Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 19

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 19
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 19 hitnar engum um hjartarætur við að lesa þvílík kvæði, en það er hægt að dást að fínleik þess skálds sem hefir ort þau. Langflest af eftirmælum sr. Matthíasar eru hversdagsleg, vel rímuð, fallegt mál, orðgnótt o. s. frv. Þau kvæði eru gerð í hinni jarðnesku tilveru skáldsins. Þau eru gerð til að hugga syrgjandi ást- vini. Vitanlega bregður líka fyrir leiftrum í slíkurn kvæðum. Þau koma oft inn á landamæri sálma hans og trúarljóða og fá við það aukið bókmenntasögu- legt gildi, að því leyti sem þau skýra trúarlíf skáldsjns. Mér kemur í hug eftirmæli um unga og glæsilega konu, sem dó á Akureyri skömmu fyrir andlát skáldsins og tveim árum eftir að hann hafði misst tvær dætur sínar úr drepsóttinni miklu 1918. Kvæðið byrjar þannig: Ertu dáin, unga silkilín? Eru slokknuð fögru ljósin þín? Ýfast sollnu sárin, sorgar vakna tárin. Kveð mér huggun, harpan gamla mín. Horfin, farin, ung og ástúðleg? Einnig gengin sama dimma veg. , Fórstu að finna mínar, félagssystur þínar, hjartarósir þær, sem þrái ég? Upphaíið á þessu kvæði er slétt og vel ort. Það eru presturinn og skáldið saman. Unga, dána stúlk- an, er dóttir vinar hans og öllum hanndauði. En strengir gömlu hörpunnar fá enn dýpri tóna, er minningin um hans eigin sorg kemur inn í ljóðið. Það eru hans eigin hjartarósir, sem hann þráir end- urfundi við. Menn breytast lítið þó að þúsund ár líði. Egill Skallagrímsson og Matthías Jochumsson finna til á sama hátt við líkbörur bama sinna. XII. fslendingar hafa átt tvö mikil trúarskáld og ekki nema tvö. Það eru þeir Hallgrímur Pétursson og Matthías Jochumsson. Hér skal enginn samanburð- ur gerður á þeim tveim íniklu skáldum, en aðeins bent á þá undarlegu staðreynd, að sá þeirra, sem stendur nær nútíma mönnum, og ort og þýtt hefir fleiri snilldar kirkjuljóð en nokkur annar fslend- ingur, skuli með vissum hætti hafa verið gerður út- lægur úr sálmasafni þjóðar sinnai'. Það eru hlið- stæð örlög við Jón Sigurðsson, sem ekki var boðið á frelsishátíð landsins 1874. Einn af hinum miklu kostum við útgáfu þá, sem hér er vikið að, er að þar fær þjóðin í fyrsta sinn sálma Matthíasar Jochumssonar í einni heild, bæði frumsamda og þýdda. Þar er yfirlit yfir trúarlíf hans eins og það birtist í sálmunum. Trúarlíf haus var vakandi. Á hann sóttu oft trúarlegur kvíði og efasemdir, sem bezt er lýst í sálminum: Guð, minn guð ég hrópa. Hann las og braut til mergjar speki mikilla vitringa og duldar rúnir. En niðurstaðan varð ætíð hin sama. Hann kom heim að knjám móð- ur sinnar. Enginn hafði kennt honum eins og hún. Ef til vill stækkaði hann guðshugmynd bemskuár- anna, þannig, að g*uð varð kraftur, sem fyllti al- heiminn. Mannssálin hvarf við andlátið inn í guð- dóminn, eins og lítill læltur hverfur brotalaust í út- hafið. Eins og öll mikil skáld og vitrir menn hafði Matthías takmarkalausa aðdáun á Kristi. f augum skáldsins var hann bæði guðs sonur og mannsins sonur, án þess að hann fyndi í því nokkurt ósam- ræmi. Allar efasemdir Matthíasar enduðu eins og i lofsöngnum, sem fslendingar hafa gert að þjóð- söng sínum, með því að mannssálin bað, eins og lítill lækui-, að mega hverfa í úthafið mikla. Ég held að Matthías hafi aldrei lokið við trúarlegt kvæði öðmvísi en sem örlítið eilífðar smáblóm, sem tilbiður guð og deyr. Viðhorf þvílíks manns til eilífðarmálanna sézt svo að segja í öllum sálmum hans. Ég tek hér upphaf á einum þekktasta sálminum: „Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut! Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í drottins skaut! Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í drottins skaut“. Þegar Matthías þýðir, þá yrkir hann ljóðin að nýju og gefur þeim brot af sinni sál. í þessu ljóði kemur Matthías allur fram, trúarþörf hans, aðdáun hans á mannsins syni, og fullvissa hans um endan- legan samruna mannssálarinnar við alheimsmáttinn. Dauðinn er ekki ægilegur í augum trúarskáldsins. Hann spyr: „Hvað er Hel — ? Öllum líkn sem lifa vel. — Engill, sem til ljóssins leiðir. ljósmóðir, sem hvílu reiðir,

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.