Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 13
— Þeir ætluðu að bregða fæti fyrir mig og varna því, að ég yrði meistari í herrafatasaumi. Eg var nefnilega fyrsta konan, sem lagði út í þá grein klæðskeraiðninnar. Það urðu mikil á- tök meðal meistaranna, og iðnráðið dró alltaf að veita mér svör. Þeir hafa víst haldið, að með þessum langa drætti fengju þeir þennan kvenmann til þess að hætta við að fara inn á svið karlmannanna. En ég ætlaði mér að brjóta einræðið. Það var númer eitt. Og það tókst líka rækilega. — Hvenær byrjaðirðu að fást við smíðar? — Eg var bara smábarn, þegar ég byrjaði. Eg var alltaf með eitthvað í höndunum. Það dýrmætasta, sem ég gat eignazt í mínar hendur, var vasa- hnífur. Það gat komið til mín í draumi, að eignast góðan vasahníf, hvað þá heldur í vöku. — Hvernig leizt fólkinu á þig, stelpuna, vera að smíða? — Það sagði, að ég hefði átt að vera strákur. Það þótti ekki kvenlegt að fást við þetta. Strákar áttu einka- rétt á því. En þessi smíðanáttúra var góð. Eg smíðaði mér allt mitt leik- dót sjálf, og á fullorðinsárunum smíð- aði ég mér til nytsemdar borö, stóla, bókaskáp, allt eftir því, hvað mig var. hagaði um. Bókaskápinn í stofunni smíðaði liún sjálf. Þetta er vandaður skápur með gleri. — Engin hætta á því, að hann liðist í sundur, því að hann ef geir- negldur, segir hún. Hún sýnir mér líka s’kúffu fyrir borðbúnað, geir- neglda og vel unna, og kirnu, rennda — Eg fékk að vera í Handíðaskól- anum um skeið 1949, meðal piltanna í kennaradeildinni, gekk þar út og ir.n eins og ég vildi. Þar fékk ';g í fyrsta skipti aðstöðu til þess að geia það, sem mig langaði til, móta mynd- ir og smíða. Þar voru vélarnar, og ég hafði mikið yndi af þeim og smíðaði Geirnegld kista, sem Sigríður smíðaði og sýnd var á iðnsýningunni 1958. — Kistan er iögð eirskrauti. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ og renndi ákaflega mikið: Diska, stauka, bakka og margt og margt. En mér hélzt ekkert á þessu. Það fór út um hvippinn og hvappinn. Mér var alveg sama. Eg vildi bara fá að svala löngunum mínum og kærði mig eKk- ert um að safna þessu. — Ertu svona áköf við allt, sem þú gerir? — Það er alltaf þessi sami þrýsting ur. Það, sem óá fæst við, tekur uig alveg, alveg sama hvaða verk það er. Það skiptir engu máli, hvort það eru smíðar, saumaskapur eða venjuleg húsverk. Mér hefur líka alltaf fund- izt óhugsandi að hætta við það, sem ég hef byrjað á. Á veggnum andspænis okkur hang- ir hljóðfæri, einkennilegt í laginu, minnir þó dálítið á gítar, en er minna. — Þetta er mandólín, segir hún, — frumsmíð. — Mér hafði verið gefið mandólín í tækifærisgjöf, og ég lærði á það hjá Sigurði Briem, en féll ekki alls kostar við tóninn í því, svo að ég ákvað að smíða mér nýtt, sem hefði þann tón, sem ég vildi fá. Mér tókst að fá fram tóninn og var ánægð. Eg ætlaði að smíða annað seinna, en það varð aldrei úr því og verður kannske aldrei. Tónninn í þessu mandólíni er tnjúK ur og fylltur, og hún fer fingrum um strengina og segir, að það hafi fyrst og fremst verið tónlistin, sem kallaði á sig, — en við urðum að vinna, þessi börn, — því var aldrei sinnt. Það r ekki leitað eftir neinu í manni. ''g var á prófastsheimili, þegar ég var barn. Þar var pianó í stofu, og 'g vai alltaf að stelast í það, þegar enginn var heima. Og þegar stúlkurnar fóru út í kirkju til þess að ræsta, fór ég í orgelið. — Það var mér mikil kvöl, þegar ég fór þaðan. En það þykir víst ekki frásagnarvert, þótt einstaklingar þjáist, hvað þá heldur, þegar börn eiga 1 hlut. En ég man, þ^gar eg -ar komin á nýja heimilið, stalst ég nurt út í hraun og klifraði upp á dranga, bara til þess að geta horft í áttina að gamla heimilinu, sem geymdi það, sem ég þráði. — Já, það hefði margt orðið öðruvísi, ef maður hefði mátt á sínum óskertu dögum þjóna því eðli, sem manni var gefið. — Lærðirðu svo seinna að spila? — Já, ég lærði á orgel, og það gerði mér mikið gott. Fyrsta hljóðfærið, sem ég fékkst við, var harmónikka. Þá var ég sex ára, átti heima í Garða- hverfinu, og þar var stúlka, sem átti harmónikku. Eg settist alltaf hjá henni, þegar hún kom út og settist í grasið og spilaði. Þessi stúlka skildi mig, og hún leyfði mér að spila. — En hvernig féll þér saumaskap- urinn? — Ágætlega. En þetta var Dra..ð- strit. Mig lan0aði alltaf til þess að komast úr honum, en hafði ekki tæKi- færi til þess. Þessar þrár, sem il.lrei fengu útrás, hafa verið lifanJi • með mér frá barnæsku. ilirgir. I næsta blaði hefst frásögn af hinum kynngi- magnaðaHjalta- staðarfjanda i I \ i i i i i i í ) 325

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.