Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Qupperneq 2
Skutu örvum á flugvélina Flugmaðurinn lækkaði flugið og tók þessa mynd. Nokkrlr menn standa við enda hússins og finnst flugvélin sennilega vera ógurlegt skrímsli. Þetta er húsið, sem flugmaðurinn kom fyrst auga á. í fyrra v?r3 flugvél vör við þjóðflokk lengst inni í frumskóg um Venezuela, sem er með öllu ókunnur. Flugvélin hafði farið frá flug- velli við Maracaibovatn í Venezu- ela og flaug yfir frumskóginn í átt að nágrannaríkinu Columbíu. — Séð úr Iofti líkist frumskógur- inn einna helzt storknuðu hafi. Enginn hvítur maðu.r hefur nokkru sinni brotið sér leið í gegnum þennan mikla og hrika- lega skóg. Á kortinu af Venezu- ela heitir þessi frumskógur Moti lene-svæðið, en enginn veit, hvað hann hefur að geyma. í hvert einasta skipti, sem menn hafa flogið yfir skóginn, hafa þeir svip azt um eftir ei.nhverju, sem gæti verið lífsvottur, en án árangurs. Nú bar hins vegar annað við: Skyndilega sá flugmaðu.rinn reyk stíga upp úr skóginum og beindi hann stefnunni þegar í áttina að honum. Sá hann þá, að reykur- inn kom frá rjóðri í skógitium, og í rjóðrinu sá hann eitthvað, sem einna helzt líktist báti á hvolfi. Þegar hann hafði lækkað flug- ið til þess að athuga það nánar, sem fyrir augun bar, varð honum ljóst, að hann hafði af hreinni tilviljun uppgötvað þjóðflokk, sem fram að þessu hafði verið öll um ókunnur. Þegar hann athug- aði „bátinn“ betur, sá hann, að þetta var hús. Nokkrar inngöngu- dyr voru á því, og frá hverjum inn gangi lá stígur, sem hvarf in.n í skóginn. Er flugmaðurinn lækkaði flug- ið enn meira, varð hann greini- lega var við, að þorpsbúar voru ekki sérlega hrifnir af þeim á- huga, sem hann sýndi þeim. Þeir spenntu bogana og.örvarnar þutu upp í loftið, svo að flugmaður- inn neyddist til þess að hækka flugi^ aftur. Hann tók myndir af rjóðrinu og hélt síðan áfram ferð inuú. En hann hafði ekki flogið langt, þegar hann uppgötvaði enn eitt þorp, sem var af sömu gerð og hið fyrra. Menn hefur lengi grunað, að í frumskógum Suður-Ameríku væru til þjóðflokkar, sem enginn hvít- ur maður hefði augum li-tið. Þessi grunur staðfestist fyrir nokkrum árum með mjög áþreifanlegum hætti: Tveir trúboðar, sem voru í þann veginn ag hefja trúboðs- starf meðal Indíána á þessum slóð um, — sem talsvert hafa komizt Framhald á bls. 310 Báðar þessar myndir eru af hinu húsinu, sem flugmaðurinn fann, þegar hann var á leiö frá því fyrra. Takið eftir sfígunum, sem liggja eins og geislar út frá húsinu. 290 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.