Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Síða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Síða 12
SAFNAÐIMYNDUM AF KOFARÆKSNUM Slgurður Guttormsson Það eru til margs konar safn- arar: frímerkjasafnarar, bókasafn arar, forngripasafnarar, mynt- safnarar o.s.frv. — En SigurSur Guttormsson er líklega eini mað- urinn á íslandi og ef til vill í öll- um heiminum, sem safnar eða hefur safnað (hann segist nefni- lega vera hættur núna) myndum af kofum og hússkriflum, — bú- stöðum fátækra. A borðinu fyrir framan okkur ligg- ur haugur mynda af alls konar hús- ræksnum sem segja sína sögu — sögu eymdar og örbirgðar. — Allar þessar myndir eru teknar á árunum 1930 — ’45, segir Sigurður. Flestar þeirra hef ég tekið sjálfur. Ég tók þær og safnaði þeim til þess að geta sýnt og sannað svart á hvítu að hverju þeir, sem minna hafa fyrir sig að leggja, verða ag Iúta. Þessi söfnun mín var fyrst og fremst stjórn málalegs eðlis. Ég ætlaði að sýna, að það væri í raun og veru til stétta- mismunur á íslandi, en á þessum ár- um, eins og nú, var því oft haldið fram í ræðu og riti, ag hér væri enginn stéttamunur, og útlendingar trúðu þessu eins og nýju neti, enda var þeirra ísland Gullfoss og Geys- ir. Mér var ljóst, að það var engin sönnun, þótt ég tæki myndir af tveim ur eða þremur kofum. Ef ég hins vegar legði fram tvö til þrjú hundr- uð myndir, máli mínu til sönnunar, hlyti að vera öðru máli ag gegna. Svo ætlaSi ég ag taka myndir af lúxusvillum og draga þannig fram andstæðurnar í lífskjörunum. En það var alltaf nóg af kofum. Ég hafði heldur ekki fjármagn til þess að láta gera myndamót og koma þessu fyrir almenningssjónir. — Þurftirðu ekki ag ferðast mikið til þess ag ná öllum þessum mynd- um? — Jú, ég þurfti að fara víða, vegna þess að ég vildi fá myndir frá sem flestum stöðum á landinu. Ég not- aði sumarfríin mín í þetta, en stund- uni spöruðu kunningjar mínir mér tíma og erfiði með því ag senda mér myndir. Það voru öll þoip og bæir fu^ir af þessum kofum. Ég man, að ég kom í eitt þorp, þar sem nær ein göngu voru kofar með öllu óhæfir sem mannabústaðir. Þeir voru alls staðar úti um sveitir líka, enda kem- ur fram vig fasteignamat 1932, að þá var rúnilega helmingur allra sveitabýla torfbæir að meira eða minna leyti. — Hvernig leizt íbúum kofanna á myndatökurnar? — Þeir litu mig oftast óhýru auga — hafa sennilega haldið, að ég væri að gera þetta til þess að niðra þeim Stundum komu konurnar hlaupandi út og sóttu krakkana, sem voru að leika sér fyrir utan, kannske rifnir og skitnir. Þær vildu ekki, ag eymd in sæist á þeim líka. — Þetta minnir á, þegar fátæku börnin voru lokuð inni, þegar kóngurinn kom í heim- sókn 1874. Þau fengu ekki ag skoða kónginn, því að hans konunglegu augu máttu ekki líta eymdina. Pólarnir voru líka málaðir — að að utan — þegar kong Friðrik kom hér siðast. — Komstu nokkurn tíma inn í þessa bústaði? — Já, þegar ég var til heimilis í Vestmannaeýjum. Þá skipaði Kristj- án Linnet mig til þess að mæla upp íbúðir og gefa skýrslu um í hverju þær væru í ósamræmi við byggingarsamþykkt og landslög. Ég get sagt þér til dæmis um aðbúnað- inn í sumum þessara vistarvera, að í sjóbúð, sem var eign stórs fyrir- tækis, sváfu átján vermenn^.— tveir í hverju íúmi — og loftrými á mann var tveir kúbikmetrar, en átti að vera fimmtán til tuttugu, sam kvæmt heilsufræðibók, sem kennd var í læknadeild Háskólans. Það má nærri geta, hvernig mönnunum hef ur liðig við þessi skilyrði. — Var oft þröngt setinn bekkur- inn í þessum húsakynnum? — Þrengslin voru svo mikil, að það var algengt, að hver maður hefði ekki nerna 5 kúbikmetra loftrými. Það voru venjulega barnflestu fjöl- skyldurnar, sem í þessnm gróðrastí- um sjúkdómanna áttu athvarf sitt, enda var viðnámsþróttur íbúanna gegn veikindum oftast mjög takmaré- aður vegna lélegs viðurværis, kulda, sólarleysis og raka. Hér kvaddi marg- ur efnismaðurinn heiminn löngu fyr- ir tímann eða var fluttur í berkla- hæli, þá sjaldan þar var rúm að finna. En allt var þetta talið til meinlegra örlaga óviðráðanlegt mannfólkinu eins og veðurfarið. I þessum vistarverum var ósjaldan borðáð, sofið og eldað í sama her- berginu, þvegnir þvottar og unnin ýmis þau störf, er ekki þykja nú eiga heima í íbúðarherbergjum manna. Og héina áttu líka börnin að tileinka sér skólalærdóminn við stöðugan umgang og hávaða og skila viðlíka árangri og önnur börn, sem viðunandi skilyrði höfðu. Oft var ódaunninn svo mikill inni í húsunum af vinnufatnaði manna og öðru, ag manni sló fyrir brjóst, en það var hvergi rúm fyrir þessi föt annars stafar. — Það má nærri geta hvort svona aðbúnaður hefur ekki haft áhrif á sálarlíf barnanna. Það var engu hægt að leyna fyrir þeim vegna þrengslanna, og þau sáu og heyrðu oft ýmislegt í samlífi foreldra sinna, sem þau skildu ekki og það tók á sig annarlegar myndir í barns- sálum þeirra. — Hvernig var húsbúnaðurinn á þessum heimilum? — Mjög algengt var hjá út- vegsmönnum, smærri bændum og verkafólki, að í eldhúsinu væri borð úr óvönduðum viði, annars vegar trébekkur, en hins vegar koffort eða ,,púff“. Þeir, sem gátu haft stofu, áttu inni,þegar bezt lét, þokkalegt borð og fjóra stóla, komm óðu með fjölskyldumyndum og postu línshundum, mynd af konungs- fjölskyldunni og Hallgrími Péturs- syni á veggnum og „Drottinn blessi heimilið". Framhald á bls. 308 300 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.