Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 8

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 8
8 N Ý J A DAGBLAÐIÐ PÁLMI HANNESSON: JÓLIN O G BÖRNIN Jólin eru í nánd. Nú, eins ög áður, er það kaupmennskan, sem set- ur svip á undirbúning þeirra allan. — Nú, eins og áður, auglýsir hún jólavarninginn af miklu kappi og fyllir sýningarglugga sölubúðanna góðgæti og glysi. Nú, eins og áður, virðist Mammon ætla vin- um sínum álitlegan arð af fæðingarhátíð frelsarans, —- þrátt fyrir alla kreppu. — Engar vörur eru þó auglýstar svo mjög sem leik- föng og lostæti, því að þrátt fyrir allt eru menn á einu máli um það, að jólin séu hátíð bamanna, fyrst og fremst. Gluggar glysbúðanna tindra í marglitri ljósadýrð, eins og annarlegur æfintýra- heimur. Og allt virðist stefna að því einu að æsa ílöngun blessaðra barnanna. Hver hefir ekki séð þau, þessi litlu skinn, standa í hópum við búðargluggana og fletja út andlitin við ískaldar rúðurnar, til þess að horfa inn í alla dýrð- ina? Hver hefir ekki komizt við, er hann hugsaði til þess, hve mörg þessara barna munu eiga þess engan kost að eignast neitt af öllu þessu glingri? — Fátæktin og félagslegur andhælisháttur er aldrei eins andstyggilegur, eins og þegar börn eiga í hlut. Og jólin eru hátíð barnanna. — Einhvemtíma fyrir jólin í fyrra, átti ég leið nið- ur í „Edinborg“. Þar var mikil þröng af krökkum í anddyrinu og við gluggana. En utan við hópinn stóð dálítill drenghnokki, svo sem 6 eða 7 ára. Hann var fátæklega til fara, skælandi, berhöfðaður og homg- ur. Ég hélt, að hann hefði týnt aurunum sínum eða orðið viðskila við þann, sem með honum var og spurði hann því, hvað væri að honum. — Hann var ekki greiður til svars og leit á mig með þessu und- arlega samblandi ótta og óbilgimi, sem einkennir götustrákana. Loks sagði hann þó. „Ég var rekinn ú-út!“ „Fyrir hvað?“ „Fyrir ekkert“. „Jæja, auminginn, varstu rekinn út fyrir ekk- ert?“ „J’ ætlaði bara að sjá jólasveininn“. — Þá kom mér í hug, að „Edinborg“ hafði auglýst einhvern jólasvein undanfama daga. Ekki íslenzkan Stekkjarstaur, hann mun vera allt of sveitalegur fyrir ungu kynslóðina hér í höfuðstaðnum, heldur alútlendan Santa Klás, klyfjaðan jólagjöfum. Hann ætlaði að vera til sýnis, ég held í gluggum verzlun- arinnar, og svo man ég ekki betur en að „hann byði bömunum að koma til sín“ — og sjá vaming- inn hjá sér. Ég sagði þess vegna við strákangann: „Nú, máttirðu ekki sjá jólakallinn, maður mínn?“ „Af því að maðurinn spurði, hvort ég ætlaði að kaupa nokkuð og af þVí að ég sagðist ætla að kaupa ekkert. Og þá sagði hann, að ég fengi ekki að fara inn“. — Ég var dálítið vantrúaður á þessa sögu, kvaddi drenginn og hélt inn í búðina. Þar var blindös, og auðvitað bar langmest á börnunum. Litlu krakk- amir göptu af undrun yfir ósköpunum, sem fyrir augun bar, en þau stærri tróðust fram og aftur í þrönginni, og sumir strákarnir voru jafnvel í síð- asta leik. Við eitt borðið stóð gömul kona með grænköflótt sjal. Hún handlék vandræðalega, líkt og í einhverri leiðslu, ýmis leikföng, sem henni voru sýnd, en ekki keypti hún neitt, svo að ég sæi. Hendurnar voru stórar, hrukkóttar og með bláum æðum. — Líklega nefir árangurinn af öllu þeirra striti verið heldur rýr, svo að löngunin til að gefa „ömmudreng“ eitt- hvað fallegt á jólunum hefir ekki átt samleið með kaupgetunni. Afgreiðslufólkið var ekkert nema ljúfmennskan og þolinmæðin, þrátt fyrir annríkið og ólætin í krökkunum. Þama voru þó tveir óróaseggir teknir og látnir út með hægð. Þeir fóru ekki langt og sendu tóninn inn í búðina. — Jú, það var satt, sum bömin fengu ekki að koma inn. — Þau vom spurð um það, hvort þau ætluðu að kaupa nokkuð, og ef þau sögðu nei. ... Litli karlinn minn hafði ekki sagt ósatt. Og þama stóðu þau úti fyrir í kuldanum, þessir litlu píslarvottar sannleikans. Þau þurftu ekki ann- að en segja, að þau ætluðu eitthvað að kaupa, þá fengu þau að fara inn. En þau komu sér ekki að því að segja ósatt. Þess vegna vora þau út- skúfuð og fengu aðeins að horfa inn, liorfa inn í allsnægtir og gleði úr aúðnuleysi sinnar ósjálfráðu fátæktar. Ég þykist vita, að forráðamenn verzlunarinnar hafi aðeins út úr neyð bannað þessum vesalings börnum „að sjá jólasveininn". En það var gert. Og þegar ég fór út, varð mér það að kreppa hnef- ann í kápuvasanum. Ég þóttist sjá, að hér var því sæði sáð í hugi barnanna, sem síðar kann að gefa illan ávöxt. En bömin, sem vora útvalin, hverju voru þau bættari? Vafalaust hafa sum þeirra flotið inn á ósannsöglinni og öðlast þannig illa reynslu á siða- lögmálum fullorðna fólksins. Og öll gátu þau séð muninn á sér og hinum, sem vora- fyrir utan. Öll \

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.