Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 13
*num á Akureyri, að minnsta kosti allan þann tíma, sem ég var þar, það er óhætt að segja. — Og hvemig féll ykkur við þá? — Þeir voru allir ágætis menn Ýmsir höfðu ýmislegt að at'huga við Halldór Briem og þóttust ekki geta lært hjá honum, en ég harma, að við vorum margir þeim góða manni óþægir vegna misskilnings. Eg hafði þá ánægju að verða síðar starfsmað- ur skólans í 25 ár og mér féll í skaut að vinna með þessum þremur ágætis- mönnum, Hjaltalín, Stefáni og Sig- urði heitnum Guðmundssyni, sem allir voru gagnólíkir, en mestu önd- vegismenn. — Viltu lýsa þeim svolítið? — Hjaltalín var traustur dreng íkaparmaður og sannur íslendingur Bg brýndi líka sífellt fyrir okkur að vera það. Hann var vel að sér í forn- nm fræðum, kenndi íslenzku og ensku »g bar talsverðan svip af fornum ís- jendingum. Stefán var sá maður, sem ég álít, að hafi mest og bezt aukið fegurðarskyn íslendinga í seinni tíð. Hann var með hugann allan við nátt- Érufræðina og fegurð náttúrunnar. Á þessum tíma var náttúrufræðin bara kölluð snakk, en hann glæddi áhuga ftiargra nemenda sinna fyrir henni, jvo að þeir lögðu sig margir tálsvert aftir henni. Persónuleiki kennarans faefur alltaf sin áhrif. Hann var bráð- Bkemmtilegur kennari, mælskur og tuk þess glæsimenni og ævinlega vel búinn. Við vildum svo auðvitað vera það líka, ganga með nvítan flibba og *vo framvegis, þegar heim kom, tn þá vorum við taldir montnir. Sigurður ffiuðmundsson var mestur heimspek- Irigurinn af þessum þrem og uppeldis- Bhálafrömuður, sem hafði gaman af íálai’fræði. ’ — Og svo fórstu til Danmerkur? — Já, Oddur varð Möðruvellingur íveimur árum á eftir mér, og við fór- Wm saman til Askov, enda vorum við ...................................iiiiiii bálfgerðir fóstbræður. í Askov vild- lim við leita okkur frekaii menntunar •g sjá okkur um leið um í heiminum. Við vorum með fyrstu nemendunum, •em þangað komu héðan að heiman. Guðmundur Hjaltason og Sigurður Þórólfsson höfðu þá reyndar verið þar, en það var nokkru áður. Á Askov kynntist ég leikfiminni og fékk því til leiðar komið, að ég gat stundað nám í leikfimikennaraskólanum í Kaupmannahöfn eitt ár. Sund hafði ég lært um fjórtán ára aldur svo vel, sð ég gat synt yfir Eyjafjarðará í Stokkahlaðahyl og Hörgá á núverandi brúarstæði, og þótti það þá frækilegt afrek á Möðruvöllum. Þeir voru eng- ir syndir, strákarnir á skólanum, og þótti það eiginlega furðulegt, að ég skyldi geta synt yfir Hörgá í brúar- hylnum. Eftir veruna i Höfn fékk ég sex vikna námskeið í sundi við Eyrar- sund og tók góðum framförum, en hef aldrei talið mig annað en mennsk- an mann i þeirri íþrótt og tel, að allir ættu að vera jafnvel syndir og ég var þá. — Voru ekki yfirleitt fáir syndir hérlendis á þínum unglingsárum? — Jú, þeir voru fáir, en þó nokkrir menn hér og þar á landinu, t. d. í Mý- vatnssveit, Skagafirði, Borgarfirði og Eyjafirði, en Eyjafjarðarsýsia mun hafa verið einn fyrsti opinþeri aðil- inn, sem styrkti sundkennslu, senni- lega fyrir atbeina Klemenzar Jónsson- ar. — Hvenær komstu heim? — Heim kom ég haustið 1906, síð- ast í september. Átti ég þá kost á að setjast að í Reykjavík, en hvort tveggja var, að ég hikaði við að taka að mér jafnmikið starf og þar Iá fyrir og svo hitt, að mér var annt um minn gamla skóla, sem alltaf hafði farið á mis við leikfimina, og þekkti vel þá menn, sem ég þar átti að vinna með. — Varst þú ekki með fyrstu mennt- uðu leikfimiskennurum hérlendis? — Ég var sá fyrsti, en þremur eða fjórum árum síðar kemur Björn