Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Page 3
Verðlaun vikunnar EKIÐ Á HJARNI aSP' S . / ■•tefSÍ ! 'ÉJC V'! í : '1 - % ■aiii....i / - \ -vV ■ ;.: v ■ „■ / í ;-„p Y'í Ý ...... V, / /■ . v£ ■•■■-"’ ■■' íjjl . ' .,■■■' ,-/ , ' ' : .. ' .," ■' ■ ■ / y ■ / ffá } > i % v/ u r i , „ : - • ,..... Heiðarslóðirnar fram af Víöidal, þar sem nú eru vallgrónar rústir eyðibýlanna. Þangað geröi bóndinn pílagrímsferðina — ók þangað á hjarni á jeppa sínum. Það er mánudagur 12. marz. Þessi dagur hefst með því, eins og aðrir á þessum árstíma, að gefa í fjós og fjárhús og mjalta kýr. Laust fyrir hádegi renni ég fénu á beit og rek það spölkorn, að dýi, sem það getur drukkið úr. Ég hinkra við á meðan féð drekkur, því að komið getur fyrir að kind hrökkvi ofan í dýið, og þá þarf kannski að hjálpa henni upp úr. Síðan sný ég heim á leið, en féð dreifir sér um móana. Það er kyrrt veður, glaða sólskin, en frost. Nú um nokkurt skeið hefur verið óvenjukyrrt og sólríkt, en lítið klökknað vegna frosta. í lágdalnum er snjólétt, en mikil svellalög. Á há- lendinu inn af dalnum er óslitin fann breiða að sjá. Vafalaust harðfenni, því að svo mikið hefur hlákan í febrúar bleytt í snjónum. Það virðist því vera gullið tækifæri til þess að skreppa á jeppanum að kanna fornar slóðir, og ferðalagið er þegar hafið í anda og leiðin könnuð að því er að líkum má ráða. — Jú, allt ætti að geta gengið vel. Og nú líður óðum að hádegi, og því verður að hrökkva eða stökkva. Síðari kost- urinn er valinn og búizt til ferðar í snatri. Með mér fer sonur minn, fjórtán ára. Við ökum sem leið ligg- ur fram í dalbotninn og um hlaðið á Hrappsstöðum, sem er innsti bærinn í dalnum. Hér slæst í förina jafn- aldri og frændi sonar míns. Nú tekur hálendið við. Leiðin upp Hrappsstaða brekkur er seinfarin, því að þar er snjóiétt, en hálka sums staðar. Efst á Hrappsstaðabrúnum hefur urgað saman í skafl, sem veldur okkur nokkrum töfum, en vinnst þó von bráðar, og nú er mesta brekkan að baki. Við beygjum upp með Bergá í svokallaðan Krók, svo þar suður með ánni, og nú fer að verða greiðfærara, því að þúfurnar standa nú ekki leng- ur upp úr hjarninu. Leiðin er greið framundan, fram hjá eyðibýlinu Gafli, þar vestur yfir Bergá og fram með henni að vestan, fram á Gafls- bungu. Þar stönzum við andartak og nú sést þangað sem ferðinni er heitið — að eyðibýlinu Lækjarkoti. Við höldum ferðinni áfram fram með ánni. Móts við Heylækinn förum við austur yfir ána og svo beina stefnu suður og austur, heim Keldu, yfir bæjarlækinn, heim holt og heim tún o.g stöðvum bílinn á hlaðinu í Lækjar koti. Andartak skoðum við umhverfið áður en farið er út. Það er eins og framandi að sjá þessar fornu slóðir gegnum bílrúðuna. Við opnum bílinn og stígum út. Nú er dalurinn horfinn, en Víði- dalsfjall og Vatnsnesfjall reka saman norðurendana í fjarska. f suðri sést á kollinn á Eiríksjökli, en í vestri gnæfir Tröllakirkja. Yfir henni hvílir nokkur dulúð í hugarheimi bernsk- unnar. Á þessari stundu má segja, að hér sé sannkallað sólarland. Yfir að horfa er ein fannbreiða, óvenjubjart í hinu glaða sólskini og kyrrð. Hér er ég nú komin í hlað æskuheimilis míns, þar sem foreldrar mínir bjuggu í rétt tuttugu ár — kominn hér á bílnum mínum. Mér er ekki kunnugt um, að hér hafi komið bíll fyrr Þetta er viðburður, sem mig hafði naumast dreymt um, og var þó á allra vitorði, að ekki var þetta nein þrekraun. En hér er annað og meira, hér mætist nýi og gamli tíminn á svo rómantísk an hátt, að sá einn skynjar það, sem lifað hefur „tvenna tímana“. Eðlilega verður mér nú að bera saman kjör foreldra minna hér með sinn barna- hóp og kjör okkar, sem nú gegnum foreldrahlutverkinu. Hvilíkur munur er það nú. Hversu mjög hafa tímarn- ir breytzt. Ánægð megum við vera með okkar kjör. En sú ánægja er þó sársaukablandin, þegar staðið er hér við rústir eyðibýlisins og hugurinn reikar um liðna tíma. Hér sést nú ekkert kvikt, nema við félagarnir þrír. Órofakyrrð ríkir yfir þessum slóðum. Haglaust er nú hér að kalla og er það ekki nýtt fyrirbæri í Lækjarkoti. Átján vikna innistaða var ekkert einsdæmi, þegar faðir minn bjó hér, og 1918 munu það hafa orðið þrjátiu vikur. Auk rýmri fjár- hags og tæknilegra bjargráða búum við nú við langtum betri veðráttu en feður okkar, og mætti raunar segja, að víða fyndust gloppur á nýsköpun- inni, ef veruleg harðindi steðjuðu að. Mér verður reikað upp fyrir bæ- inn, upp tún. Austan í túnhólnum er fjárrétt, en þar voru áður kvíar. Þar er nú allt á kafi í fönn, svo að Framhald á bls. 308 T f M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 291

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.