Nýja dagblaðið

Ulloq

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Qupperneq 27

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Qupperneq 27
N Ý J A DAGBLAí)]© 27 Guðrún Jónsdóttir: Jóiakvöld Jólin eru komin. fíigga liggur í rúminu sínu og starir út í bláinn. I rúminu á móti henni liggur gömul kona, heymar- dauf og taugaveikluð. Hún liggur kyrr og þegir; hún á víst nóg með sínar eigin hugsanir í kvöld; þetta er önnur jólin hennar á hælinu, en Sigga hef- ir aldrei verið að heiman um jólin fyrri. Hana lang- ar til þess að yrða á gömlu konuna, spyrja hana hvemig jólin í fyrra hafi verið; en hún veit að það muni ekki þýða neitt, gamla konan heyrir svo illa. Hún heyrir umganginn frammi á ganginum; — allir eru að flýta séi*. En hvað allir þurfa að flýta sér í kveld — allir nema Sigga og Þuríður gamla, sem liggur þama í rúminu á móti henni, steinþegj- audi með lokuð augu. Sigga bælir sig betur niður í rúmið og breiðir upp yfir höfuð. Langt, langt í burtu, em pabbi og mamma og systkinin hennar. Jólin eru líka komin þangað. Hún sér í .huga sér litlu torfbæina heima og þrejrtulegt andlit móður sinnar og vinnulúnar hend- ur föður síns. Hún man síðustu jólin heima; þá lá hún í rúminu og hóstaði án afláts, brjóstið var eins og svíðandi sár, og sárindin ukust við hvert hóstakast. Móðir hennar læddist inn að rúminu til hennar öðru hvoru, aðeins til þess að strjúka henni um vangann; og faðir heimar gekk eins gætilega um og honum var unnt og lokaði baðstofuhurðinni vandlega á eftir sér, svo dragsúgurinn kæmist síð- ur inn. Systkini hennar reyndu að tala lægra en þeim lá rómur til, svo hún gæti sofnað. En hún gat. ekki sofnað. Svo komu sjálf jólin, með kertaljósum, húslestri og sálmasöng; en Sigga lá með tárin í augunum og hlustaði á lesturinn hjá föður sínum. Hann var dimmraddaður að venju, en nú var röddin hátíðleg og klökk og ekki laus við skjálfta, þegar hann las frásöguna urn barnið litla, sem komið var í heim- inn til þess að leita að hinu týnda og frelsa það. — Friður á jörðu! — Aldrei hafði Sigga eiginlega skilið þau orð til fulls fyri- en þá; þessi jól heima í litla kotinu hjá pabba og mömmu. Henni fannst eins og allt og allir hvísluðu sama orðið; — friður — friður! og hún fann það svo greinilega að nú voru jól — heilög jól. Hóstinn vekur hana og leiðir hana aftur inn í veruleikans heim. Hún stynur þungt eftir hósta- kastið og tárin koma í augu hennar. Hún heyrir ennþá umganginn fyrir framan og raddir fólksins renna svo einkennilega saman við dimmt ýlfrið í H.f, Eimskipafélag Islands scndir viðflkiftamönnum elnum um land allt beztu jóla- og nýárióflkir | Gleðileg jól! ■> | Prenimyndagerðin lÍ (Olafvr Hvamufal) BBBBHBgig»B!eiBBI»ía3li!iailiBlBeaiBBIIgi»»g»WgP»giM3i^—n—BBgli Gleðileg jól! PRJÓNASTOFAN HLÍN Laugaveg 10 1 ^leðtfecj jó£! $». ^maröoon & ^Sjörnoöott /

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.