að vernda ffanska menn- ingu. Ef þetta verður úr í Evr- ópusambandinu þá koma þeir því einu til leiðar að allar áhugaverðu myndirnar frá Ameríku munu ekki sjást í Evrópu heldur bara stóru heimskulegu myndirnar. Er eini tilgangurinn með íslands- heimsókn þinni að kenna í tvö kvöld, eða hvað rekur þig hingað? — Ég nota svona kennsluferðir alltaf til að reyna að læra eitthvað sjálfur. Ég deili ekki minni vitn- eskju með öðrum á forsendunum „svona gerum við þetta í Ameríku og þið ættuð að gera það þannig líka“, ég reyni heldur að kynna mína reynslu af heimsmarkaðnum fyrir ódýrar (low budget) kvik- myndir og ég held að það sé hægt að finna leið að heimsmarkaðnum sem er ekki endilega amerísk eða íslensk eða eitthvað annað, heldur bara leið sem endurspeglar gott viðskiptavit. Margir evrópskir framleiðendur hafa enga snertingu við markað- inn, aðallega vegna sjóða og styrkja og vegna þess að off eiga þeir engin réttindi að myndunum og er þess- vegna alveg sama hvort þær seljast eða ekki, það snertir þá ekkert per- sónulega. Ég reyni að sýna fram á að þegar maður á hagsmuna að gæta, þá leggur maður mikið upp úr því að sem flestir sjái myndina, að fólkið í Tékklandi sjái hana og fólkið á íslandi o.s.ffv. Umræðan er mjög ffóðleg vegna þess að af henni leiðir umræða um margvísleg menningarleg og fagur- fræðileg mál þessu tengd. Þar að auki er ísland hið eina af Norðurlöndunum sem ég hef aldrei komið til og ég hef heyrt að það sé mjög fallegt og fólkið vina- legt. íslendingar eru ekki nema 260 þúsutid og framleiða nokkrar bíó- myndir á ári, finnstþér ekki út í hött að framleiða myttdir, hverja upp á eina til tvœr milljónir dollara, fyrir svona lítinn hóp? — Jú, augljóslega, nema þú sjáir að þú hafir möguleika á heims- markaði, sem þú gerir ekki alltaf, og í þeim tilfellum ætti kannski að lækka fjárhagsáætlunina. Það sem þarf þó að hugsa um er að við er- um ekki að tala um pylsur og ösku- bakka og þess háttar verslunar- varning, heldur tjáningu menning- arsamfélags. Það getur þess vegna vel átt við að gildi myndarinnar liggi í því að túllca menningu þjóð- arinnar og að það skipti meira máli en sú upphæð sem lcynni að fást fyrir miðasölu. Ertu ekki komintt í tnótsögn við það sem þú sagðir fyrr í viðtalinu um slœmar afleiðittgar þess að hafa ekki viðskiptalegra hagstnutta að gœta? — Jú, það er hárrétt, þetta er þversögn. Enda ætla ég ekki að koma fljúgandi til íslands til að segja öllum að allt sem þeir eru að gera sé rangt og að allir ættu að gerast kapítalistar. Á hinn bóginn þá get ég komið fram með sjónar- mið, jafnvel um þjóðlega menn- ingu, sem opna möguleikann á áhuga áhorfenda um allan heim og þar af leiðandi mun áhugaverðari niðurstöðu í fjármáladæminu. Þú hefur leitað töluvert til Evrópu eftir bœði fiármagni og listrœnum aðföttgunt, sérðtt fyrir þér að þú myndir hafa áhuga á að framleiða á íslattdi eða með lslettdingutn? — Að sjálfsögðu, vinur minn og nágranni Jim Stark hefur þegar gert þetta með Friðriki Þór Friðrikssyni. Hann er New York-búi eins og ég. Staðreyndin er sú að við sem stöndum í „low-budget“-kvik- myndagerð erurn jafnalþjóðleg og Time-Warner. Við erum alltaf að leita að áhugaverðu fólki til að vinna með. Við höfum náttúrlega unnið mikið með Evrópu- og As- íubúum hér í New York enda kunnum við best að ffamleiða í New York. Ég er ekki peningakall sem þvælist um með fúlgur til að ffamleiða um allar trissur, en mað- ur veit aldrei. Þekking okkar liggur fyrst og fremst í markaðnum og við höfum brennartdi áhuga á góð- um kvikmyndum, hvar sem þær eru búnar til. Námskeið/málstofa Schamus fer ffam að kvöldi til dagana 15. og 16. júní í Háskólanum. Skráning fer fram til 10, júní á skrifstofu Kvik- myndasjóðs og nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Páli Grímssyni í síma91-31151. FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994 PRESSAN 15B t

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.