Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Page 10
 Hjáleigubóndi á Vermaiandi á nítjándu öld með konu sína og börn. — Öll fjöiskyldan er merkt eymdinni og hungrinu. úr soðnu sagi. Ekki fór betur í einni hungursneyffinni í Vesturbotni. Þar fann skógarhöggsmaffur í jörðu hvítt lag, sem minnti hann á mjöl, og þótti það því ekki lítill fengur, er þarna voru grafnar upp fimmtíu tunnur „mjöls“. Hvalsagan flaug á hafísár- unum á íslandi, og líkt fór hér — orðrómurinn um mjölfundinn barst um byggðarlögin, og fólk streymdi að til þess að ná í björg. Sú furða, að mjöl skyldi finnast í jörðu, var skýrð á þann veg, aff þetta væri guðlegt kraftaverk. Nú var farið að baka brauð og sjóða graut úr þessu jarðmjöli, enda þótt þeir væru til, er fullyrtu, að þetta væri annað en leir. Maður frá Jamtalandi fullyrti, að slíkur leir væri til í heimahögum sínum og nefndist þar' bleikja. Stjórnarvöldin létu málið til sín taka og bönnuðu, að jarðmjölsins væri neytt. En allt kom fyrir ekki. Þeir, sem lögðu sér ómetið til munns, dóu, en jafnvel þótt fregnir bærust um manndauða í einu byggðarlagi, var leirsins neytt í öðru. Við rannsókn kom í ljós, að jarðmjölið var blanda kísils, mána- leirs, kalks og járnoxíðs, ásamt litlu einu af lífrænum efnum. En hungrað fólkið vildi trúa því, að þetta væri mjöl, þótt engum manni með órugl- aða dómgreind gæti blandazt hugur um, að svo var ekki. Ð Um miðbik nítjándu aldar var iðu- lega mjög hart í ári víða í Svíþjóð. Maður, sem ferðaðist um Vermaland árið 1852, segir frá því, að hann gekk fram á tvö börn, sem fóru að gráta, er þau urðu hans vör: „Þegar ég hafði gengið nokkur hundruð skref, datt mér allt í einu í hug, að tárin kynnu að eiga sér aðra orsök en hræðslu — hungrið kynni að eiga sök á þeim. Eg var aftur kom- inn til þeirra að vörmu spori, og það sannaðist, að grunur minn var réttur. Foreldrar þeirra höfðu farið að heim- an á sunnudegi og fengið þeim fimm merkur mjöls til þess að nærast á, unz þeir kæmu aftur. Nú var mið- vikudagur, mjölið þrotið, en foreldr- anna ekki von fyrr en næsta sunnu- dag. Þegar ég vék að þessu við stúlku, sem sagði mér til vegar, og harmaði örbirgð fólks í þessu byggðarlagi, er þrátt fyrir strit sitt og stríð gæti ekki satt umkomulaus börn, svaraði hún mér því, að það væri ekki einsdæmi, að börn dæju á meðan foreldrarnir væru fjarvistum við vinnu. Þannig hefði farið um einn bróður hennar, þegar hún var lítil telpa.“ Árin 1867—1869 var hungursneyð í Smálandi og víðar. Ekki ýkja langt frá Kalmar er óvenjulegt minnis- merki frá þessum árum. Þar er höggv in á stein þessi áletrun: Til minningar um liungursneyðina árið 1869. G.P. Jónsson og fl. Maður, sem þá var ungur piltur í þurrabúð, sagði sögu sína á þessa leið: „Það var ekki um annað að velja en fara út á þjóðvegina. Ég batt pok- ann á bakið, þótt tómur væri og hélt norður á bóginn eftir þjóðveginum í átt til Austur-Gautlands. Brauð fékkst hvergi, því að það var jafnvel ekki til á bóndabæjum, og þeir voru margir, sem fóru um og betluðu. Þeg- ar ég hafði gengið tíu mílur og var kominn inn í Austur-Gautland, bar mig að herragarði, þar sem mjólkurbú var rekið. Ein stúlknanna vorkenndi mér, svo að hún rétti mér undan- rennu í könnu. Ég hafði hvorki bragð aff þurrt né vott í langan tíma, svo að ég drakk úr könnunni í einum teig. Stúlkan komst við, þegar hún sá græðgi mína og nú fyllti hún könn una af nýmjólk. Það var ekki hollt að hella í sig miklu af- mjólk, þegar maginn var galtómur og samanskropp inn. En mig skorti harðneskju til þess að taka könnuna frá vörunum, fyrr en ég var búinn með nýmjólkina. Ég skilaði könnunni tómri, þakkaði fyrir mig og gekk brott. En ég hafði ekki farið langt, er ég hneig niffur á vegar- brúnina. Og þar lá ég í heilt dægur og engdist sundur og saman af verstu kvölum, sem ég kann af að segja.“ Sænskur málfræðingur, Hermann Geijer, hefur skrifað upp eftir manni, er á þessum árum var barn í fjalla- byggð í Norður-Svíþjóð, svofellda lýsingu á æskuheimilinu: — Hvað er þitt daglegt brauð? — Við höfum bara kartöflur. 298 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.