Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Qupperneq 14
Skammdegisnótt. Pollurinn á ísa- firði er drepinn í klakadróma. Brekk urnar fram með hlíðinni eru löngu sviptar sínum fagra sumarbúningi, þar sem birkig ilmaði og blómskrúð ið Ijómaði á löngum sólskinsdögum, liggur nú þykk fannbreiða og storm urinn ýlfrar í gljúfrum og gráum klettum, sem gægjast út í sortann. Kofarnir í kaupstaðnum eru hálf- ir á kafi í snjó, því að veturinn lagðist snemma að, það er búið að slökkva á flestum grútartýrunum bák vig hélaðar gluggaborurnar — Enn þá er bærinn ekki upplitsdjarfur, því að ártalið er aðeins 1859. Eitt reisulegasta húsið niðri á Tanganum er þó enn þá uppljómað, þar sitja húsbændurnir — vel efnuð kaupmannshjón — í glöðum góðvina- hópi yfir gullnum veigum. Hlátra- sköllin og matarilminn leggur alla leig upp undir þak, inn í lítið súðar- herbergi, þar sem grönn og veiklu- leg 6 ára gömul telpa liggur grát- andi í lélegu fleti. Litli líkaminn skelfur af kulda og reynir að vefja þunnri sængurfiðunni betur utan um sig, milli þess sem hún grúfir sig niður og reynir að kæfa ekkasogin. Kuldinn er bitur, en óttinn er. þó enn verri. Hér er hún alein og ofur- seld öllum þeim forynjum og illu öndum, sem fólk þeirra tíma fræddi börnin fúslega um. Skuggarnir í her berginu verða að skelfilegum svört um krumlum, sem teygja sig í átt- ina til hennar, því að ljós má hvergi loga að óþörfu, og þegar bláleitir geislar mánans gægjast gegnum glufu á skýjarþykkninu og glitra í hélunni á glugganum, hrekkur barn- ið við og sýnist þar bregða fyrir skininni hauskúpu. Sulturinn sker BERNSKURAUNIR OMMU MINNAR hana líka innan, því að lítig var vandað til kvöldmatarins fyrir vinnu- kindumar og ómagana, í öllu um- stanginu út af komu gestanna. Og við þetta allt bættist kvíðinn fyrir þeirri stundu, þegar Jónína vinnu- kona kemur upp til að s'ofa, því að þetta er hennar herbergi og rúm, sem telpunni var bætt í hvort sem Jónínu líkaði betur eða verr — og henni líkaði það áreiðanlega verr! Barnið þekkir af reynslunni, hvernig það er, þegar Jónína kemur upp þreytt og örg eftir hálfa vökunótt vegna gestanna. Þá er hún ekki mjúk hent, þegar hún hrindir telpunni upp að hélaðri súðinni og sviptir til hálfs af henni sænginni — sem reyndar er allt of mjó fyrir tvo. Þannig er vont að vakna af værum, nýfengnum blundi, og vera á ný varpað í greipar hungurs og kulda. Þá var lílca heppilegra að geta bælt niður grátinn, því að ekki var það vel séð af kaupmannsfrúnni, þeg ar Jónína var að klaga yfir, að hún fengi ekki svefnfrið á nóttunni fyrir orgunum í stelpunni. Þó að telpan væri ung, þá var hún farin að skynja það, að vald kaupmannshjónanna var mikið, og „hyskinu" hollara að misbjóða því ekki — en „hyskið" hafði henni skilizt, að væri fólkið í kofunum í kring, og líklega allir, sem unnu hjá kaupmannnum. Orðið bögglaðist fyrir brjóst barns ins, en þó gat hún ekki skilið, a'ð það væri neitt ljótt, þar sem pabbi hennar og mammá voru í þeim hópi — og þau voru þó bezt af öllum. Hugur barnsins og augu hvörfluðu oft til kofans í hæsta kaupstað, þar sem foreldrar hennar og bræður bjuggu. Þar var svo gott að vera. Þótt matur væri þar ekki alltaf til og kofinn veitti stundum takmarkað skjól á vetrum, þá var mamma jafn an mild og hlý og yljaði íitlum kulda bólgnum fingrum á berum brjóstum sínum. — Verst hvag mamma grét oft, og helzt þegar hún hélt, að eng inn sæi til. Barnig skildi ekki alltaf tilefni þeirra tára, en setti það þó 1 samband við fátækt þeirra og fleira. Það var til dæmis von, að hún gréti einu sinni, þegar hún var nærri búin að sandskúra gúlfið heima og Páll, sonur hennar kom æðandi inn á flótta undan elzta syni kaupmanns- ins, Eðvarð, sem var stór og sterk- ur svoli, 14—15 ára að aldri, og ein- um tveimur árum eldri en Páll. 302 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.