Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 6
Borgarstjórinn í Magdeburg lét hesta toga í sundur hálfkúlurnar til þess að sýna fram á hinn mikla loftþrýsting. UPPGÖTVUN AND- RÚMSLOFTSINS „Á síðustu árum hafa orðið meiri tæknilegar og vísindalegar framfarir, sérstaklega í náttúru- vísindum og stærðfræði, en á mörgum undanförnum öldum.“ — Þetta ep ekki tilvitnun í blaða- grein, heldur er þessa málsgrein að finna í bók, sem út kom í Þýzkalandi órið 1688. Og þessi yfirlýsing er eng- an veginn svo barhaleg, sem hún í fljótu bragði virðist. Á árunum 1600— 1700 höfðu náttúruvísindin skapað nýja heimsmynd, sem var gerólík þeirri, er menn höfðu tileinkað sér á miðöldunum. Þá hafði jörðin verið álitin hinn fasti miðpunktur í geimn- um, sem allt snerist um. En nú varð v mönnum smám saman ljóst, að jörðin var aðeins lítið korn, sem snerist a- samt öðrum plánetum eilíflega um- hverfis sólina í hinum óravíða geimi. Það voru menn eins og Kopernikus, Tycho Brahe, Galilei, Kepler og New- ton, sem höfðu rutt veginn fram með því að leita svars við spurningum sín um í náttúrunni sjálfri með vísinda- legum rannsóknum í stað þess að draga dóma af tvö þúsund ára göml- um ritum, svo sem menn höfðu gert á miðöldum. En það var ekki aðeins heimsmynd- in, sem breyttist; menn fóru að líta náttúrufyrirbrigðin umhverfis sig öðr- um og nýjum augum. Og það er á þessari öld, sem menn gera sér smátt og smátt grein fyrir lofthjúpnum, sem umlykur jörðina, jafnframt því sem þeir komast að raun um ýmsa eðlis- þætti hans. í fornöld og á miðöldum höfðu menn litið á loftið sem dularfulia höf uðskepnu. Það var svo einkenmlega ólíkamlegt, allt öðru vísi en fastir hlutir og vökvar. Það var gagnsætt og veitti þeim, sem gekk í gegnum það lítið sem ekkert viðnám. Jafnframt vissu menn, að það var lífsnauðsyn- legt, og það er því ekki tilviljun. að orðin að anda og önd eru runojn af sömu rót í málinu. Hinn mikli gríslti náttúruskoðari, Aristóteles, sem var kennari Alexanders mikla, hafði verið lærifaðir náttúruvísindanna undanfar in tvö þúsund ár og náttúruskoðarar eftir hans dag fengið alla sína vizku úr ritum hans. Hann áleit, að hluti þess lofts, sem við öndum að okkur, færi til hjartans eftir sérstökum píp- um og vegna hita hjartans umbreytt- ist það í ljósvakakennda lofttegund, — spiritus vitalis — lífsandann, sem bærist með slagæðunum til allra hluta líkamans og væri hið eiginlega skil- yrði lífsins. Aristóteles hafði einnig komizt að raun um, að loftið hafði þunga, en hann var þó ekki viss im, hvernig honum var háttað. Þar að auki gátu allir séð, að loftið streymdi bæði upp og niður, svo að það var alls ekki víst, þegar allt kom til aiis, að loftið hefði nokkurn þunga. Þegar í fornöld höfðu menn gert tæknilegar uppgötvanir, sem kröfðust eðlisfræðilegra skýringa. Það voru þá þegar til sogdælur, sem hægt var að nota til þess að sjúga vatn upp úr brunnum. Hvernig stóð á því, að vatn- ið fylgdi bullunni eftir, þegar hún var dregin upp? — Aristóteles skýrði þetta þannig, að náttúran óttaðist hið tóma — horror vacui — eins og það hét á latínu. Um leið og tómt rúm myndaðist, fyllti náttúran það með vökva eða lofti. Þessi skýring dugði í næstu tvö þúsund ár, eða þar til Galilei, sem var uppi frá 1564—1642, tók að velta þessum kenningum fyrir sér. Galilei var sonur aðalsmanns í i'iór ens, sem átti lítið af peningum, en þeim mun meira af börnum. Hann hafði sjálfur hlotið stærðfræ’imennt- un, en þar sem lítið var upp úr þeirri menntun að hafa, ákvað hann að koma Galilei í nám í verksmiðju. En drengurinn sýndi svo framúrskar- andi árangur í skóla, að faðir hans lét hann halda áfram í þeirri von, að hann yrði læknir og yrði þá fær um 462 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.