Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 16
/ VIDUREIGN V/D HAFÍS OG SAUDNAUT Á GRÆNLANDI Mörgum Islendingi hefur iunnið til rifja, hve dýralífið hér á landi er fá- skrúð'ugt miðað við dýralíf annarra þj'óða, sem hafa yfir svipuðum lands- kostum að ráða. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú, að ísland er fjarri öðrum löndum og umgirt hafi á alla vegu. Þessi einangrun hefur komið í veg fyrir, að ýmis dýr, sem gætu þrif- izt hér á landi, bærust hingað af sjálfsdáðum og yrðu hérlend. Það má ef til vill segja með fullum rétti, að öðrum þræði megum við vera þessu fegin, því að annars hefðu sennilega inörg óþurftardýr verið orðin rót- föst hér, þegar ættfeður okkar stigu á land. Hinu er hins vegar ekki að neita, að það hefði bæði getað orðið til skemmtunar og gagns, hefði dýra- lífið hér á landi verið fjölskrúðugra frá öndverðu af skaðlausum dýrum. Ársæll Árnason Það ber heldur ekki á öðru en íslend- ingar hafi snemma reynt að auðga land sitt og náttúru með því að flytja inn dýr, sem álitið var, að landsmenn gætu haft gagn af, og er þá fyrst fræg að telja hreindýrin. Þau stigu fyrst fæti á íslenzka grund árið 1771, en gerðu síðan fjögur strandhögg eft- ir það með þeim árangri, að afkom- endur þeirra lifa góðu lífi á heiðum Múlasýslnanna. Þessi innflutningur dýra til lands- ins hefur átt sér örugga talsmenn, en þó jafnframt andstæðinga, svo sem oft vill verða, þegar mál, sem snerta alla þjóðina, ber á góma. Ársæll Árnason, sem nú er nýlát- inn, mun jafnan verða talinn atkvæð'a mestur þeirra manna, sem töldu sjálf- sagt og nauðsynlegt, að íslendingar kæmu upp nýjum dýrastofnum í land inu. Þannig segir hann í Náttúrufræð- ingnum árið 1933: „Mér finnst það því ekki aðeins réttlætanlegt, heldur sjálfsagt, að við stuðlum að því, að þær dýrategundir, sem hér eru lífsskil- yrði fyiir og gera ekki ógagn, séu fluttar inn og þeim leyfð landvist." — í samræmi við þessar skoðanir reyndi ' Ársæll eftir mætti að stuðla að því, að skriður kæmi á þennan innflutn- ing: „í hitteð'fyrra leitaði ég hófanna um kaup á lifandi hérum hjá norskum vetursetumönnum á Grænlandi, og á heimleiðinni það sumar buðu þeir þá til sölu símleiðis, en þá var ég ekki viðbúinn að taka því boði. í fyrra veitti Alþingi ofurlitla fjárhæð til kaupa á þei'm, en hvorki þá né heldur í sumar gat ég fengið þá hjá þeim. Ég vona þó, að það takist, þó sið'ar verði, að fá þá hingað." (Náttúrufr. 1934). Og árið eftir segir hann í grein um froska, sem birtist í Náttúrufræð- ingnum: „Landnámssaga froskanna frá 1895 varð stutt. En væri ekki gam- an að gera tilraun með landnám þeirra á ný?" — Þannig var hann boðinn og búinn til þess að leggja þessum mál- um lið, þótt oft væri við ramman reip að draga, og hann er einn af stofn- endum Veiði- og loðdýrafélags is- lands, sem stofnað var 1931. Dýraveið- ar og ræktun loðdýra hafa aldrei orð- ið atvinnuvegir hér á landi, og mönn- um þeim, sem stóðu að' þessum félags- skap, mistókst að færa landinu björg í bú með innflutningi veiði- og loð- dýra. En hverjar sem orsakirnar fyr- ir því, að svona fór, kunna að hafa verið, eru þessar tilraunir til sköpun- ar nýrra atvinnuvega athyglisverðar. Ársæll vildi ekki aðeins, að flutt yrð'u inn dýr, sem gætu, að hans hyggju, orðið til gagns. Hann vonað- ist einnig til þess að geta landfest hér dýr, sem hefðu það eitt aðalerindi, að vera mönnum til skemmtunar. Það mun hafa vakað fyrir honum, ])egar hann flutti inn nokkra þvottabjarnar- unga, en þvottabjörninn er skemmti- legt dýr og mikið augnagaman, eins og þeir geta vottað', sem séð hafa hann í dýragörðum erlendis. Ársæll hafði þvottabirnina heima hjá sér á Sól- vallagötu 33, í kjallara hússins og í búrum í garðinum. Það má nærri geta, að börnunum í hverfinu hefur þótt fengur að þessum framandi gestum, enda nutu þeir óspart heimsókna og hylli. Þvottabirnir geta orðið mjög hændir að mönnum, ef vel er að þeim fai'ið, enda urð'u þeir mjög hændir að heimafólki Ársæls og þá ekki sízt börnum hans. Má til gamans geta þess, að önnur dætra Ársæls gekk eina sumarnóttina með þvottabjarnar- unga í fanginu til Þingvalla, en þar voru foreldrar hcnnar í sumarbústað. Þrír þvottabirnir gerðust Vost- mannaeyingar. Þeir fengu inni hjá systur Ársæls, Guðbjörgu, sem þar bjó. Hún haf'ði þá í búrum heima við, en erfitt var að halda þeim inni. Börn eyjarskeggja voru ekki minna hrifin af þvottabjörnunum en Reykjavíkur- börnin og hópuðust þau að búrunum til þess að fylgjast með tiltektum bjarnanna og gefa þeim sælgæti, en þvottabir'nir eru miklir sælkerar. Það vildi oft brenna við, að björnunum væri hleypt úr búrunum, og þurfti Guðbjörg einu sinni að elta einn þeirra niður í bæ og bera hann heim Bjarndýr, sem skotlð var á sundi dregið um borð. 328 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.