Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 5
Blað me3 teikningum, versum og rlssi eftir Benedikt Gröndal varðveitt i böggii á Landsbókasafnl, Lbs. 2183 B 4to. Þarna sjáum við jómfró Sínu Billenberg, ærið mittis- mjóa stúlku að tízku þess tíma, og einn hinna sígalandi hana skósmiðsins, er Gröndal gat aldrel gleymt. Skósmiðs- hanarnir minntu hann ævinlega á versið í Passiusáimun- um um lærisveininn Pétur og hanann, sem gól honum að morgni dags austur í Jerúsalem forðum tíð. /oýii/ •/'yt/ /ý-t / ("í ' ^ \ kbu flM L, jj/ JtL. I /.1 , * * - . ■'tr£^*t4Ur< 'H.V11 O-Híl **L~ . , .VaT ni VbtíH-f * ‘UAMH.H, r, . Juucf «•« - hx/*r fitw*/im/ "Einarsdóttur í Garðshorni, að móður sinni væri illt. Ekki skeytti Guðrún þó um lasleika maddömunnar að sinni, en þó mun hana hafa grunað, að illt væri í efni, því að næsta dag sagði liún við dótturina: — Má ég ekki koma inn til móður yðar og gefa henni vatn að drekka? Þag er svo gott fyrir hana að drekka kalt vatn. — Jú, gerðu það, svaraði jómfrú Billenberg. Þú getur farið inn til hennar. — God Morgen, maddama góð, sagði Guðrún, þegar hún kom inn, En maddaman svaraði ekki. Hún lá máttvana í öllum fötum á berri dýn- unni í rúmi sínu, nema eitthvag var af óhrjálegum tuskum í kringum hana. Guðrún tók nú undir herðar madd- ömunni og lyfti henni lítið eitt upp, um leið og hún bar vatnsbollann að vörum hennar. Virtist henni, að hún þakkaði fyrir sig, er hún hafði tæmt bollann. — Viljið þér ekki kaupa nokkuð af hafragrjónum handa henni móður yðar, sagði hún svo við jómfrú Bill- enberg. Það er víst betra. — O-jú, svaraði jómfrúin. Ég skal tala um það við föður minn. Það varð úr, að Guðrún keypti einn pott af hafragrjónum, og var af þeim gert seyði handa maddömunni. En Guðrún var ekki alls lcostar ánægg með aðhlynninguna. — Viljið þér ekki, að ég hjálpi til að færa hana móður yðar úr kjólnum og klukkunni, því að það er ófært að láta hana liggja lengur í því svona? sagði hún við jómfrúna. Þeta féllsrt dóttirin á. En hin sjúka kona mun ekki hafa þolað handatil- tektir þeirra, enda þung og holdug, og varð það fangaráð þeirra að skera utan af henni kjólinn. Kom nú í ljós, að maddaman var blaut upp á herða- blöð. Þannig til reika hafði hún legið x fletinu síðustu dægrin — Fáið þér mér nú serk handa móður yðar, sagði Guðrún. En dóttirin eyddi því og taldi móð- ur sína ekki þola, ag kvotlazt væri meira með hana. Lét Guðrún sér þau svör lynda og fór leiðar sinnar. Þó leit hún eitthvað inn næstu daga, en hafðist ekki frekar að. Billenberg var allar stundir á loft- inu vig skósmíðar sínar, og þar sat dóttir hans oftast hjá honum á dag- inn. Enginn skeytti um hina sjúku konu, þar til á laugardagsmorgun, að Jón Þorsteinsson landlæknir var kvaddur til. Lá maddaman þá enn órist á nærklæðunum á dýnunni, rænulítil. Þó hafði Billenberg kom- izt að því, eftir að kjóllinn var skor- inn af henni, að hún var almáttlaus öðrum megin. Landlæknir lét þegar senda eftir yfirsetukonu bæjarins, Ragnheiði Ólafsdóttur, og skipaði svo fyrir, að hún skyldi setja 'Sjúklingnum stól- pípu. Varð þá fnykur svo stækur í húsinu, að vart var brjóstheilasta fólki við vært þar inni. Yfirsetukon- an kvaðst aldrei hafa séð nokkurn sjúkling svo vanhirtan sem þennan. Hún gerði nú það, sem fyrir hana var lagt, og hjúkraði maddömunni eftir föngum með aðstoð tveggja kvenna annarra. Voru þá komnar bláar rákir á líkama hennar eftir fimm daga legu í sömu stellingum. Þær gáfu henni einnig hafraseyði, sem hún kyngdi, þegar hún var möt- uð, enda hafði hún ekki nærzt á öðru þessa daga en því jítilræði, sem Guð- rún í Garðshorni hafði gefið henni um miðja vikuna. En ekki hafði hún fyrr lokig hafraseyðinu úr spilkom- unni en hún gaf upp andann. IV. Það þóttust nágrannarnir finna, að Framhald á 478. síðu. / 461 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.