Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 10
Sænskur vínkjöllari ,á átjándu öid. Á boröinu yzt til vinstri liggur klukka á hliðinni. Hjá því eru tvær flöskur, önnur brotin.
Á miðju gólfi er taflborð, og yzt til hægri, við fætur hermannsins, sem er að reyna að kveikja í pípu sinni með Ijóslausu
kerti, liggja spil á dreif. Þar er og náttpottur, sem gott hefur verið að hafa á svona stað, þegar gestunum varð skyndilega
tiökurt. Msðurinn í horninu vinstra mcgin virðist aHtlla haldinn, og sá, sem stendur á miðri myndinni milli borðanna, á
sýnilega erfitt með að halda jafnvæginu.
heim frá barnsskírn, fleygði stjaka
með logandi kerti á eftir vinnukonu
sinni. Margoft henti það, að prestar
urðu mönnum að bana í ölæði. Mest
kvað þó að ölæði skipsprestanna í
flotanum, og getur þeirra oft í þing-
bókum, er skip þeirra lágu í höfn.
Kannske verður skipsprestunum t ezt
lýst með útfararræðu, er einn þeirra,
sem var í för Kristjáns IV til Noregs,
flutti yfir hollenzkum skipstjóra, er
dó af slysaskoti í Vardö:
„Hvar hann fæddist — það veit ég
ekki. Jafnlítið veit ég um það, hverjir
hans foreldrar voru. Hvernig kann
lifði — það er mér líka jk n,- igt.
Aftur á móti veit ég nákvæmtega,
hvernig hann dó. En af því, að þið
vitið það jafnvel og ég, þá fer ég ekki
um það fleiri orðum og lyk 'oess
vegna ræðú minni. Amen“.
í sæmilegum ráðhúsum voru sér-
stakar rennur handa mönnum til pess
að æla i, og í ráðhúskjöllurum voru
stórdrykkjur þreyttar. En auk ress
voru gildahús, krár og knæpur á
hverju götuhorni. Mikils þurfti við,
því að það voru ekki aðeins karlmenn
irnir, sem drukku, heldur einnig kon-
ur og börn. Það var siður að láta
skóiadrengi ganga um beina í sam-
kvæmum, og í. skólareglum var gert
ráð fyrir því, að börnin kynnu að
„hlaupast burt og þjóra í tvo eða þrjá
daga“, „koma drukkin til hádegisverð-
ar“ eða ,,láta sækja öl til Næstved".
Við þessu lá að sönnu refsing. Árið
1600 getur þess, að skóladrengur kom
í ráðhúskjallarann á Rípum „særður
á handlegg og fulldrukkinn". En þótt
slíkur drykkjuskapur væri bannaður,
virðist foreldrum heldur hafa þótt
mannsbragur að því, að sjá börn sín
að drykkju, þótt kornung væru. Ráðs-
kona ein á Skáni, sem hafði í sinni
umsjá börn greifafrúar einnar, skrif-
aði móðurinni svolátandi bréf:
„Kæra frú! Þér skuluð vita, að Ei-
ríkur Gullinstjarna og Hinrik litli
drukku svo duglega skál Esges og yð-
ar, að þeir gátu ekki staðið. Kæra
frú! Vitið einnig, að Hinrik litli drakk
líka skál erkibiskupsins .... Kæra
frú! Eg á ekki orð til þess að lýsa því,
hve þau eru falleg, börnin“.
Ungur aðalsmaður lauk með þess-
um orðum bréfi, er hann skrifaði
tengdamóður sinni í því skyni að
koma sér í mjúkinn hjá henni:
„Allrakærasta móðir! Eg bið yður
að hallmæla ekki þeim, sem skrifaði
þetta, því að hann var blindfullur,
þegar hann skrifaði það“.
Nokkur vandkvæði þótti embættis-
mönnum drykkjuskapurinn færa sér
að höndum annað veifið. Alls konar
upphlaup og hneyksli voru tíð við
messugerðir í kirkju, bæði af völdum
karla og kvenna, og þingbækurnar
bera vitni um, að oft hefur verið grip
ið til vopna í krám og á götum. Þó
versnaði um allan helming, eftir að
brennivínið varð almenningsdrykkur
til viðbótar ölinu. Fram til þess tíma
höfðu menn að jafnaði verið nokkurn
veginn allsgáðir fram á miðjan dag. En
með aukinni brennivínsdrykkju keyrði
svo um þverbak, að Danakonungur
varð árið 1593 að skipa svo fyrir, að
þing skyldi hefjast klukkan sjö að
morgni á sumrin og klukkan átta á
vetrum, svo að sneitt yrði hjá „róst-
um, ópum, hrópum, illdeilum og rifr-
ildi“. Til eru margar frásagnir, er
bera með sér, að þetta hefur ekki ver-
ið að ófyrirsynju:
,,Þegar eftir predikun fór ég til
Randers og beina leið í ráðhúsið. Eg
talaði við borgarstjórann og nokkra
ráðsmenn um málið, er þó var frest-
að til næsta dags, því að menn voru
þá ölóðir".
Messufriðnum til verndar voru verð
ir settir við vínkjallara til hádegis á
sunnudögum og sektir lagðar við að
æla í kirkju. En ekki sómdi að ganga
of hart fram, enda drykkjuskapurinn
öðrum þræði talinn dyggð, auk þess
sem bæði konungur og borgarstjórar
og borgarráðsmenn fengu skatt af
bruggi og innfluttu áfengi. Þeir, ssm
ekki drukku á þann stórkarlalega
hátt, sem mönnum á þessum öldum
var lagið, voru tortryggðir og grun-
aðir um undirferli. „Sá, sem ekki er
drykkfelldur, sætir aðkasti — hann
er talinn huglaus, og hann skortir
sómatilfinningu", segir útlendingur,
sem dvaldist á Norðurlöndum á sex-
tándu öld. Og þegar Friðrik II bauð
Ágústi kjörfursta til krýningar sinn-
ar, krafðist furstinn skriflegs loforðs
um drukkna samfylgdarmenn og
kvaðst snúa við í Warnemiinde, ef það
bærist sér ekki þangað.
Bændurnir voru litlu skárri en borg
ararnir og kaupstaðabúarnir, þótt öl-
æði hafi varla verið jafnsjálfsagt
flesta daga þeirra á meðal. Um bænd
ur á Þelamörk var sagt, að þeir teldu
bölvun guðs hvíla yfir þeim, er ekki
voru drukknir á mannamótum. „Guð
náði þann, sem gjafir skaparans hrífa
ekki á“, sögðu þeir. Það fékk hús-
bændum mestu sorgar, líkt og bær
þeirra hefði brunnið, ef í ölteiti hjá
þeim var gestur, sem ekki varð öl-
óður.
Pétur Palladíus Sjálandsbiskup vék
stundum að drykkjuskap bænda í yf-
irreiðum sínum um sóknir biskups-
dæmisins. Hann átaldi ekki, þótt
menn drykkju „eina könnu umfram
þorsta“, en ráðlagði mönnum að forð-
ast slíkt í kaupstaðarferðum, því að
322
T f M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