Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐ IB Jónas Jónsson: ---- Jökulkirkjan I meir en 19 aldir hefir mannvænlegasti hluti mannkynsins glímt við að samþýða hinar hörðu og kröfumiklu sambúðarreglur ki’istindómsins við sína meðfæddu sjálfselsku. Það er ekki auðvelt að vera að öllu leyti bjartsýnn um þessa þróun. Um þessi jól er heiftarleg innanlandsstyrjöld í því landi Norðurálfunnar, þar sem kirkjan hefir náð mestu valdi yfir hugum manna. 1 öðru landi, þar sem fólkið gerði fyrir fjórum öldum mikið þrekvirki til að geta arfleitt eftirkomendur sína að andlegu frelsi, er helmingur þjóðarinnar í grimmilegri á- hauð, harðari og réttlausari en nokkur þrældómur fyr á öldum. Sem betur fer er þetta ekki nema hálf sagan. Hugsjónin um bræðralag mannanna hefir líka dafn- að. Samtíðin er eins og aldingarðar þar sem fagrar og þróttmiklar skrautjurtir vaxa við hliðina á ban- vænum eiturgróðri. Hér á Islandi hefir baráttan um hina réttu sam- búð mannanna verið örðugt viðfangsefni kirkjunn- ar mönnum. Þar hefir gætt bæði sigra og ósigra. 'Mér kemur í hug endurminning um nokkra slíka sigra, í afskekktu og lítt þekktu héraði. I öræfunum er gömul og fremur óásjáleg torf- kirkja, ein af þeim fjórum, sem enn eru til í land- inu. Presturinn býr 65 km. frá kirkju sinni og kemur þangað einu sinni í mánuði, til að messa. En öræfingar eiga sér aðra kirkju, hina mestu og stórfenglegustu sem til er í landinu. Öræfajökull rís í allri sinni dýrð bak við sveitina. Hann skýlir henni við norðangjósti. Hann heldur henni svo að segja í faðmi sínum. Frá hjartarótum hinna miklu jökla renna tvær voldugustu elfur landsins sín hvoru megin byggðarinnar út til sævar. Og fram- undan sveitinni er hafið, stundum blátt og hlýlegt, oftar órótt og kvikt með hvítum brimfaldi niður við sandana. Öræfingar búa á einskonar eyju. Illfær vötn á tvo vegu, haf og mestur jökull álfunnar til hinna hliðanna. í þessari umgjörð, og við þessi skilyrði hefir þróast sambúðarhæfileiki, sem myndi þykja merkilegur í mörgum þeím söfnuði, þar sem mess- að er á hverjum sunnudegi. Fólkið í Öræfunum finnur að það er ein heild. Því þykir undurvænt um sína fögru sveit. Það vill ógjaman fara burtu. Drengur úr Reykjavík, sem var settur þangað í fóstur, strauk austur þangað með fyrstu póstferð, eftir að hann átti að setjast aftur að í höfuðstaðnum og bað fyrri húsbændur sína að mega vera lengur. Á flestum jörðum er margbýli. Sumstaðar eru 8 eða 4 bændur á jörð, en í tveim hverfum eru heimilin 8 eða 9 í hvoru. Túnin liggja saman, og stundum eru fleiri bæir sambyggðir. Nábýlið reynist vel. Menn vinna í. fé- lagi, hjálpa hverir öðrum, og þegar meiningamun- ur kemur fram, þá er stillt í hóf og hlýtt föstum og prúðmannlegum reglum, næstum því eins og í enska parlamentinu. öræfingum er ljóst að þeir verða að standa saman, og að gott nábýli helzt ekki við nema fyrir atbeina allra, sem hlut eiga að máli. :v/- - Mér kemur í hug ein jörðin. Þaf er þríbýli. J einum-bænum eru fjórir bræður, sem hafa félags-: bú. Á næsta bæ eru aðrir þrír bræður. Einn þeirra er giftur. En þeir hafa sameiginlegan fjárhag. Ut á við er heimilið eitt. í öðru hverfi voru þrír bræð- ur, allir ógiftir, en bjuggu með móður sinni. Þeir höfðu húsað bæ sinn prýðilega, höfðu ágæta raf* stöð og margháttuð þægindi, vegna hugkvæmdar og atorku. Á einni jörðinni búa tveir bræður í fé- lagi. Annar er giftur og á nokkur hálfstálpuð börii. Hinn er ógiftur, vinnur í heimilinu og fyrir sveit- ina álla, án þess að hugsa um sérhagsmuni. Einn bóndinn hafði verið í nánu sambýíi við mág sinn í nokkur ár, en í vor sem leið hafði mágurinn fengið aðra jörð í Öræfum og flutt búrtú. Þegar bóndinn, sem býr eftir á jörðinni, er spurður um umbætum- ar, sem gerðar hafa verið, þá segir tiann: Þær eru allar að þakka mági mlnum. „Ef hann hefði ekki verið hér, myndi mitt heimili líta næsta fátæklegá út“. — öræfingar eru að hugsa um að byggja sér nýja og fallega kirkju niðri í byggðinni. Þéim mun vafa- laust takast það. En þeir geta aldrei keþpt við jökulkirltjuna miklú, sem gnæfir yfir býggð þeirra og skýlir þeim. 1 skjóli hennar hafa þeir á mörg- um öldum tamið sér sambúðarhæfileika, sem alstað- ar geta verið til fyrirmyndar, J, J. Nýja dagblaðið dskar ollum lesendum sinum gleðilegva jöla!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.