Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Síða 3
[Liosmynd: Pall Jonsson)
Þrándarholt í Gnúpverjahreppi, þar sem Margrét vakti yfi*- túninu forðum
um, Vinaspegli og Biblíuljóðum
séra Valdimars Briems. Nokkr-
ar ljóðabækur, sem móðir mín
átti, hafð'i ég fengið með mér,
og oftast var ég að lesa og læra
kvæði, milli þess að ég gætti
túnsins og rak frá því, að
minnsta kosti ævinlega, þegar
kalt var í veðri og ég hafðist
við inni. Það gat á stundum
verið hálfónotalegt, ef blautt
var á og maður vöknaði í fæt-
ur, en það vildi æðioft bera við,
því að auðvitað þekktist þá ekki
annar fótabúnaður en sauð-
skinns- eða leðurskór, sem fljót-
lega drógu vatn, er öslað var í
grasinu. En svo hitnaði manni
þá á milli við hlaupin við frá-
reksturinn.
Nú var það einhvern dag, að
mér hafði áskotnazt ný bók að
láni. Var það Eiríkur Hansson
eftir Magnús J. Bjarnason.
Hugði ég því heldur en ekki
gott til næturinnar.
Það var liðið fram yfir lág-
nætti. Regn hafði verið úti. Eg
var nýbúin að líta eftir því, að
engin kind stæði í túninu, og
ég hafði lokið við að eta nætur-
bitann minn og drekka mjólk-
ina. Mér hætti oft við að gera
það heldur í fyrra lági, og nú
sat ég inni við borðið í litlu
baðstofunni, þar sem allt fólk-
ið lá í fasta svefni. Hálfskugg-
sýnt var í baðstofunni, því að
glugginn var lítill, en ég sat
undir honum og tók nú til
óspilltra mála við að lesa þessa
skemrntilegu sögu. Er skemmzt
frá því að segja, að ég sökkti
mér svo niður í lesturinn, að
ég gleymdi mér alveg yfir bók-
inni og gleymdi skylduverki
mínu. Ekki man ég nú, hvað
langt ég var komin í sögunni,
er ég hrökk upp við að smala-
hundurinn, sem mun hafa legið
frammi i bæjargöngum, tekur
til að gelta af miklum álcafa.
Ég þaut á fætur og rauk út.
Sé ég þá, að riðandi maður
kemur upp traðirnar. Mér varð
fyrst fyrir að líta upp á tún og
sá þá, að allmargar kindur
stóðu þar á beit, efst á túninu.
En nú var gesturinn kominn
heim á hlað. Kastaði hann á
mig kveðju og bað mig að láta
vita um komu sína í bænum.
Varð ég því nauðug viljug að
far'a inn og gera viðvart um
gestkomuna. En Steinunn hafði
vaknað við hundgána og kom
út að vörmu spori. Gat því ekki
hjá því farið. að hún yrði þess
vör, að ég hafði svikizt um að
gæta túnsins.
Ekkert man ég með vissu,
hver gesturinn var, en held að
það hafi verið maður að koma
utan úr Þorlákshöfn eða af
E.vrarbakka og verið á leið í
sumarvinnu eitthvað lengra
upp í Hreppa og hafi fengið að
hvíla sig þarna í Þrándarholti
og sofa það sem eftir var næt-
ur.
Ég flýtti mér auðvitað sem
mest ég mátti út aftur og fór
að reka frá túninu. Tók það
mig nokkuð langa stund. Og
ég gekk hægt heim að bænum
aftur, því að ég var hrædd um,
að ég mundi fá snuprur. Var
nú komið fram undir .morgun
og hafð'i birt upp. Fátt er eins
fagurt og vormorgunninn, ekki
hvað sízt, þegar birtir til eftir
regn, og árdegissólin hellir
geislaflóði sínu yfir regnvota
jörð. Aldrei eru fjöllin jafn-
fersk og blá, og aldrei er jörðin
grænni eða glitvoð blómanna
jafngeislandi fögur og eftir
rigningarnótt
Engar ávítur fékk ég, er ég
loksins áræddi inn, og enn í
dag er ég þakklát fyrir það. Eg
held, að Steinunn mín hafi séð,
hvað mér leið og ekki fundizt
það vera gustuk að auka á sam-
vizkubit mitt. Ég mátti nú fara
að sofa, því að hún kvaðst ekki
fara að hátta aftur, það tæki
því ekki. Mér leið ekki sem bezt
þegar ég lagðist út af, en svefn-
inn sigraði mig brátt, eftir að
ég hafði heitið því með sjálfri
mér, að ég skyldi ekki láta mig
henda það aftur að gleyma því,
sem mér hafði verið trúað fyr-
ir.
Þegar ég nú rifja upp aftur
þessa löngu liðnu vökunótt,
finnst mér þetta allt vera í svo
mikilli órafjarlægð, að ég get
varla trúað því sjálf, að það
hafi verið veruleiki, svo geysi-
lega miklar eru breytingarnar,
sem orðið hafa hér á landi á
þeirri rúmlega hálfu öld siðan
þetta gerðist. Full þrjátíu ár
eru liðin frá því að ég kom
síðast að Þrándarholti. Þá
var búið að reisa þar
gott íbúðarhús, og fóstur-
sonur systkinanna gömlu,
Framhald á bls. 334
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
315