Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 20
eins þrír og höfðu ekki með sér netið né neitt af böndum. Þeir handsama þó þarna annan kálfinn, en hinn kálfur- inn og vetrungurinn sleppa út eftir fjallinu. Þeir Markús og Finn- bogi fóru á eftir hinum kálfinum, fyrst út eftir fjallinu, síðar kom hann aftur og leitaði upp að gilinu, og var þá reynt að króa hann, en hann gat skotizt í burtu og nú inn með fjallinu. Finnbogi hinn ódrepandi þaut á eftir hcnum og aðrir með honum, en eftir ailmikil hlaup og leit misstu þeir al- veg af honum. Alveg gat maður dáðst að því, hvað þessi vesalings kálfur þoldi. Það er af handsamaða kálfrn- um að segja. að með afskaplegri fyr- irhöfn er bann borinn niður af fjali- inu. Þorvaldur bar hann lengst af á herðunum og gekk sinn maðurinn hvorum megin til þess að halda hon- um og styðja Stöðugt var verið að hvíla, bæði vegna mannanna og dýrs ins. En þegar komið var svo sem miðja vegu niður að sjó, var lcálfur- inn dauður. Skrokkurinn var tekinn um borð og þegar hann var gerður til kom í ljós, að ínjaðmarbeinið var brotið, mikið mar í kring og hafði blóð safnazt að innýfiunum. Af þeim orsökum hafði hann drep* Þennan áverka hafði hann feneið bp<rnr hann hrapaði með móður sinni dauðri. Þetta var þá árangur fyrstu veiði- fararinnar: 9 dýr skotin, án þess að nokkuð væri hægt að hagnýta af þeim, náð einum kálfi dauðvona og annar móðurlaus einhvers staðar inni í firði. Og allir veiðimennirnir svo slit- uppgefnir, að þeir gátu sig varla hreyft. Þetta var daprasta kvöldið á öllu ferðalaginu." Betur tókst þó til í næsta skipti, sem þeir lögðu til við dýrin. Þá tókst þeim að ná 3 kálfum í net, en urðu að skjóta ellefu dýr. Þeir heftu kálf- ana og yfirgáfu þá svo um stund til þess að gefa þeim tækifæri til þess að jafna sig. í þetta sinn fór allt vel og þeir komu kálfunum til skips. En fjallið, þar sem öll þessi víg höfðu farið fram, skírðu þeir félagar Víg- Ijót, og má nokkuð af því marka, hvernig þeim hefur verið innanbrjósts eftir veiðarnar. Það hafði verið við það miðað í upphafi ferðarinnar, að þeir hand- sömuðu tíu kálfa, en vegna þess hve áliðið var sumars og gengið var á olíu- birgðirnar, töldu leiðangursmenn ráð- legast að síga heim á leið. Þeir svip- uðust um eftir dýrum og gróðurlendi, þar sem þeir gætu heyjað handa kálf- unum, á leiðinni út Dúsensfjörðinn. Gróður í landi var mjög rýr, en hey urðu þeir að fá, svo að þeir gengu á land í Vegas-sundi og heyjuðu þar í tvo poka. Þegar út úr sundinu kemur verður fyrir þeim ishrafl og skömmu síðar lokast leiðin af ís, verða þeir þá að snúa við aftur, halda inn í sundið og reyna að komast vestur úr því inr, í Óskarsfjörð, og var þó viðbúið, að ís'inn hefði lokað honum líka. Þeir komust eftir mikla erfiðleika að sundinu, en þá tekur ekki betra við: Stóreflis jakabákn liggur þvert fyrir sundið og lokar því alveg, og er botnfastur i báða enda. Öðrum megin milli lands og jakans var þó bil, sem var nægi- lega breitt fyrir Gottu, en í því var dálítill jaki, sem lokaði leiðinni. Nú var illa komið, en þeir félagar létn ekki bugast og réðust að jakanum með skóflur, haka og allt það, sem að gagni málti koma og sigldu auk þess Gottu á hann. Þeir unnu við þetta allan daginn, en hvernig sem þeir hömuðust, hreyfðist jakinn ekki heldur skorðaðist þeim mun fastar, sem hækkaði í sjónum. Þeim var ekki farið að lítast á blikuna: „Áttum við að lokast þarna inni fyrir fullt og allt? Sauðnautskálfur kominn á íslenzka grund. 332 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.