Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Síða 20
um og veitir honum ríkulega lífsins veigar. Þegar sá sænski hefur setið góða stund á fundum við Bakkus kon- ung, er hann leiddur með kurt og pí út á götur bæjarins og fram hjá drukknum sjónum hans marserar hvert herfylkið af öðru með alvæpni. Hermennirnir stilla sér upp fyrir aug- um hans, hverfa fyrir næsta götuhorn, birtast síðan aftur frammi fyrir hon- um, og hann verður bæði skelkaður og undrandi, er hann lítur allan þenn- an hermannafjölda. Honum hefur áreiðanlega verið mikið niðri fyrir, þegar hann fór aft- ur til virkisins og gaf yfirmanni sín-' um skýrslu um það, sem fyrir augu hans hafði borið. Daginn eftir gafst virkið upp. Næsta ár batt enda á ævintýri Tord- enskjolds. Bæði Danmörk og Svíþjóð höfðu farið illa út úr ófriðnum, og baráttugeta þeirra var orðin lítil. Og þann 3. júlí 1720 sömdu löndin frið. Danir fengu ekki aftur Skán„ sem Sví- ar höfðu hernumið, en skaðabætur fengu þeir, sem námu 600,000 ríkis- dölum, og framvegis skyldu sænsk skip ekki fá að sigla tollfrjálst í Ekið á hjarni- Framhald af bls. 291 ekki sést fyrir neinum vegg. Hér höfð um við börnin rekið kvíaærnar að á kvöldin, eftir að hafa gætt þeirra í haganum að deginum eða setið hjá, sem kallað var. Þótt mér þætti sauða nýmjólkin góð, var ég þó feginn, þeg ar hætt var að færa frá. Ég kenndi svo mikið í brjósti um blessuð litlu lömbin og raunar ærnar líka. Frá- færnadagurinn var því einhver mesti sorgardagur í mínu lífi á þeim árum. Ég rölti áfram upp að bæjarlækn- um. Þessa leið hef ég oft farið að sækja vatn I fjós og bæ. Nú sést varla fyrir læknum, og brunnhúsið er horf ið í fönn. Venjan var að tengja það með snjóhúsi þegar fannir jukust, svo að það fór í kaf. Nú er hin grösuga hlíð Víðidals- fjalhins klædd í hvítan hjúp. Samt sést Langimelurinn og Stekkjarhrygg urinn neðst í hlíðinni með sínum hlýlegu brekkum. En örnefnin eru svo mörg hér, að of langt yrði upp að telja, og flest eru þau tengd sér- stökum minningum. Þarna er til dæmis Háaholtið, en þangað gerði ég eina mína fyrstu reisu út í heiminn upp á mitt eindæmi. Vildi ég hjálpa til að smala fénu. Þetta olli engum óhöppum, en var þó ekki metið svo sem skyldi, að mér fannst. Hér rétt fyrir ofan er lækurinn, sem bróðir mínum tókst að bjarga mér upp úr á síðustu stundu, þegar ég var að berast með straumnum und ir snjóinn, sem huldi hann á löngum kafla fyrir neðan. Hérna eru Svörtu- gegnum Eyrarsund. Danmörk þarfnaðist friðar, en hið sama verður ekki sagt um Torden- skjold, friður og rósemi voru lítt að hans skapi. Hann gat ekki sætt sig við að hanga á skrifstofum flotamálaráðu- neytisins eða lifa kyrrlátu sveitalífi á búgarði sínum, og fékk því frí frá störfum og leyfi til að fara til Eng- lands. í leiðinni kom hann við í Ham- borg, þar sem honum dvaldist í nokkr ar vikur, enda hafði glaumfólk borg- arinnar hann í hávegum. En það sýndi sig enn, að hvar sem hann var, var einnig ófriður á næsta leiti: í veizlu lendir hann í rifrildi við sænskan ofursta, Stael að nafni. Þeir heyja einvígi og Tordenskjold fellur. Þannig lýkur þessi danska sjóhetja ævi sinni aðeins þrítugur að aldri. — Hinir andlegu forfeður hans voru hin- in eineygðu sjóræningjaskipstjórar, sem fóru um höfin brandi og unnu engu friðar. Það var heppni hans að fæðast á þeim tímum, þegar land hans hafði þörf fyrir hæfileika hans, og það var einnig heppni hans að deyja á þeirri stundu, sem hans var ekki lengur þörf. skurðirnir, en þangað reikaði ég eitt sinn, er lógað var kálfi, sem mér þótti vænt um. Þar lét ég hugann glíma við gátur tilverunnar