Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 3
Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Voltarie (tii vinstri) hafii ýmis einkenni kleyfhuga; hann var háSskur nr>5 afbrigðum og meinyr'tur, kaldur á yfirborðinu, en undir niðri tiifinninganæmur. — Friedrich Nietzsche (til hægri) — mál- verk eftir Edvard Munch. Nietzsche hélt því fram, að ofurmennið hefði rétt tii þess að framkvæma og lifa eins og því sýndist. rlaíö-lon^ án tillits til annarra manna. Hann hefur örugg einkenni kleyfhuga. eigin sálarhrænn-gum.. Taka sjálfa sig mjög hátíðlega. Viðkvæmir fyrir geðbrigðum annarra. Þeir þurfa lítif til að særast alvarlega, og ógætilegt orð getur nægt til ag varpa sku.gga á vináttu. Rata illa meðalveginn. Þeir eru annaðhvort yfir sig hrifnir játendur eða kaldir og fráhrindandi í afneitun sinni. Listasmekkur þeirra er fágaðu.r, en ber oft keim af heims- leiða. Þá brestur hið upprunalega grófa, einfalda geðslag. Tilfinningar þeirra eru oft tvíbendar og öryggis- lausar, kaldhæðnar, þokukenndar eða formlegar í því fágaða umhverfi, sem þeim er að skapi, eru þeir elsku- legir, fágaðir, nærgætnir án þess að vera nokkru sinni fullkomlega ein- lægir. Innilegust.u tilfinninga,- geta þeir einungis látið í Ijós vig einlæg- ustu vini. Hugarfarið er hreint og tigið, en oft eiga þeir i örðugleikum vegna yfirdrifinnar andúðai á vissum sviðum. Þessi verðmæta manngerð úrkynjast oft yfir í flokka þeirra hvimleiðu og úrættuðu mann, sem eru kröfuharðir, en innantómir og tilfinningasljóir, einfaldar samkvæm- isbrúður yfirstéttanna eða fagurker- ar og kaldlyndir skynsemisdýrkend- ur. Þeir hafa aldrei ákveðnar skoð anir á málu.m. Innantómir, en kröfu harðir 2. fbkkur: Órauissæir hugsjérsainsn» Þeir gera sér ríki af heimspekileg- um hugmyndum og vinna með kost- gæfni að eftirlætishugmyndum eða hugsjónum sínum eða fórna sér fyr- ir starfshugsjón sína. Þeir hneigjast að óhlutstæðum efnum og einveru í herbergiskytru sinni eða fara einför- um út.i í náttúrunni. Sökum feimni og klaufaskapar í umgengni og strangra umgengnishátta, eiga þeir minna samneyti við aðra menn en skyldi. Opinskáir og einlægir ein- ungis vig góða fornvini, en hugsjón sína ræða þeir opinskátt ai einlægni og hluttekningu. Þeir sveiflast oft á milli sjálfstrausts og vanmetakennd- ar, en vanmetakennd þeirra orsakast af ráðaleysi þeirra gagnvart hvers- dagslegum, hlutstæðum vandamálum. Þeir fyrirlíta skraut og ytri þægindi. Margir eru kaídranalegir á ytra borði. Eitthvað barnslegt. átakaniegt og mikilfenglegt er í þurftarleysi þeirra og fórnfýsi. Ekki eru allir þessir menn mannfælnir og hlé- drægir. Auk þessa vitsmunalega eldmóðs kemur oft fram viðlíka siðferðis- legur eldmóður, sem er andvígur öllu samkomulagi við sjálfan veru- leikann, en fylgir sjalfstæðum, óhlut- stæðum dyggðakröfum, sumir með hávaða og miklum móði, aðrir með sjálfsánægju, og enn aðrir með járn- kaldri þvermóðsku ósveigjanlegra lífsreglna. Eins og þegar hefur verið lýst, koma úr þessum flokk menn Framhald á 476 .siðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 459

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.