Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Qupperneq 17
þykir mér, aS við skuluir, ekkert geta gert við sárið á öxlinni". „Já, við eigum ekki einu sinni aspi- rín“. Rusk skreið til Larsons og tók að ræða við hann í hálfum hljóðum til þess að reyna að róa hann áður en yf- ir Iyki. Kansas dró sígarettu úr vasa sín- um. „Eg er lengi búinn að geyma hana þessa. Eiguirl við ekki að reykja hana núna?“ Langtry brosti. „Það væri til lítils að geyma hana öllu lengur“. „Rusk?“ Kansas lyfti sígarettunni. Rusk hristi höfuðið. Kansas skipti henni í tvennt og rétti Langtry annan stubbinn. Þeir reyktu og horfðu á dagsbrúnina þok- ast upp á himininn. Þeir hlustuðu á lága rödd Rusks, þar sem hann var að reyna að róa Larson. „Eitt er víst — við látum ekki taka okkur höndum", sagði Langtry hörkulega. „Nei. Dauðir menn segja engar fréttir, og það, sem við gætum sagt, yrði til þess, að þeir flæddu yfir stöðv ar hersins, áður en hann hefur fylkt sér á nýjan leik“, sagði Rusk um leið og hann kom aftur frá Larson. „Hvernig líður honum?“ spurði Kansas. ,,Hann er ekki með sjálfum sér af ótta og sársauka". „Slæmt“, muldraði Langtry og kreisti vindlingsstúfinn milli kulda- dr' nna fingranna. .Eg hef heyrt ljótar sögur um það, hvernig þeir fara með fangana, áður en þeir drepa þá“, sagði Kansas. „Sögurnar eru sannar. Það er betra að deyja strax“, mælti Rusk. Larson reis á fætur. Hann snökti lágt og horfði móti dagsbrúninni. „Rólegur, drengur, þessu verður lokið eftir fjörutíu mínútur“, sagði Langtry. „Ekki fyrir mér! Eg ætla ekki að deyja í þessu pestarbæli!" hrópaði Larson. Rusk stóð upp og sneri sér að tryllt um drengnum. „Seztu niður! Þú verð ur að bíða eftir þessu með okkur hin- um“, skipaði hann hvasst. „Nei, nei, nei . . . “, stundi Larson lágt. Hann horfði á eitthvað úti í ljósaskiptum morgunsins. En það, sem hann sá var langt í burtu — heima í Michigan. Ef til vill silungs- vei^ á björtum morgni — ef til vill .... „Hlustaðu á mig, drengur minn!“ R^'-’d Rusks var biðjandi. „Við get- um ekkert annað gert en dáið sem menn“. Larson virtist ekki heyra til hans. Hann færði sig að skurðbrúninni og starði út í hálfrökkrið. Kansas hristi höfuðið, og Langtry gerði slíkt hið sama. Þeir gátu ekki leyft honum að fara. Þeir voguðu ekki að hætta á, að hann segði frá undan- haldi herdeildarinnar og mannfalli hennar. Þeir gátu ekki leyft honum áð segja frá falli höfuðsmannsins. Þetla var of snemmt að segja Kín- verjunum — bezt að láta þá sjálfa hafa fyrir að komast að því. Þegar þeir höfðu það, hefði herdeildinni gef izt tóm til að fylkja liði að nýju. „Hlustaðu, drengur minn“, bað Rusk. „Þú mátt ekki fara. Taktu upp byssuna þína, og bíddu með okkur“. „Eg ætla ekki að deyja“, sagði Lar- son ákveðinn. „Eg ætla ekki að deyja!“ „Þú átt ekki annars kost, dreng- ur! Þú mátt ekki einu sinni hugsa svona“, sagði Langtry. „Eg vil ekki deyja — mér er sama, hvað þeir gera við mig — ég vil ekki deyja! Kannske gera þeir eitthvað fyr ir öxlina á mér — mér er illt í henni“. Larson skreið upp úr grunnum skurð inum. „Larson!“ hrópaði Rusk. „Stanzaðu! Eg skipa þér að nema staðar!“ „Mér er illt í öxlinni, Rusk. Þeir lækna á mér öxlina, er það ekki, Rusk?“ Hann stóð uppi á bakkanum. Rusk horfði á hann og sárbændi hann: „Komdu, drengur minn, komdu hingað niður til vina þinna. Ekki ráfa þarna innan um öll líkin. Við skulum lækna á þér öxlina, sonur sæll. Við skulum hjálpa þér“. Larson staulaðist hægt í burtu. Spor hans lágu í hlykkjum í snjónum. „Ekki neyða mig, drengur — viltu koma aftur, viltu . . . “. Rusk var farinn að tauta. Langtry og Kansas horfðu á, er Rusk lyfti byssu sinni. „Larson!