Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Síða 18
Marstrand. Efst á myndinni er virkið Karlsten, sem talið var óvinnandi, en Tordenskjold hernam það án þess að hleypa af einu skoti. SJÓHETJAN TORDENSKJOLD I byrjun aprílmánaSar áriS 1714 barst Friðriki Danakonungi bréf frá ungum sveini, sem nefndi sig Peter Jansen Wessel. í bréfi þessu, sem upp hefst á mjög lotningarfullum ávarps- orðum, biður þessi ungi maður erfða- lconunginn allra náðarsamlegast að veita sér inngöngu í skólaherflokkinn á Hólminum. Wessel var Norðmaður, og þegar hann skrifar þetta bréf, er hann fimmtán ára að aldri og laus undan forsjá föður síns fyrir tveim árum. Þrettán ára gamall hafði hann haldið til Danmerkur og hafði, þegar hér var komið sögu, verið búsettur hjá hirðpresti einum, að nafni Pétur Jespersen, í tvö ár. Honum féll ekki vistin sem bezt hjá nafna sínum, fannst lífið á heimili hans snautt af þeim ævintýrum, sem hugur hans girntist. Hann langaði til þess að kom- ast í siglingar og kynnast þeim ævin- týrum, sem hann þóttist viss um, að heimurinn væri yfirfullur af. Konungurinn bænheyrði hann. Og á árunum 1706—08 sigldi Wessel á þrælaskipum, sem voru í förum milli Vestur-Afríku og Vestur-Indía, en næstu tvö ár var hann farmaður á skipum, sem sigldu til Austur-Ind- lands. Þegar hann hélt heim til Kaup- mannahafnar síðla sumars 1710, geis- aði orrusta milli Svía og Dana, og börðust báðir aðilar af miklum móði. Á þessum tímum höfðu Evrópulöndin svo lítið samband hvert við annað, að það var hægt að' heyja tvær styrj- aldir samtímis í Evrópu, án þess að nokkurt samband væri þar á milli. í Suður- og Vestur-Evrópu höfðu ríki þau, sem Frakkland hafði hernumið, gert uppreisn, en Eystrasaltslöndin höfðu hins vegar sameinazt gegn Sví- þjóð og hinum kjarkmikla og vilja- sterka konungi hennar, Karli XII. Þesrsi síðast nefnda orrusta hefur verið kölluð Nor'ð'urlandaófriðurinn mikli. Og í henni vinnur Pétur Wess- el hin mörgu og fræknu afrek sín, sem skipa honum á bekk með mestu sjóhetjum Dana. Dáðir hans hafa ver- ið notaðar sem efni og uppistaða í mörg skáldverk, þar sem hetjuskap er sungið lof og prís. Mörg þessi kvæði eru sungin enn þann dag í dag eins og til dæmis: „Jeg vil sjunge om en helt“, og í upprunalegri útgáfu kvæð- isins Tordenskjold, sem fjallar um dáðir Wessels, eru 48 vísur. Þar er ævi hans dregin upp s'kýrum dráttum í örstuttum Ijóðlínum. Tuttugasta og þriðja vísa hefst á þessum orðum: „Engang fra den svenske strand gik han med sit folk í land . . .“ Sá atburður, sem þessar Ijóðlínur gefa til kynna, átti sér stað snemma vors 1714, þegar Wesrsel, sem var um þessar mundir orðinn sjóliðsforingi,, sigldi á freigátunni Lövendals Galej, upp að ströndum Svíþjóðar. Hlutverk hans var að fylgjast með gerðum Loftmynd af Hirtshólmunum utan viS Fredrikshavn. Ósjald- . Fyrr á tímum var Fladstrand — nú Fredrikshavn — bæki- an lá floti Tordenskjolds I varl vlð þennan hólma og beið stöð Tordenskjolds. Gamla púðurgeymslan stendur enn og byrjar til stranda Svlþjóðar. mlnnir í fornar dáðlr. 306 T í M I N N SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.