Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 10
Virginia Wooií og hæfileika og áþekkan lesendahóp, keraur þessi mismunur mjög vel fram. Somerset Maugham og J. P. Marquand eru góð dæmi. Þeir kunna báðir frá- bærlega til verks og báðum hefur verið gefin mikil og skemmtileg frá- ££; gnargáfa, sem hefur gert þá yndi o._ eftirlæti milljóna lesenda. Yfir- le.tt eru skáldsögur Maughams blátt áf :am sögur um fólk. Persónur hans eu. hrífandi, og sögurnar segja okk- ur margt um tengsl þeirra. Aftur á móci eru skáldsögur Marquands aldrei la’ ar við félagslegan. athugasemdir, tón þjóð'félagsmálanna. Persónur h; 's eru ekki bara fólk. Þær koma fr einhverjum ákveðnum stað. Þær b 'a merki minninga og sálarvið- 1 *gða, sem tengja þær við fortíðina, há; ttirnar, Boston, Newburyport, sm borgaraskapinn eða auðnirnar í Su' urbia. ' jálfur virðist Maugham hafa þenn- an nismun á tilfinningunni. Hvað sem öi. u líður, er það svo, að þegar per- sónur, sem láta sig þjóðfélagsmál miklu skipta eða hafa í huga ákveð- in félagsleg áform, gæ.gjast fram í bókum hans, t.d. í The Razor’s Edge, og reyndar stundum endranær, gætu þær vel verið amerískar. í augum Ameríkumanna er maðurinn fyrst og fiemst „póliaískt húsdýr“< Bretar ha a aftur á móti tilhneigingu til að skoða hann sem einstakling, sem bind ur sín bönd og spinnur sinn eigin örlagaþráð, sem tengir hann öðrum einstaklingum. Nú minnist ég aftur undantekning- anna. Nýlega hafa komið fram í Ameríku rithöfundar með mikla list- ræn? hæfileika, en engan áhuga á þjóðfélaginu, — eða kannski væri rétt ara að segja, að þjóðfélagið hefði hrint þeim frá sér: ég á við hina óflokksbundnu stuðningsmenn Partis- an Review, Paul Bowles, Tennessee Wiliiams og Truman Cápote, sem bæt- ast í hóp hinna dæmigerðu brezku höfunda, sem skrifa um einstaklirig í tengslum dð annan einstakling, stundum jainóhugnanlega og Poe. Þeir eru andstæðir hinni amerísku hefð, sem hefur mótazt svo hratt frá Dreiser og Sherwood Anderson og þangaö til nú. Það getur verið, að ofsinn og hræðslan, sem gegnsýrir bækur þeirra stafi fyrst og fremst af því, að hefðin var staðreynd, og hana varð að brjóta. Bretum finnst enn eðlilegt að skrifa um þann vettvang, sem takmarkast af tilfinningum lítils hóps einstaklinga, en Ameríkumönnum ekki. Hinir síðar- nefndu verða að berjast fyrir rétind- um til að minna á þennan vettvang, og síðan slá ýmsir iilir drekar hring um hann og reyna að þrengja sér inn í bækurnar. Hitt er svo annað mál, að til eru brezkir höfundar, sem skrifa um sam- félagið, þeirra merkastur er George Orwell, en einnig mætti nefna Rex Warner. Samt sem áður eru þeir báðir tveir æði oft algjörlega háðir sam- skiptum einstaklinganna í ákveðnum skilningi. Hinn ófyrirgefanlegi glæp- Theodore Dreiser ur, sem að dómi Orwells er hinn hættulegasti og hann kaus að sýna fram á með allri martröðinni í Ríki stóra bróður í skáldsögunni 1984, er þvingunin, afneitunin og svikin við einstaklinginn í samskiptum hans við náungann. í 1984 segir Orwell, að ekki muni verða til nein tryggð og engin ást. Frelsið er glatað (héf mundi amerískur höfungur staldra við), frelsið er glatað, og Örwell finn- ur sig knúinn til að bæta við, og það þýðir þ e t t a ástin er refsiverð, og refsing ástarinnar er dauðinn. Á sama hátt verða árekstrarnir í skáldsögum Rex Warners, eins og í sögunni Brave New World eftir Aldo- us Huxley, milli ríkisbáknsins, sem allt ætlar að gleypa, og mannlegra tilfinninga, milli hinnar stóru heildar og einstaklingsins. Síðan Lawrence féll frá leiða brezkir rithöfundar ekki lengur saman andstæðurnar gott þjóð- félag og slæmt eða éinstaka þætti þeirra. Þeim finnst ólíklegt, að brezk- ur samtíðarhöfundur geti til dæmis lýst íhaldssemi hinna dæmigerðu stjórnmálamanna Victoríutímabilsins og ímyndað sér um leið gott þjóðfélag. Nú kann einhver að rjúfa þógnina og segja, að E.M. Forster sé í raun og veru undantekning frá þessari al- mennu reglu. Og það er hann vissu- lega. Fordæming hans á heimi nú- tímans byggist á því, að hann sér; hvernig góður heimur á að vera, Þó að Forster hafi ekki gefið út neina skáldsögu síðan A Passage to India kom út 1924, og þó að hann hafi haft vekjandi áhrif á brezka lesendur, hef- ur hann furðu lítið rótað við rithöf- undum þar í landi. Ég hef oft furðað mig á þessu og spurt hvers vegna? Er stíll hans of skýr og persönulegur til að stæla hann? Eða hefur hann öðl- azt svo mikla fullkomnun í stílnum, að ungir og metnaðargjarmr menn geta ekki lengur gert á honum neinar tilraunir? Hinir miklu amerísku skáldsagna- höfundar, — og með þessari lýsingu á ég við Faulkner, Warren og Hem- ingway, — geta ekki skiiizt við sam- félagsvandamálin. Hemingway reyndi það. Fyrstu tvær skáldsögur hans, sem jafnframt eru beztar frá listrænu sjónarmiði, snerust eingöngu um ein- staklingana og samskipti þeirra. Eigi að síður hvarf hann frá þeim, — öðlaðist ríkara næmi, meiri tilfinn- ingu, þó að honum færi ekki fram í listinni að skrifa. Cantwell ofursti í Across the River and Into the Trees, leggur út í hið mesta af öllum fyrir- tækjum — að deyja, — en honum nægir það ekki. Hann verður jafn- framt að „kveðja með glæsibrag" — enda þetta fagurlega. Hann getur ekki einvörðungu skemmt sér við veiði- mennsku og ástir. Síðustu stundirnar, sem hann lifir, verður hann að ræða um skylduna og heiðurinn, stríð og pólitík. Robert Penn Warren lætur George Orwell 466 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.