Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Side 8
HUNGURSNAUÐ OG BARKARBRAUÐ o Hin miklu hallæri, sem gengu íyrr á öldum yfir ísland, eru öllum lands- mönnum kunn. Flestir kunna viðhlít- andi skil á Móðuharðindunum, er raunar áttu sér óvenjulegar orsakir, þar sem voru Síðueldarnar, og margir kannast einnig við hin langvinnu harðindi, sem ollu miklu mannfalli upp úr miðri átjándu öld. Hallæri, sem mannfelli ollu á eldri tímum, eru okkur ekki eins minnisstæff, en þau gengu eigi að síður oft yfir. En slíkir atburðir voru ekki ein- skorðaðir við ísland. Hungursneyð kvistaði fólk niður í mörgum löndum, þegar út af brá. Um miðbik nítjándu aldar varð þvílíkur mannfellir og landflótti meðal íra, þegar kartöflu- sýkin bættikt þar ofan á örbirgð landslýðsins og kúgun Englendinga, að þjóðinni fækkaði um fjórðung. Árið 1868 dó þrettándi hver maður í Finnlandi, og í byrjun þessarar ald- ar var hungursneyð mikil í Rússlandi. Stórfelldur manndauði, er síffan hefur orðiff í Evrópu af völdum hung- urs, á rót sína að rekja til styrjalda. Misæri og uppskerubrestur veldur ekki lengur sömu búsifjum og áður, þegar samgöngur greiðast og þjóð- félögin komast af því stigi, að hver og éinn verði að lifa og deyja við sitt. En víða i heiminum deyr fólk milljónum saman í hungursneyðum af gamla taginu, sérstaklega í Asíu. o í sænskri lýsingu á árferði er komizt svo aff orði: „Það áraði vel, og svartir grísirnir, sem vöguðu í kringum svínabælin, báru vitni um velmegun og farsæld. Gróskumikiff kornið þroskaðist á ökr- unum, og úthaginn stóð í blóma. Svo vel er séð fyrir kosti bóndans, að þau ár, sem brauðkorn og garðjurtir art- ast bezt, þá er einnig kjötið, sem neytt er með brauðinu, feitara en ella. Það er fögur sjón að sjá svínin akfeit, og hvílíka unun veitir ekki fleskið og feitmetið. Þorpsbúar virtu efni sín fyrir sér með ánægju, og fátæklingarnir uppi í brekkunum glöddust með þeim, því að kotalýður- inn hreppir einnig mola, þegar herr- ann í hæðunum gefur jarðeigendun- um rikulega uppskeru. Margir sáu fyrir sér full brennivínsker og öl- tunnur, viffhafnarföt og silfurskeiðar á botni kistunnar freistuðu annarra, og sumir létu hugann dveljast við gestaboð og markaðsferðir. En hrepp stjórinn í Boda, sem var fluglæs, sat á kvöldin á slagbekknum við borðiff og þreyttist aldrei á að lesa söguna um Jósef í Egyptalandi. Var til dýpri vizka en orð hans um mögru kýrnar, sem komu og átu hinar feitu?“ Mögru árin létu ekki standa á sér, og í þessari sömu árferðislýsingu kveður brátt viff annan tón: „Vorharðindin urðu bændunum í skógarbyggðunum þung í skauti, og þaff var einnig hart um meðal fólks niðri á sléttlendinu. Þeir, sem ekki áttu hýði og hismi til þess að blanda í mjölið, rifu börkinn ósleitilega, og í kotunum var fyrir löngu hætl að nefna brauð. Þeir, sem áttu hertan fisk, komust líka af án brauðs. Bú- fénaðurinn svalt í -þröngum gripa- húsunum og gat ekki risið nema á hnén því að ekkert fóður var til, nema hálmrusl og hrís, og engin von var lil þess, að helmingurinn af gripun- um kæmist úr básum og stíum út í paradís grænna haga. Þeim, sem auð- séð var, að ekki myndu skrimta af, var slátrað smám saman, og fólkið nagaði horaðar hnúturnar, ef nokkur kjöttægja var á þeim, en malaði síð- an beinin í handkvörn á eftir. Hundar og smákvikindi sultu heilu hungri, börn og konur reikuðu um með fölan vanga og grátþrútin augu, en karl- mennirnir létu skegg sitt vaxa i ó- hirðu, því að þeir voru hættir að sieikja út um.“ Þetta er gagnorð ýsing af sænsku hallæri, og vafalaust gæti hún eins 296 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.