Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 18
Þvottabjörninn „Bjössi'
hefði verið að kjósa hann betri.“ Allt
1 voru þetta kjarnmiklir hreystimenn,
flestir vanir sjóvolki, en þó ókunnugir
. landsháttum á Grænlandi nema einn,
Vigfús Sigurðsson, sem hafði unnið
sér það til frægðar að ganga þvert
yfir Grænlandsjökui með prófessor
Koch 1912.
Gotta lagði úr Reykjavíkurhöfn 4.
i júlí í mildu veðri og sólskini með
! ókunn ævintýri hafíssins fyrir stafni.
— Það fyrsta, sem gefur þeim til
kynna nálægð hafíssins, er íshrafl,
sem þeir sigla í gegnum norður af
Yr--" Það tafði þó lítið ferðina
hinn 10 úílí stuidur ókleifur ísvegf.
ui fran : fyrir þeim og varnar þeim
vegarins. Komust þeir þó inn í ísinn
með lagni og sigldu síðan eftir aug-
anu lengra inn í hann. Um nóttina
sem var í Vestmannaeyjum.
lagðist Gotta við stóran jaka í nið
dimmri þoku og beið birtingar. Dag-
inn eftir hélt Gotta ferðinni áfram
inn í ísinn, skreið á milli hárra jaka
í ótal hlykkjum. Um hádegisbilið
verða fyrir þeim tveir stórir jakar, og
á meðan skipstjórinn athugar, hvort
hægt sé að komast á milli þeirra
bréikkaði bilið á milli þeirra. Beindu
þeir þá skipinu inn í bilið. Jakamir
til hliðanna voru um fjórar skips
lengdir, svo að það gat ekki tekið
nema nokkrar mínútur að sigla i gegn-
um þetta íshlið. En rétt þegar Gotta
er komin inn á milli jakanna, þjapp
ast þeir sitt hvorum megin að henni
og faðma hana, svo að brakar í skips-
skrokknum. Það eina, sem gat bjarg-
að skipinu frá því að brotna í þessum
heljarfaðmi, var, að skipið lyftist upp
eftir því, sem jakarnir klemmdu fast-
ar að, en ísbrúnin stjórnborðsmegin
var svo há, að brúnin á skipssúðinni
náði ekki upp fyrir hana og þess
vegna gat hún ekki lyfzt upp á ísinn
þeim megin. Skipið lyftist hins vegar
upp á bakborða og tók því að hallast.
Bjarndýr, sem þeii' félagar höfðu skot-
ið, lá á þilfarinu stjórnborðsmegin.
Þetta var mjög stór skepna, og gerði
þungi hennar sitt til þess, að skipið
lyftist ekki upp stjómborðsmegin.
Skipið hélt áfram að lyftast á bak-
borða, og nú var öldustokkurinn tek-
inn að brotna á stjórnborða. Það hlýt-
ur að hafa verið óhugnanleg sjón leið-
angursmönnum, að horfa á þennan
ójafna leik íss og skips og geta ekkert
aðhafzt: „Hvað var hér að gerast?
Ætluðu þessi köldu og kærulausu
bákn að brjóta fyrir okkur farartæk-
ið? Voru þessi heljarbákn að sýna
okkur, hvað við, peðin, með þessa
litlu skel okkar, værum alls ómegn-
ugir gegn heljarafli þeirra?“ skrifar
Ársæll. — En þeir sýndu engin æðru-
merki. Þeir skipuðu kassa með skot-
um upp á ísinn, sömuleiðis öllum
byssum, til þéss að vera viðbúnir vist-
inni á ísnum, ef til þess kæmi. Nokkr-
ir skipuðu einnig upp farangri sínum,
en flestir létu það ógert og fylgdust
með því, sem fram fór. En hver þekk-
ir duttlunga íssins? — Eftir að hafa
kramið skipið á milli sín í stundar-
fjórðung, hættu jakarnir leiknum
jafnrólega og þeir hófu hann og gliðn-
uðu sundur með sama rólega kæru-
leysinu og þeir höfðu þjappazt saman
áður.
Þetta var eldskírn — eða öllu held-
ur ísskírn — Gottu. Hún komst á rétt-
an kjöl og enginn leki kom að henni.
Sýndi þetta bezt, hve traustbyggð hún
var.
Þennan sama dag barst skipinu
fyrsta skeytið að heiman, það var
heillaóskaskeyti til Markúsar, sem átti
afmæli. Skömmu síðar sá afmælis-
barnið til fjalla á Grænlandi, og var
það í fyrsta skipti, sem sást til lands
þar. Og þennan sama dag átu þeir í
fyrsta skipti bjarndýrakjöt. — Það
má því með sanni segja, að fyrsti sól-
arhringur þeirra inni í ísnum hafi
ekki verið með öllu snauður af nýj-
ungum.
Næstu daga reyndu þeir að þokast
nær landi, en gekk erfiðlega, og varð
ísinn þeim mun þéttari, sem innar
dró. Og sunnudaginn 14. júlí skrifaði
Ársæll í dagbók sína: Glaðasólskin og
logn í allan dag, en ísinn að heita má
alveg kyrr og við höfum ekkert kom-
izt. Fyrirheitna landið blasir við aug-
um okkar Öllum líður vel, en þó
er orðið hálfgert eirðarleysi út af
teppunni. Um skeið þóttumst við sjá
auðan sjó allt í kringum okkur, en
reyndist, þegar til kom vera hilling-
ar.“
Þeir félagar sáu nú, að við svo bú-
Kálfurlnn stendur hjá falllnni móöur slnni.
330
T I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