Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 9
in þurrð á sögum af því tagi um kon- unga álfunnar. Hirðmennirnir voru engir eftirb.it- ar iandsfeðranna. Útlendur ferðalang ur lýsir dönskum aðalsmönnum urn miðbik sextándu aldar á þá leið, að þeir hafi drukkið, þar til þeir „ældu drykknum upp úr sér og gerðu fleira undir borðin í viðurvist gesta og þjón ustufólks, án minnstu blygðunar. Og þegar einhver er borinn burt með- vitundarlaus, vekur það óhemjukæti og menn reka upp tröllahlátur“. Svipaða sögu hafði að segja fransk- ur sendimaður, sem var í Kaupmanna- höfn árið 1637. Hann ætlaði að kveðja nokkra liöfðingja, Kristján Úlrik Gytd enlöve, Henrik Bjelke og Jósías Rant- zau, áður en hann hyrfi brott. í skýrslu sinni um Danmerkurförina komst hann svo að orði: „Eg fór í kveðjuheimsókn sama dag og ég hélt brott. Sá ég þá undir eins, að 1 stórri stofu lágu tíu eða tólf skrokkar endilangir á gólfinu. Eg Klof aði yfir þá, og gekk inn í herbergi fyr ir enda stofunnar. Þar sá ég herra Kristján Úlrik og herra Bjelke með Sænskt heimilislíf á því árabili, er fjörutíu pottar brennivíns voru drukknir að meðaltali af hverju mannsbarni í Sviþjóð. KONUNGANNA Á NQRDURLÖNDU öðrum úr þeirra félagsskap, líka liggj andi endilanga á gólfinu. Þegar mér varð ljóst, hve fast þeir sváfu í öl- vímu sinni, hafði ég mig á brott, án þess að nokkur yrði mín var“. Sá var siður Norðurlandabúa í drykkjuveizlum sínum á sextándu <ild að grýta bikurum og krúsum, sem þf-ir drukku úr. Viðgerð á borðbúnaði var meiri háttar kostnaðarliður hjá kon- ungum og tignarmönnum. Svo rarnt kvað að þessari áráttu, að torveldi þótti á því að láta drekka úr glösum, þar eð brothljóð þeirra var sérstak- lega freistandi, en glös dýr lengi fram an af. Fyrir krýningu Kristjáns IV voru þó keypt þrjátíu og fimm þús- und glös, og má af tölunni sjá, að gert -hefur verið ráð fyrir miklum og skjót- um afföllum. í jólagildi hjá Eiríki XIV árið 1563 brutu borgarar í Stokk hólmi 174 krystalglös og tíu árum síð- ar moluðu þeir 375 glös við svipað tækifæri. Steinkrúsir og trékönnur þoldu betur hnjaskið. Það lætur að líkum, að aðalsmönn- um var hætt við skakkaföllum, ekki síður en konungum. í veizlu mikilli í Mecklenborg árið 1576 hnigu tveir aðalsmenn dauðir niður, er þeir voru að slcála við Friðrik II og Úlrik her- toga. Jósúa von Qualen dó þó á enn eftirminnilegri hátt. Hann féll fjórum árum síðar yfir grindurnar við hallar- síkið í Gottorp. Á fallinu festist gull- keðja, sem hann var með um hálsinn, á stólpa, og lét hann þar líf sitt. Svo er að skilja, að hann hafi kafnað í keðjunni, enda líklegt, að fleiri hafi verið lítt gáðir og töf hafi orðið á því, að komið væri herranum til hjálpar. Sænska drottningin, Gunnhildur Bjelke, sagði bróður sínum andlát mágs þeirra, greifans Steins Gústafs- sonar, með þessum orðum árið 1590: „Greifinn Steinn hafði í nokkra daga verið í gestaboði og drukkið þar spánskt vín með öðrum. Síðan blönd- uðu þeir í það alikanti og síðast öli. Við það setti að honum hita, og gekk hann þá út, datt á hægri síðuna og meiddi sig illa. Þegar hann kom til herbergis síns, skeytti hann ekki um þetta, heldur fór undir eins að drekka meira öl“. Sjö dögum síðar dó greif- inn, og lauk drottning bréfi sínu með þessum orðum: ,,Þótt sorg systur okkar sé óbætan- leg, þá getur það verið okkur hugg- un, að greifinn er svo kristilega við heiminn skilinn með hreinu líferni og iðulegri bæn“. 0 Alþýða manna var drykkfelld að sama skapi og fyrirmennirnir. Þá þekktist ekki kaffi, te né súkkulaði, en þeim mun meira var drukkið af öli, miði, eplavíni og brennivíni. Ölið var langtíðasti drylckurinn, að minnsta kosti lengi framan af. í kaup stöðum á Norðurlöndum, og meðal efnaðri bænda, hófst dagurinn með öl- drykkju, og öl var drukkið jafnt og þétt allan daginn, og loks var degin- um lokið með kvöldölinu, ,,Schlaf- trunk“, sem Þjóðverjar kölluðu. Ekki var kannan þó ævinlega tæmd, held- ur var hún oft látin standa með sopa við rúmið, svo að hægt væri að grípa ti-1 hennar milli dúra. Þetta þótti svo sjálfsagt, að á biblíumynd- um af Maríu og Jósef frá þessum tíma stendur ölkrúsin við höfðalag trésmiðs ins frá Nazaret. Gamlar heimildir sýna ótvírætt, að það var alsiða, að hver fjölskyldumaður drykki fimm til tíu potta af öli á sólarhring. Það þýð- ir aftur, að fólk hefur verið meira og minna drukkið flestar stundir. Á stór 'hátíðum eins og jólunum gerðu þeir menn, sem nokkurs máttu sín, þá til- breytingu að drekka mjöð úr horn- um, en þó hefur það líklega haldizt lengst í sveitum. Kunnugt er, að á langafrjádag árið 1548 drakk sænska hirðin mjöð úr tveimur tunnum, og um jólin árið 1562 sendu borgarráðs- menn á Helsingjaeyri einum fremd- armanni samtíðarinnar ámu af Rínar víni, „og höfum við drukkið yður til Krists heilögu skál af því“. Prestarnir voru engir eftirbátar ann arra við drykkju. Frásögn er til dærn- is um prest á Skáni, sem fleygði bók af predikunarstólnum í höfuðið á bónda og flaugst svo á við prófastinn eftir messu. Bruninn mikli í Björg- vin árið 1582 hófst með þeim hætti, að ungur prestur, sem kom drukkinn T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 321

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.