Nýja dagblaðið

Ulloq

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Qupperneq 21

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Qupperneq 21
N Ý ,J A DÁGB LAÐiÐ 21 verður þetta ljóð háfleygur og stórfelldur skáld- skapur, Hver á betra konungsljóð en þetta? „Við siglu .Kristján sjóli stóð í svælu’ og reyk; hann barðist hart með hraustri þjóð, ei hjálmur við né brynja stóð, en floti Svía svam og vóð í svælu og reyk. Þá gall við óp á græðis mey: Við gamla Kristján þreytum ei, þann leik“. Þessi lýsing af Alpatindunum úr „Manfred“ eftir Byron, er ekki lík þýðingu: / „Mont Blanc er fjallanna hilmir hár, sem hefir um aldir og ár setið hamrastól í, og hans skikkja er ský og hans skrúðdjásn er skínandi snjár, en bjarka kranz það er beltið hans og bjargskriða í mund hans er, en í því hún hrynur með hvínandi dyn, hún hættir og gegnir mér“. ' Hér fer saman líkingaauður Byrons og málsnilld Matthíasar. 1 litlu kvæði eftir Byron, „Fall Senakeribs“, þarf ekki að taka nema eina vísu til að sýna mátt skálds- ins við þýðingar. Konungurinn hefir misst her sinn allan á einni nóttu. Þá kemur lýsing af valn- nm, riddarinn og hestur lians liggja dauðir hlið við hlið: „Og með háflentar nasir lá helstirður jór, út af hræköldum vitum rann náfroðusjór, líkt og hruninnar brimöldu hrámjöll í vör; nú var hreystin á brott og hið stormóða f jör“. Hér er hver líkingin annari gleggri og frumlegri. Helstirður hestur, hræköld vit, náfroða, sem allt í einu minnir á hafið, hvítnar og líkist nýfallinni mjöll, en leysist sundur um leið og þróttur bylgj- unnar tæmist við fjörugrjótið. Enginn Islendingur hefir að líkindum áður borið sér í munn þessi tvö orð „hrámjöll“ og „stormóður“, en þó finnst eng- um þau ný. Matthías skapar ný orð og orðasam- bönd um leið og hann talar á þann hátt, að þau eru um leið orðin óaðskiljanlegur hluti af íslenzku máli. Mér þykir ólíklegt að nokkur maður gleymi orði Matthíasar um hið „stormóða fjör“ á stæltum, íslenzkum gæðingi. Ein af hinum fögru þýðingum Matthíasar er Köllunin eftir Wergeland. í því kvæði er játning þeirra beggja. Báðir finna að þeir eru skáld og mikil skáld, en að ljóð þeirra skiljist af fáum. Þeir HÓTEL BORG Gleðileg jól! Gieðileg jól! Kaupfélag Reykjavíkur og Brauðgerð Kaupfélags Reykjavfkur jóll 5jót)átpggtngarfélag 3slanbs Gleðileg jól! Gísli J. Johnsen

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.