Jako-bsson, sem síðar varð kennari á Laugarvatni. Hafði hann þá farið ná- kvæmlega sömu leiðina og ég, verið í Askov tvö ár og ár í Kaupmanna- höfn, og hugðum við mjög gott til samstarfs, „en annrikið og baslið kom í veg-fyrir, að við gætum unnið nokk- uð saman. Maður þurfti nefnilega að kenna og kenna, hvort sem maður gat eða gat ekki. — Hvenær fórstu svo norður? — Strax um haustið 1906, og þá var Gagnfræðaskólinn á Akureyri orð- inn til upp úr Möðruvallaskólanum gamla.' En skilyrðin voru slík til leik- fimiskennslu, að nú á dögum léti eng- inn sér detta í hug að bjóða upp á slíkt, og varð svo að vera í mörg ár eða þar til ég var farinn frá skólan- um og skólameistari og leikfimiskenn- ari neituðu að kenna í leikfimishús- inu. í tvö ár var ekki kennd þar nein leikfimi, af því að húsið vantaði. — Hvernig var þessári nýbreytni tekið? — Henni var tekið með miklum fögnuöi, og mér gekk vel fyrst framan af eða a. m. k. langt fram á stríðsárin, en þá fór kennslan að verða erfiðari af ýmsum ástæðum og ég að þreytast, en kjörin slæm. Eg var aukakennnri með mjög léleg laun og þungt hús. 1921 missti ég konuna frá sjö börn- um og stóð uppi algerlega eignalaus. — Hvernig féll þér kennarastarfið sjálft? — Ágætlega. Mér fannst mjög gaman að kenna öllu þessu unga fólki og-hef fylgt því eftir í huganum síðan og hef persónulegt samband við fjölmarga og gaman af að vita, hvern- ig þeim farnast. — Hverjir samkennara þinna á Akureyri eru þér minnisstæðastir? — Það eru Stefán skólameistari og séra Jónas frá Hrafnagili. — En þekktirðu ekki séra Matt- hías? — Jú, ég held nú það. Eg þekkti séra Matthías, og hann er í hópi þeirra, sem mér eru kærastir af þeim, sem ég hef kynnzt. Bæði gekk ég á kirkjugólf til hans í Lögmannshlíð, þegar ég var barn, og ég minnist þess alltaf og er honum þakklátur fyrir. þegar hann stöðvaði mig 4 fleiprinu, þegar ég þuldi fyrir hann úr fjórða kaflanum í kverinu (og af því að ég vildi vera gott barn og lotningarfullt., Setti ég engu í staðinn fyrir moldu, og sagði): „Líkami mannsins rotnar og verður að-engu, en andinn fer tii guðs, sem gaf hann“ Þetta er ekki rétt, bamið gott“, sagði Matthías. „Það verður enginn hlutur að engu. Jafnvel reykurinn, sem fer upp um strompinn og hverfur upp í loftið, hann er til eftir sem áður í annarri mynd“. — Þetta þótti mér svo merki- legt, að ég stanzaði í miðri þessari fljótræðishugsun og fór að velta því fyrir mér, hvað yrði a: hlutunum, þeg ar þeir hyrfu þannig. Þessi hugsun greip mig svo sterkum tökum, að enn í dag get ég ekki skilið annað en þetta sé rétt, og þessi skoðitn rennir stoð- um undir trú mína á framhaldslífið. — í skólanum var séra Matthías hrók ur alls fagnaðar, þegar þangað kom, og var það áberandi. hvað hann hélt hærra á loft sannri gleði og kærleika en gömlum trúarkreddum. — Hvað tók svo við, þegar þú hætt- ir kennslu? — Ég var orðinn þreyttur á störfum mínum á Akureyri, kennslunni, sjúkrahúsxáðsmennskunni og öllu saman og þakka mínum sæla fyrir að losa mig við allt, sem á mér hvíldi. Heyrðu, vorum við búnir með Matt- hías? — Við getum alltaf bætt við. — Já, við megum til að koma því að, — Matthías var daglegur gestur á kennarastofunni, og um þær mundir, sem ég kom að skólanum, var Jóhann- es Jósefsson að kenna glímu og alls konar íþróttir, en þar var öll áherzla lögð á að ala upp í mönnum ofurkapp og meting, sem ég hef alltaf verið á móti. Ungmennafélögin voru þá líka Framhald á 470. síðu. INN / EILÍFÐINA T í M i N N SUNNUDAGSB&AÐ 469

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.