og leyndardóma lífs og dauða. Þetta minnir mig á köttinn, sem ég jarðaði einu sinni í brekku niðri við ána. Ég bjó um hann í kassa, dysjaði hann svo og gerði upp leiði með stórum steini ofan á. Síðan söng ég yfir honum vers, sem ég fann í einhverri skræð- unni: „Nú hvílir hér sorg yfir byggð og bæ, er burtu þú flýgur um úfinn sæ. Horfinn brott vinum og fjendum frá og já og já“. Leiði kattarins má enn glöggt sjá. f þessari brekku var ullin þvegin og er þessi staður einkar hlýlegur. Skýrust verður þó í minningunum Bergáin, þegar rifjuð eru upp örnefn- in hér. Hún var nokkurs konar lífæð þessa staðar vegna hlunninda af sil- ungsveiði, sem bæði var nokkur og þó sérstaklega mikilsverð á þessum stað og tíma, þegar ekki var alltaf margra kosta völ með matbjörgina. Nú er kyrrðin rofin. Bíllinn er sett- ur í gang, og drengirnir aka suður fyrir tún, en snúa þar heim aftur. Þá er ég kominn í lilaðið Eftirlitið er ekki strangt hér, enda ekki svo hætt við árekstrum eða að ekið sé út af brautinni. Mér verður enn litið á bæjarrúst- irnar. Hér var baðstofan, tvö staf- gólf, og eldhúsið, eitt stafgólf, þá búr, hlóðaeldhús,, geymslukofi og fjós. Heilt safn minninga er tengt þessum stað, eins og gefur að skilja, því að æskan er langminnug á margt það, sem fullorðnir taka varla eftir eða gleyma fljótt. Hér kenndi móðir mín okkur vers og bænir og lagði undirstöðu að því veganesti, sem okk- ur mundi haldbezt, þegar leiðin hlaut að liggja um áður ókunna stigu. Þann- ig hafa íslenzkar mæður um aldir miðlað börnum sínum af þeim and- lega auði, sem þær sjálfar höfðu tekið í arf úr sínum foreldrahúsum. Niðri í brekkum skilur pilturinn frá Hrappsstöðum við okkur. Hann ætlar að huga að kindum. Hér sést nú ofan í dalinn aftur, og er það orðin önnur sjón, hvað húsakostinn snertir en var fyrir tveim til þremur áratugum. Ræktun og vegabætur hafa líka tek- ið stórum framförum, þótt enn skorti nokkuð á I þeim efnum, ekki sízt með vegabæturnar. Gömlu torfbæirnir eru nú alveg að hverfa og raunar hin fornu útihús líka. Börnin, sem nú lei'ka frjáls í föðurgarði, bera engin merki skorts eða örbirgðar. Þeir, sem aðeins gátu veitt sér þann munað að láta sig dreyma um betri tíma, myndu varla bogna undir okkar byrði. Þess væri okkur hollt að minnast, þegar móti blæs. Eftir stundarkorn ökum við í hlað- ið. Ferðin hefur tekið þrjá klukku- tíma. Ærnar eru að renna heim holtin og vonast nú eftir gjöfinni. Gunnþór Guðmundsson í Dæli. Safnaði myndum — Framhald af bls. 300 Þegar striðið kom, breyttist þetta allt til batnaðar. Því hefur oft verið haldið fram, að við höfum farið gá- leysislega með stríðsgróðann, en þá gleymist það, að verkalýðshreyfingin beindi nokkru af stríðsgróðanum til launafólks, og það hafði í för með sér, að nú eru heimili flestra launa- og verkamanna eins og heimili „betri borgara“ voru fyrir stríð. Kannske rekur einhvern minni til þess, ag þeir, sem ráðin höfðu í þjóðfélaginu, vildu hafa þetta öðru- vísi, sem sagt sama ástand hjá launa fólki, en láta hagnaðinn renna til „atvinnuveganna". Hér var því um tvennt að velja, fleiri milljónamær- inga og fleiri fátæklinga og sjúkl- inga eða jafnari lífskjör. Menn urðu að' gera .það upp við sig, hvort væri heilbrigðara; ráð verkalýðshreyfing- arinnar eða fjáraflamanna Það er ekki hinum síðarnefndu að þakka, að valið varð eins og raun ber vitni um. Og nú er engu líkara en ríkis- valdið sé að reyna ag spenna fólk fyrir vagninn aftur á bak til hinna „gömlu góðu daga“, sem báru þessi heimili eymdanna í skauti sínu. Birgir 30f» T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.