Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 7

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 7
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 7 Við töpaðum með heiðri og' sóma. Þegar við náð- «m takmarkinu, höfðu hin farið af baki og hest- amir voru famir að nasla grasið á gilbarminum. En eitthvað hafði víst komið fyrir. Einhver óró hvíldi yfir hópnum, sem lýsti sér í tilliti og hreyf- ingum, þótt reynt væri að láta sem minnst á því bera. : Jú, svo var mál með vexti, að þegar farið var yf- ir hana Skeiðará — það tók nærri tvær klst. — hafði einn hesturixm dottið og farið á kolsvarta kaf I ána með þann sem á honum sat. Þeim skaut þó fljótt upp aftur og ösluðu upp á eyri í ánni. Á með- an þetta gerðist hafði hestur sá, er kona mín reið á, staðnæmst í dýpsta strengnum og komst ekki úr sporunum. Fylgdarmaðurinn stökk þá af baki — það kom sér vel að hann var langur — greip í beizl- istaumana og teymdi hestinn til lands. Það lá þama við slysi, sem ekki var með öllu liðið úr minni, sízt þeim, sem vom óvanir slíkum atburðum. Nú var þetta liðið hjá og við vorum stödd þama hjá gilinu. Gróðurlaus sandur náði alveg upp að klettunum, en í gilkjaftinum var kafgras, bjarkir pem voru réttnefnd tré og reyniviður, sem teygði angandi blómsturgreinar út yfir tæran vatnshyl. Andstæðis svörtum sandinum varð grænkan nærri því óeðlileg, pg tært bergvatnið í samanburði við allt skolavatnið í jökulánum, gerði staðinn líkastan fjölskrúðugum gróðurbletti á eyðimörk. Ósjálfrátt komu mér í hug myndir úr æfintýrinu um Þyrni- t rósu, eftir C. Almquist. Áhrifin af einhverju, óvæntu, auðugu og róman- tísku urðu ekki minni, heldur fóru vaxandi á leið- inni upp gilbarminn. Við urðum að beygja okkur undir trjágreinar og fætumir strukust í gegnum víðikjarrið. í bröttustu brekkunni urðum við að fara af baki og þannig fetaði lestin sig með 14 hesta í halarófu upp eftir brekkunum heim að bæj- unum. Trén urðu nú smávaxnari, en útsýnið víkk- aði. Öræfajökull reis upp í allri sinni tign og Skeið- arársandur náði svo langt sem augað gat eygt, unz hans rann saman við sólmistrið hjá Lómagnúpi. Við fórum fram hjá bænum hans Odds [Bölta] og að Seli, þar sem þeir bræðurnir Bjarnasynir búa. — Það er orðið áliðið kvölds, en miðsumarsbirtan hélt enp velli. Það var dúnalogn. — Við gættum þess varla að heilsa, svo heilluð vorum við af út- sýninu. Svo fagra hlíð hafði ég aldrei séð! Enda þótt við Jón Eyþórsson hefðum lítið að- hafst á Vagnsstöðum næstu dagana eftir að flutn- ingi var lokið ofan af jöldinum, þá var þessi júní- dagur, sem við vorum um kyrrt í Skaftafelli, eigin- lega fyrsti hvfldardagurinn, sem við nutum á isúmrinu. —— Við lágum á túninu og sleiktum sólskinið, töluð- um við heimafólkið um búskapinn og horfðum út yfir landið. Var það fagurt? Við þessari spumingu er erfitt að finna svar, því útsýnið var svo ólíkt öllu því, sem ég hefi séð í öðr- um löndum — jafnvel á íslenzkan mælilcvarða er það einstakt í sinni röð. Hvergi á jörðunni held ég að það eigi sinn líka, og það er ekki hægt að taka neitt til samanburðar af því, sem maður hefir vanizt á að kalla fagurt eða ljótt. Það er algerð undan- tekning frá öllum þeim hugmyndum, sem menning og geðþótti hefir tengt að meira eða minna leyti við hugtakið fegurð. Náttúran ein talar hér sínu stórfenglega, einfalda máli. Við vorum stödd í 250 m. hæð, á breiðum fjalls- rana; sem slútir eins og svalir út yfir hið mikla skjóllausa og gróðursnauða sjónarsvið, Skeiðarár- sand, 800 flatarkílómetra að víðáttu. Handan við hann sér á hvassbrýndar eggjar Lómagnúps, yfir bunguna á Skeiðarárjökli, sem smáhækkar frá sand- inum upp að hásléttum Vatnajökuls. Svona hlýtur meginlandsjökullinn að hafa litið út á ísöldinni, þegar sporður hans náði suður um miðbik Þýzka- lands. Skeiðarárjökull er af sama tæi og Breiða- merkurjökull, en ekki líkur neinum öðrum jökli, sem ég hefi séð. Það skyldi þá vera að hinn mjög umtalaði Malaspinajökull í Alaska kæmist í jafn- kvisti við þá. í austri rísa fjöllin, tindur af tindi og hjalli af hjalla upp undir snækrýndan skalla Öræfajökuls. Kyrrð og ró hvfldi yfir þessu stórskoma, en þó sam- stillta landslagi, sem áður en varir getur brotizt út í hreyfingu og gerbyltingu. Það sem mest dró að sér augað og fjötraði það var samt Hún; Hún, sem við höfðum átt fyrir höndum að mæta á leið okkar; Hún, sem gerir ör- æfin að einangraðri sveit, mitt í eyðimörkinni; Hún sem húsfreyjur okkar höfðu riðið yfir i gær og sem yfirleit er táknuð með þessu persónufornafni, bæði í tali og í meðvitund fólksins. H ú n — er Skeiðará — áin, sem brýzt undan eystra horni jökulsins og fellur í straumhörð- um, bugðóttum strengjum, rétt neðan við Skafta- fell, en dreifist svo í ótal kvíslar framar sandinum og leitar sjávarins. Þær glitruðu nú í sól- skininu eins og silfurskúfur, en rétt fyrir neðar. okkur gnauðuðu þungir strengir og kolmórauðir. Skeiðará er sú, sem skapað hefir hinn mikla sand. Hún hefir borið fram öll þau feikn af aur og grjóti í vorleysingum og í jökulnlaupum, þegar gígurinn undir jöklinum sprengir af sér öll bönd. Hún er, ásamt Jökulsá, versta fljót landsins yfir- ferðar, af þeim, sem óbrúuð eru, og yfir hana verð- Framh. á 25. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.