Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 16
BEL O. GASCHE: ÞEtR BIÐU DAUDANS, EN... Ný var affeins um fáeina klukku- _ííma að ræða/ þar til þeir hlutu að -d.eyja'. Þeir viasu það allir fjórir og 'tóku_ því eins og bezt þeir. gátu — Ihver á sinn hátt, en um leið meff -þeirri samkennd, er oft einkennir hóp manna í dauðanum. Larson hnipraði sig saman einn sér í öðrum enda skurðsins, sem þeir höfffu grafið í skyndi. Hann dró undir sig fæturna til þess aff reyna aff halda á þeim hita. „Hvar í fjandanum erum við eigin- lega?“ spurði Langtry. „1 Kóreu“, svaraði Kansas. „Eg veit það. Einn liðsforingja her- sveitarinnar sálugu sagði mér þaff. En hversu langt erum við frá meginhern- um?“ „Eg veit það ekki almennilega“, svaraði Rusk liðþjálfi þreytulega. „Við erum gjörsamlega einangraffir, svo að það skiptir víst litlu“. Larson hafði lagt við hlustir. „En setjum svo, að við fáum tækifæri til aff komast undan, í hvaða átt höldum við þá?“ spurði hann. Rödd hans skalf vegna kuldans og kvalanna í blæðandi öxlinni. „Viff fáum ekkert tækifæri til flótta, drengur", mælti Langtry. Hann var að bursta klossa sína vandlega með dulu, sem hann bar ávallt með sér. „Og eigum við þá bara að sitja hér í snjónum og deyja, þegar þeir koma?“ hrópaði Larson. „Nei, við d»yjum standandí", svar- aði Langtry. „í bónuðum klossunum!" „Já, í bónuðum klossunum". „Hættu þessu, Larson!“ skipaði Rusk. Hann hlustaði, en ekkert hljóff barst utan úr dimmri nóttunni. „Hvað heldurðu, að herdeildin sé langt að baki .okkur’" spurði Kansas. Rusk hristi höfuðið. „Ef tii vill þrjár mílur, kannsh" tíu“ „Þrjár skitnar mílur, og við verð- um að deyja í þessu pestarbæli". Lar- son-var tekinn að gráta. Rusk horfffi á hann — tuttugu ára unglinginn. Særður og blæðandi um tvítugt! „Rólegur, drengur — stattu þig. Við erum allir í sömu klípunni. Óvinirnir hafa þessar þrjár mílur á sínu valdi. Það er aðeins myrkrið, sem heldur í okkur lífinu“. „Hvað getum við gért?“ spurði Kansas. „Við getum verið kyrrir hér og selt líf okkar dýrt. Hinn kosturinn er að reyna aff komast til baka, og þá verð- um við skotnir, áður en við komumst tvö hundruð metra, án þess að fá einu sinni tækífæri til þess að berjast", svaraffi Rusk. „En það er hugsanlegt, að við kom- umst í gegn, er það ekki?“ Rödd Lar- sons var biðjandi. „Þaff er ekki alveg útilokað?" „Jú, drengur minn, alveg útilokað“. Rusk spýtti í snjóinn. Langtry sló tusku sinni við kloss- ana. Larson spratt á fætur og þreif í hann með heila handleggnum. „Hættu þessu!“ hvíslaði hann hás. „Viltu, aff þeir heyri til okkar?" Langtry reif sig lausan. „Þeir vita þegar, hvar við erum. Þeir bíða aff- eins birtu“. „Já, víst vita þeir það“, sagði Rusk. „En iþaff er ástæðulaust að hafa hátt“. Langtry braut saman duluna og stakk henni í vasann. „Heldurðu, að margir hafi fallið, þegar við brutumst í gegn?“ Rusk hristi höfuðið. „Mjög margir“. „Eg vona, að Schiller hafi sloppið. Hann skuldar mér tíu dali“, sagði Langtry kyrrlátlega. „Þú færð aldrei tækifæri til að eyffa þeim“, varð Kansas að orði. „Sástu Wilson höfuðsmann, þegar hann komst að því, að ekki átti að senda okkur neinn liðsauka?" spurði Langtry. Rusk brosti, er hann minntist höf- uðmannsins. „Já, það lá við að talstöð ín brynni upp. Drottinn minn! Hann lét þá hafa það óþvegiff". „Skyldi hann hafa komizt í gegn?“ spurði Kansas. „Nei“, svaraði Rusk hljóðlega og horfði niður í snjóinn. „Eg sá hann falla um þrjú hundruff metra héðan“. Langtry leit út í myrkrið. „Það liggja margir vinir þarna úti. Þær verða ófáar mæðumar, sem gráta eft- ir eina viku effa svo“. Larson lá í hnipri í enda skurðsins og grúfði andlitið í höndum sér. „Hann er að bila“, sagði Kansas lágt. Rusk kinkaði kolli. „Það er hætt við því — hann er samt ekki huglaus. Honum hefur verið ofboðið". „Nei, hann er engin bleyða — hann er affeins unglingur. Þetta er djöfuls svívirða", sagffi Langtry. „Eg á son á hans aldri heima“, mælti Rusk. „Hann er kallaður Bobby". „Já, hann er heppinn að vera ekki hér“, sagði Kansas og reyndi árangurs laust að koma sér þægilega fyrir í snjónum. „Eg veit ekki — ég held hann vildi fremur vera hérna“. Rusk starði út í myrkrið. „Hann lenti í bifreiðarslysi fyrir ári og missti báða fæturna“. Langtry hristi höfuðið. „Óheppni — slysin gera ekki boff á undan sér“. „Nei, en það vildi svo til, að ég ók bílnum og var drukkinn. Eg ók utan í brúarstólpa. Eg fékk ekki einu sinni skrámu, en sonur minn missti báða fæturna". „Svona getur komið fyrir“, muldr- aði Langtry vandræðalega. Honum varð nú Ijóst, hvers vegna Rusk hafði ávallt látiff sér svo annt um Larson. „Já, ég býst við því. Sektarkenndin hefur lengi nagað mig, en nú hefur mér tekizt að bæla hana aff nokkru leyti“. „Maður má ekki minnast allra verknaða sinna, sem koma niður á öðr um. Þá gengi maður af vitinu“, sagði Langtry. „Ef til vill ekki, en það er aldrei hægt að gleyma svona atburðum al- gjörlega — aldrei“. Rusk spýtti. „Þetta er kaldur staður að deyja á“. „Já“, svaraði Langtry. Kansas horfði til himins. „Það er farið að birta“. Langtry athugaði byssu sina og lagði skotfæri við hlið sér. „Nú er ekki langt eftir; eftir klukkustund eða svo verðum við farnir héðan, en hvert?" Larson grét hljóðlega. Axlirnar hristust undir þykkum jakkanum. Kansas horfði á hann. „Kannske hressist hann, þegar skothríffin hefst“. „Ef til vill . . . “, sagði Rusk. „Verst [304 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.