“ Rödd Rusks var sem svipuhögg. „Komdu strax hingað — annars skýt ég þig!“ Larson heyrði ekkert. — Hann óð snjóinn hægt óg meff erfiðismunum. Rusk strauk tár úr auga sér og tók síðan í gikkinn. Larson steyptist dauð ur niður. Rusk fól andlitið í örmum sér og grét. „Þetta varð að gera“, sagði Lang- try. „Þetta var eitt þeirra verka, sem verður að vinna“. „Eg veit það, — en hvers vegna?“ spurði Rusk. „Hvers vegna varð ég að skjó.a tvítugan ungling?“ „Hann hefði getað kostað mörg mannslíf, við vitum það allir“, svaraði Langtry. „Svona er stríðið — djöf- uls stríðið!“ „Nú megum við fara að búast við þeim. Það er orðið ratljóst“, sagði Kansas. „Þeir hafa ekki verið svo fá- ir, Kínverjarnir, sem heyrðu skothvell inn“. Þeir athuguðu allir byssur sínar og skotfæri og tóku sínar fáu hand- sprengjur fram. Langtry og Kansas fóru hvor út í sinn enda skurðarins, svo að Rusk varð í miðjunni. Það hélt áfram að birta og að lok- um var orðið albjart. Þeir lágu kyrr- ir með allar taugar þandar og biðu árásarinnar. Mínúturnar snigluðust áfram og brátt skein sólin í heiði. Ekkert sást til óvinanna í auðninni í kring. „Hvað haldið þið?“ spurði Langtry. „Þeir eru þarna úti — þeir hljóta að vera þarna“, sagði Rusk órólegur. „Eg sé engan", sagði Kansas. „Ef til vill hafa þeir hörfað, hvcrn- ig, sem á því stendur“, varð Langtry að orði. „Þá hefðum við heyrt til þeirra í nótt“, svaraði Rusk. „Það er ekki víst. Það er hugsan- legt, að þeir hafi flutt sig til annarr- ar hvorrar hliðarinnar og alls ekki farið hérna um á leiðinni til baka“. „Við höfum ekki hugmynd um mannfall þeirra. Ef til vill hafa þeir neyðzt til að hætta sókninni", sagði Kansas. „Eitt er víst: Eg sé ekkert til þeirra, og það er útilokað, að þeir geli leynzt á þessum berangri“. Langtry kinkaði kolli. „Mér finnst, að við ættum að reyna að komast aft- ur til herdeildarinnar. Ef þeir hafa hörfað, þá koma þeir vafalaust fljót- lega aftar. Ef þeir hafa ekki hörfað, þá verðum við á vegi þeirra og erum varla verr settir en hérna“. „Já, við skulum koma“, sagði Rusk og tók upp handsprengjur sínar og skotfæri. Hann leit til Larsons, sem lá í blóðlituðum snjóskafli. „Mér þyk- ir þetta leiðinlegt, drengur minn. Þú kemst aldrei að því, hve leiðinlegt mér þykir þetta“, hvíslaði hann. „Komdu, Rusk. Þetta verður ekki aftur tekið!“ Langtry ýtti honum upp úr skurðinum. Tvö hundruð metra frá skurðinum rákust þeir á könnunarflokk frá þeirra eigin herdeild og fylgdust með honum til herbúðanna. „Þeir hörfuðu gjörsamlega af á- stæðulausu", sagði Langtry yfir fyrsta kaffibollanum í heila viku. "7,Það er ómögulegt að reikna þessa Kínverja út“, sagði Kansas. „Ja, hérna! Ekki átti ég von á því að fá heitt kaffi oftar“. Rusk drakk hljóður úr fanti sín- um og -inblíndi niður í snjóinn. Langtry hafði auga með mönnum þeim, sem fóru í gegnum matvælaaf- greiðsluna. „Halló! Þarna er Schill- er!“ hrópaði hann og reis á fætur. „Halló! Schiller. Hvar eru dalirnir mínir tíu?“ Schiller fyllti matarbakka sinn og gekk yfir til þeirra. „Nú, já. svo að þið komuð lifandi aftur. Eg var far- inn að vona, að ég slyppi við að borga þér“. „Ekki aldeilis, lagsi. Eg kem alltaf aftur, þangað til bú hefur borgað mér“, sagði Langtry og glotti. Framhald á bls. 310 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 305

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.