Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 25
N Ý J A
25
D A G B L A Ð
I Ð
Og í fyrirmyndinni. Sjálfur mun hann hafa skilið
rétt þetta einkennilega sálræna atvik. Hann var
háður dularfullum innblæstri um allan skáldskap.
„Volaða land“ var einskonar bergmái af hörmung-
um átta hafís- og landbrotsára.
En þessi eini sorgaróður í ljóðum sr. Matthías-
ar er fyrir löngu gleymdur, nema sem sönnun um
þá.óhemju hjartsýni og lífstrú, sem einkenndi allt
hans starf frá barnæsku til grafar. Nú líta menn
aðeins á hina háu, sólbjörtu tinda í kveðskap Matt-
híasar. Ríki hans vex, því lengur sem tímar líða.
Haxm er fyrir löngu seztur á bekk með þeim, sem
valda aldahvörfum í bókmenntum þjóða sinna. —
Hann hefir ekki aðeins gert lofsöng, sem þjóð hans
hefir gert að þjóðsöng. Öll list hans var samfelldur
lofsöngur um ísland, fólkið og sögu þess.
J Ó L I N O e BÖRNI N
svo kom hátíðin með gleði, frið og sálmasöng iiux
í híbýli og hugskot manna. — Ljósið var tákn jól-
ánna. Það lýsti í hverjum kima,, og ögraði skamm-
degisnóttinni út um hvem einasta glugga. —* Og
það lifði meira að segja alla liðlanga nóttma. —
Var ekki að baki þess einhver annarleg birta, sem
barðist til sigurs við myrkur hins ókunna og illa?
Fólst ekki í sálmasöngnum eitthvert fyrirheit um
i,fæddan friðargjafa“. Ef til vill sé ég þetta aðeins
í rósrauðu skini hins liðna, en svo mikið er þó víst,
að jólin skildu eftir yndælar minningar, sem endast
enn í dag, því að enn í dag finnst mér allt verða
betra á jólunum en endranær. — En hvað skilja
jólin eftir hjá ungu kynslóðinni nú? — Ég veit það
ékki. Þau koma líkt og áður með gleði og sálma-
söng, en mér finnst margt vera tapað. — Hvar er
íjósið, er það ekki orðið mislitt, ekki birta, heldur
skraut. Og jólasálmana spilum við nú eins og jazz-
lög með fullu „registri" okkar vélræna og villuráf-
andi mannfélags.—
En minningamar um æskujólin mín eru þess
valdandi, að fátækt og félagslegur andhælisháttur
er mér aldrei eins andstyggilegur og þá. Þess vegna
minnist ég litla skítuga snáðans hjá „Edinborg“ í
fyrra og gömlu konunnar með grænköflótta sjalið,
sem handlék leikföngin, án þess að kaupa nokkuð.
Þess vegna sárnar mér allt þetta auglýsingaskvald-
úr, allar þessar jólafórnir — til Mammons.
Á Þorláksdag 1936.
Leiðrétting. 1 grein Próf. Ahlmanns á 4. síðu, 9.
línu að neðan, í öðrum dálki, hefir misprentast
Svínafell í staðinn fyrir Sandfell.
Undir ægishjálmi Vatnajökuls
ur varla byggð brú, svo straumhörð, sem hún er
og farvegurinn gljúpur og breytilegur.---
„Hún er nú ekki svo mikil núna“, segir Guð-
mundur. „Ef til vill minnkar hún í nótt, þegar
veðrið verður svalara. Hún er minnst kl. 8—9 að
morgninum“.
Með söknuði kvöddum við fólkið í Skaftafelli,
sem sagði að við skyldum vera velkomin aftur, þó
við vildum vera þar allt sumarið. Við riðum hægt
úr hlaði, fimm manns með sjö hesta. Hjá Oddi bætt-
ist í hópinn, hann sjálfur, Nils Nielsen og förunaut-
ar hans, Guðmundur úr Vestmannaeyjum og loks
pósturinn, svo alls urðum við ellefu í hóp með átján
hesta.
Við snerum okkur við og veifuðum í kveðjuskyni
í síðasta sinn. Uppi á túnbrekkunni stóðu þau enn-
þá, bræðurnir þrír, Sigríður Gísladóttir og dæturn-
ar. — Ef til vill var þetta hið fegursta, sem við sá-
um í Skaftafelli, þessar sex manneskjur, sem stóðu
þarna hjá heimili sínu, þar sem þau áttu fyrir hönd-
um að inna af hendi sín daglegu störf, og færa fram
lífið í sama nána sambandinu við náttúnma, sem
hingað til — jafn blátt áfram, skýrt mótuð og trú-
verðug eins og náttúran sjálf. Fyrir þeim lágu engir
vegir opnir burtu frá húsi og heimili. Skyldu okkar
leiðir nokkum tíma liggja hingað aftur?
#
ii —w ir~5CT