Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Prof. Hans Ahlmann: Jón Eyþórsson þýddí Undir ægishjálmi Vatnajökuls Hans Ahlmann, prófessor í Stockhólmi, hefir skrifað bók um ferðir sínar hér á iandi, í sumar sem leið. Fyr- irsögnin er: Pá skidor och till hest — i Vatnajökuls rike. Aí því bókin cr nýkomin út, og því í íárra höndum, eru hér birtir nokkrir smáþættir úr henni í lauslegri þýðingu. Helmingur bókarinnar er um sjálft ferðalagið á 'Vatnajökli, hinn helmingurinn um ferð höf. frá Höfn i Hornafirði á hestbaki út yfir sanda að Tcigingalæk. Um þennan kafla segir höf. sjálfur í formálanum: „Ég hefi reynt að lýsa því, sem mér bar fyrir augu og að eyrum í þessari ferð. Hreinskilnislega skal ég játa, að það hefir verið meðal eríiðustu viðfangsefna, senj ég hefi glímt við, því að ísland og sér í lagi A.-Skaftafellssýsla, er cngu líkt af því, sem ég hefi áður komizt í kynni við. Náttúran, og jafnvel fólkið líka, er þar stórbrotnara og sérmerktara heldur en annarsstaðar, lífskjörin og um- hverfið er svo einstætt og furðulegt, að mér er það al- veg ljóst, hve ófullkomin írásögn mín hefir orðið, hve lauslegar þær myndir eru, sem ég hefi leitazt við að bregða upp.“ þessar línur sýna vel þá virðingu og hlýleik, sem höf. hefir lagt í verlc sitt. — J>ær eru grunntónn í bókinni. — X. Skaftafell. „Fögur er hlíðin, svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar og slegin tún; mun ég aftur heim ríða og fara hvergi“. Þótt þau séu orðin hversdagsleg, af þúsundfaldri endurtekningú þessi orð, sem Gunnar á Hlíðarenda mælti, er hestur hans hrasaði og honum varð litið um öxl á leið sinni til skipsins, sem átti að flytja hann af landi burt um þrjú ár, ella skyldi hann réttdræpur, — þessi stutta eftirminnilega samstæða af orðum, sem bregður þýðum sumarblæ yfir heim- ili og átthaga í hildarleik Njálssögu, eiga þau betur en nokkur önnur við þau áhrif, sem heimsýnin að Skaftafelli hafði á okkur, þegar við riðum þar upp túnbrekkuna, heim að bænum, þennan sólbjarta há- sumardag. Óviðjafnanlegt er Skaftafell, ómögulegt að lýsa því, staðhættimir þeir furðulegustu, sem ég hefi séð. Til þes að skilja það til hlítar, verður maður að hafa komið þangað sjálfur, komið þangað ríð- andi yfir sanda og jökulár að kvöldi dags, þegar sólin nálgast fjöllin í vestri, en varpar þó ennþá geislum yfir bæina þrjá í skrúðgrænni hlíðar- brekku, með jökulinn gnæfandi að baki en eyðisand- inn framundan. ÖIl orð verða fátækleg, allar sam- líkingar máttlausar móts við Skaftafeli sjálft. Um öræfasveitina höfðum við farið allt frá Kví- skerjum. Hvorki rotta né mús hefir getað borað sér þang- að, og það var sagt að enginn köttur gæti þrifist þar. Austan að liggur Breiðamerkursandur, að vestan hinn ennþá stærri Skeiðarársandur. Vatna- jökull rís sem veggur í norðri, í suðri eru hafn- lausar sandfjörur að opnu hafinu. Einangraðri sveit er ekki til — jafnvel ekki á Islandi. Fyrrum kom póstur þangað fjórum sinnum á ári, nú á hálfs mánaðar fresti, svo mikil framför er það. Um Öræfin getur aldrei legið þjóðleið, ef að líkum læt- ur, því jökulelfumar á söndunum era óbrúanlegar. Tvær dagleiðir verða því eins framvegis sem hing- að til austur á Höfn og ein dagleið vestur yfir á bílvegum — en þaðan er ennþá ein dagleið í næsta kaupstað (Vík). Þessa löngu leið er erfitt að sækja allar lífsnauðsynjar, einkum þungavöru, svo sem kommat og byggingarefni. Slíkar vörar era því fluttar á vélbátum að ströndinni og er sætt lagi í lá- dauðum sjó til þess að geta skipað upp fyrir opnu hafi — eins og við höfðum fengið að reyna við Kálfafellsfjörana. Nú var liðið ár síðan bátur hafði komið í Öræfin og farið að þrengjast í búi á sum- um bæjunum. Fyrst í stað ber lítið nýtt fyrir augu á leiðiimi frá Fagurhólsmýri að Skaftafelli. Leiðin liggur yfir klettahjalla niður á Skeiðaráraura, sem á þessum slóðum era vaxnir grasi og kjamgóðu liaglendi fyr- ir búpeninginn. Þegar fjær dregur verður gróður- laus sandur, þar sem hún Skeiðará fellur til sævar í ótal kvíslum. En sagt er að áður hafi verið blóm- leg byggð þar, sem nú örlar ekld fyrir mannabú- stöðum. Þeir sópuðust burtu við eldgos úr öræfa- jökli. Þetta eldfjall, sem mér hafði varla liðið úr minni frá því ég fyrst leit Island, gnæfði nú eins og brýndur hamraveggur yfir okkur, líkur þeim sem leiðin hafði legið fram með allt frá Homafirði. Dökkum purpurablæ sló nú á hlíðamar, skreyttar þelgrænum mosateigingum' og sumstaðar gulum eða rauðum klessum úr líparíti.--------- Rétt við fjallsrætumar standa býlin, sem enn eru við líði, bæjaþyrpingin á Hofi og svo prests- setrið Svínafell. (Hér er sleppt úr kafla um eldgos úr Öræfajökli og spjöll af þeirra völdum). Eyðilegra og gróðursnauðara varð landslagið; á löngum köflum ekkert annað en möl og sandur, hnullungar og stórgrýti. Straumharðir lækir og ár urðu á leið okkar. Á vinstri hönd er sandurinn, á hina gnæfir eldf jallið, tröllslegra en nokkru sinni fyr. óvættimar í Öræfajökli kynnu að vera meira

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.