Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 12
RÆTT VIÐ FRÚ SIGRÍÐI SVEINSDÓHUR, SEM Á stofuskápnum hennar Sig- ríðar standa tvö líkön af kirkjum, ekki ósvipuð hvort öðru. Það log ar ljós í báðum kirkjunum. Birt- an streymir út um gluggana, hurðin er í hálfa gátt, og flos- renningur liggur eftir endilöngu kirkjugólfinu upp að altarinu. Á altaristöflunni er mynd af Jesú. Hann horfir yfir auða bekkina, sem standa við þilin sitt hvorum megin við ganginn. Og framan við vinstri bekkjarröðina stendur skírnarfonturinn og bíður þess, að nýfædd börn verði skírð úr hans heilaga vatni. Uppi á kór- loftinu er gamla orgelið. Nótna- heftið með sálmunum, sem á að syngja við messu í dag, ligg- ur útbreitt á nótnastandinum. Brátt mun presturinn og kirkju- gestir ganga inn, prúðbúnir og hátíðlegir, — organistinn og söngfólkið ganga upp á söngloft- ið, en gamli meðhjálparinn þurrk ar tóbaksdropann af nefinu til þess að vera viðbúinn að hjálpa prestinum í klæðin. Kórfólkið ræskir sig, organistinn liðkar fingurna. Mjúkir orgeltónarnir, sem virðast stíga upp úr kirkju- gólkinu, smeygja sér inn í sálir safnaðarins. Söngurinn fyllir hvelfinguna. — Og hvernig datt þér í hug, að smíða þessar kirkjur? spyr ég hana. Hún horfir inn um opnar dyrnar á annarri kirkjunni, brosir. — Mér datt það ekki í hug. Þetta er ekki fyrir HEFIIR SMIDAÐ MANDÚLÍN OG KIRKJUR sjálfsákvörðun. Kirkjan, sem ég smið- aði fyrst, birtist mér allt í einu full- sköpuð, og ég varð að smíða hana, komst ekki hjá því. Mér var þrýst til þess. Eg hafði verið að hugsa um að smíða mér bæ, en ég gat ekkert átt við hann fyrir kirkjunni. — Ertu trúuð? — Já, en það er ekki þess veg.na. Þetta var einhver innblástur, og ég varð að fullnægja honum. Þótt ég hefði brennandi kvól í höfðinu, varð ég að halda áfram. Eg flýð'i sf.undum niður i bæ, en ég var ekki fj'rr kom- in þangað en eg var rekin neim aftur af þörfinni fyrir að smíða kirkjuna. — Þú hefur verið haldin sköpunar- ástríðu. — Já, — svo byrjaði ég á hinni kirkjunni fimm dögum seinna. Þegar ég var búin með hana, var eins og glugga væri lokað, og ég gat b>rjað á bænum, sem stendur þarna á faía- skápnum. Þetta er reisulegt hús, þriggja bursta. Niðri eru fjórar stofur og e]d hús og uppi í risinu eru mörg iier- bergi. Hún segist hafa smíðað þessi likön fyrir sjö árum, — svo an þú sérð, að þetta er ekki út úr unglings- höndum, bætir hún við. — Eg hætt.i alveg að vinna 1951 vegna heilabólgu og mér var dálítið erfitt að smvða þessi líkön, því að þetta er nákvæmn- isvinna og reynir mikið á höfuðið. Hún er klæðskerameistari og hef- ur hvorki meira né minna en þrjú meistarabréf þar upp á. Hún var meistari í herraklæðasaumi, kven- klæðaskurði og kjólasaumi. Síðustu árin, sem hún vann, var hún kennari í iðninni. 324 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.