Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 4
XXXIII. Ýmsar erjur spruttu af Sjöundár- málum, á meðan þau Bjarni og Stein- unn sátu í haldi og löngu eftir dauða þeirra var enn verið að þrefa og þrátta um vangoldna reikninga. Um skeið var tvísýnt, hversu pró- fastinum í Sauðlauksdal, séra Jóni Ormssyni, myndi farnast. Geir biskup Vídalín skipaði s^n fyrir haustið 1803, samkvæmt fyrirmælum í dómi lands- yfirréttar um Sjöundármál, að mál- sókn skyldi hafir gegn honum fyrir tómlæti og vanrækslu í embætti. Kvaddi hann tyrst séra Gísla Einars sun í Selárdal t.il þess að rannsaka háttsemi prófasts og kveða upp dóm í málinu Séia Gísla 'ar þetta óljúft verk. enda vék hann þvi algerlega frá sér Bar hann við vanþekkingu sinm í lögum vináttn við séra Jón og tæpri heilsu sinni Fól biskup þá séra Hjalta Jónssyni á Stað í Steingríms firði að takasi þetta á hendur En heilsan prestann? i Vestfirðingaíjórð ungi hefur líkleg verið bágborin um þessar mundir þv’ að á daginn kom, að hann var einnig of lasburða ti) þess að fjalla um málið Varð þá þrautalending biskups að fela hinum mikla málagarp séra Eggerti !ón^ synj á Ballará. málareksturinn En hann hafði ekk’ enn hafizt handa er hingað spurðist um dóm hæstarétt a- í Sjöundármálum. og var þá hætt við málsókn gegn séra Jóni Orn.ssyni. þar eð þar var kveðið á um það. að allir skyldu sýknir saka, nema þau Bjarni og Steinunn Eggertssonar, á Saurbæ á Rauðasandi, og höfðu þau Bjarni og Steinunn verið landsetar hennar. Kærði Arn- fríður Guðmund sýslumann fyrir þær sakir, að hann hefði komið á skipi með sex menn að Sjöundá og látið rífa þar að grunni fjárhús, „sem engin dönsk spýta var í“, ásamt öðru húsi, byggðu úr íslenzkum viði. Lét hann flytja viðina heim til sín, ásamt heyi, báti, rekaviði og hvalrifjum, en þetta kallaði Arnfriður allt sína eign. Eina kú og seyt.ján leiguær lét hann færa að Saurbæ, án þess að vetrar- fóður fylgdi og vantaði þá eina ána á rétta tölu. Á bæjarhúsin fékk Arn- fríður ekkert álag, þótt þeim væri illa haldið við, og loks taldi hún, að hún hefði ekki fengið nema hluta if því, er hún átti inni hjá Bjarna og Steinunni í leigur og landskuld, lióstoll og legkaup. Þessi deila leystist þó á þann veg heima í héraði fyrir meðalgöngu séra Eyjólfs Kolbeinssonar, að Arnfríður játaði kæru sína „fávíslegar innbyrl- ingar“ En þótt með því orðalagi sé fyllilega látið í veðri vaka, að sýslu- maður hafi veri' borinn röngum sök- um en láti sér af mildi sinni nægja eins konar fyrirgefningarbón, er varla hægt að verjast þeim grun, að ekkj an hafi orðið að gjalda þess, að hún mátti sín minna en sýslumaðurinn. Um sama leyti og Guðmundui Scheving átti í þessu þrasi við Arn friði, barst honum bréf frá amt manni, er krafði hann sagna um skipti hans við Jón bónda Þórðarson í Miðhlíð, er skjólshúsi skaut yfir Bjarna frá Sjöundá, er hann strauk frá Haga. Kvaðst amtmaður hafa frétt, að hapn hefði tekið skepnur af Jóni í bætur og margsinnis neitað með ósæmilegum svívirðingarorðum að láta honum í té kvittun fyrir, Er ljóst af skilríkjum, að sýslumaðurinn hefur tekið hest af Jóni til þess að greiða með honum fé það, er hann lagði til höfuðs Bjarna, og komið þannig af sjálfum sér þeim kostnaði, er strok fangans olli. En sýslumaður synjaði þverlega fyrir það, að hann hefði veitt Jóni nokkura ágang eða beitt hann ofbeldi, og verður ekki séð, að Miðhlíðarbóndinn hafi fengið leið- réttingu mála sinna. Séra Hjörtur Jónsson átti aftur á móti í erjum við stjórnarvöldin um greiðslu á ferðakostnaðinum til Nor- egs. Eins og áður hefur verið getið, hafði því verið skotið undir úrskurð stjórnardeildanna í Kaupmannahöfn, hvort hann skyldi fá sérstaka greiðslu til þess að standa straum af viðhöfn í klæðaburði vegna dvalar sinnar er- lendis, og var krafa um níutíu dala þóknun í þessu skyni að hrekjast á milli embættismanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn hin næstu misseri eftir aftöku Bjarna. Var að lokum felldur sá úrskurður, að ekki væri ástæða til þess að sinna þessari kröfu prestsins. Valdbom tukthúsráðsmaður gleymdi ekki heldur föngunum frá Sjöundá þegar í stað. Það sést af bréfaskipt- um, sem áttu sér stað veturinn 1807, Nú tók þess að gæta, að Guðmund ur sýslumaður Scheving þótti hafa verið djarftækui fil fjármuna i sam- bandi við Sjöundármál. Um þessar mundir bjó Arnfríður Brynjólfsdóttir frá Fagradal, ekkja Eggerts bónda 316 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.